Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til "Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Innlent 9. ágúst 2019 12:00
Erfiðasti kaflinn að baki Spitfire-vélin sem flýgur umhverfis jörðina lenti í Reykjavík í gær. Veður hefur leikið flugmennina grátt en vélin stendur fyrir sínu. Þeir skiptu byssunum út fyrir eldsneytistanka sem þrefaldaði flugdrægið. Innlent 9. ágúst 2019 06:30
Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar. Viðskipti innlent 9. ágúst 2019 06:15
Spitfire-orrustuvélin lent í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Innlent 8. ágúst 2019 17:00
Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri. Viðskipti erlent 8. ágúst 2019 16:50
Birna flýgur frá WOW til Digido Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin til Digido sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Viðskipti innlent 8. ágúst 2019 15:45
Icelandair hafnar tengslum við vildarpunktasíðu Vefsíðan vildarpunktar.com býður notendum peninga í skiptum fyrir vildarpunkta frá flugfélaginu Icelandair. Viðskipti innlent 8. ágúst 2019 12:31
Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. Innlent 8. ágúst 2019 11:48
Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör. Viðskipti innlent 8. ágúst 2019 07:45
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. Innlent 7. ágúst 2019 21:49
Tvíeggjað sverð Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Skoðun 7. ágúst 2019 07:30
Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Viðskipti innlent 6. ágúst 2019 16:53
Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Viðskipti innlent 6. ágúst 2019 16:24
Íslendingar draga úr utanlandsferðum Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 231 þúsund í júlímánuði, eða um 47 þúsund færri en í júlí árið 2018. Viðskipti innlent 6. ágúst 2019 13:48
Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. Innlent 6. ágúst 2019 11:18
Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. Innlent 5. ágúst 2019 23:06
Nauðlenti í Valencia eftir að farþegarýmið fylltist af reyk Flugstjóri í flugi British Airways frá Heathrow til borgarinnar Valencia á Spáni neyddist til þess að nauðlenda í spænsku borginni eftir að reykur fyllti farþegarými A321 vélarinnar. Erlent 5. ágúst 2019 21:19
Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun. Erlent 4. ágúst 2019 20:47
Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna. Viðskipti innlent 3. ágúst 2019 21:00
172 ferðum um Heathrow aflýst Á annað hundrað flugferða sem áætlaðar voru um Heathrow flugvöll á mánudag og þriðjudag hefur verið aflýst vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða starfsmanna vallarins. Viðskipti erlent 3. ágúst 2019 11:11
Staða félagsins sterk þrátt fyrir taprekstur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að þrátt yfir tap í rekstri undanfarin misseri sé staða félagsins áfram mjög sterk. Viðskipti innlent 2. ágúst 2019 18:45
Air Iceland Connect aftur hætt að fljúga milli Akureyrar og Keflavíkur Markmið flugsins var að auka hlutdeild erlendra ferðamanna í innanlandsflugi. Viðskipti innlent 2. ágúst 2019 12:45
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. Viðskipti innlent 2. ágúst 2019 11:21
Tveggja stafa lækkun Icelandair Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Viðskipti innlent 2. ágúst 2019 10:02
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 2. ágúst 2019 07:15
Féll úr flugvél Hin nítján ára gamla Alana Cutland, frá Milton Keynes í Bretlandi, lést eftir að hún féll úr flugvél á leið frá Madagaskar í vikunni. Erlent 2. ágúst 2019 07:00
Nauðlenti á hraðbraut en stoppaði á rauðu ljósi Engan sakaði þegar eins hreyfils KR2-flugvél var nauðlent á hraðbraut í Tacoma í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Erlent 1. ágúst 2019 22:45
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 1. ágúst 2019 20:51
Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. Viðskipti innlent 1. ágúst 2019 19:15
„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Innlent 31. júlí 2019 19:00