Vilja tryggingu um öryggi áður en þeir sleppa föður Diaz Kólumbísku skæruliðasamtökin sem rændu foreldrum knattspyrnumannsins Luis Diaz, og eru enn með föður hans í haldi, fara fram á það að þeir fái tryggingu um það þeir verði öruggir þegar þeir sleppa föður leikmannsins úr haldi. Enski boltinn 6. nóvember 2023 22:46
Chelsea lagði níu leikmenn Tottenham í ótrúlegum leik Chelsea vann mikilvægan 4-1 sigur gegn níu leikmönnum Tottenham er liðin mættust á Tottenham Hotspur Stadium í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þar með er fyrsta tap Tottenham á tímabilinu staðreynd. Enski boltinn 6. nóvember 2023 22:10
Segir að orðrómar um framtíð sína séu að skemma fyrir Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur kallað eftir því að slúður um framtíð hans hjá félaginu þagni eftir að hann missti af leik liðsins gegn Fulham síðastliðinn laugardag. Fótbolti 6. nóvember 2023 21:31
Vanda gefur ekki kost á sér á ný Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Fótbolti 6. nóvember 2023 20:10
Arnór Ingvi skoraði og Ísak Andri skoraði og lagði upp í ótrúlegri endurkomu Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson reyndust hetja Norrköping er liðið vann ótrúlegan 4-3 sigur gegn Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. nóvember 2023 19:57
Óvíst hvort Haaland verði með er City getur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni Óvíst er hvort norska markamaskínan Erling Braut Haaland geti verið með er Evrópumeistarar Manchester City taka á móti Young Boys í G-riðli Meistaradeildar Evrópu á morgun. Með sigri tryggir liðið sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 6. nóvember 2023 19:01
Mætast í úrslitaleik um titilinn í lokaleik beggja á ferlinum Bandarísku knattspyrnukonurnar Megan Rapinoe og Ali Krieger gætu báðar upplifað hinn fullkomna endi á farsælum fótboltaferli sínum. Fótbolti 6. nóvember 2023 17:00
Draga lið sitt úr keppni í efstu deild á Ítalíu í mótmælaskyni Kvennalið Pomigliano, sem spilar í efstu deild á Ítalíu, hefur dregið lið sitt úr keppni eftir aðeins sex leiki. Fótbolti 6. nóvember 2023 16:31
Hvetur Mbappé til að hafna Real Madrid: „Betra að vera kóngurinn í þínu þorpi“ Samir Nasri, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Manchester City og fleiri liða, hvetur Kylian Mbappé til að halda kyrru fyrir hjá Paris Saint-Germain og hafna Real Madrid. Fótbolti 6. nóvember 2023 14:30
Fyrirliði Newcastle segir að Jorginho hafi neitað að taka í höndina á sér Fyrirliði Newcastle United segir að fyrirliði Arsenal hafi neitað að taka í höndina á sér eftir leik liðanna á laugardaginn. Enski boltinn 6. nóvember 2023 13:30
Grýtti VAR-skjá í grasið Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, lét reiði sína bitna á VAR-skjá þegar Celta Vigo gerði 1-1 jafntefli við Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 6. nóvember 2023 12:30
Sakaði stjóra Arsenal um að níðast á dómara Það var ekki bara Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sem fór mikinn í samskiptum sínum við dómara um helgina heldur einnig stjóri kvennaliðs félagsins. Enski boltinn 6. nóvember 2023 11:01
Urðu meistarar með Harvard Íslensku knattspyrnukonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez urðu í gær meistarar í Ivy League í bandaríska háskólafótboltanum. Fótbolti 6. nóvember 2023 10:31
Skoruðu á sömu mínútu og látna íshokkímannsins var minnst Íshokkímannsins Adam Johnson, sem lést í leik á dögunum, var minnst á meðan viðureign Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni stóð. Enski boltinn 6. nóvember 2023 09:31
„Það eina sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Arteta“ Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, finnst Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa gengið alltof langt í gagnrýni sinni á dómara eftir tapið fyrir Newcastle United. Enski boltinn 6. nóvember 2023 09:00
Tölfræði Antonys vandræðaleg í samanburði við Doku Blaðamaður Daily Mail bendir á hversu illa Antony, leikmaður Manchester United, komi út í samanburði við Jérémy Doku hjá Manchester City. Enski boltinn 6. nóvember 2023 08:31
Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. Enski boltinn 6. nóvember 2023 08:00
Segir að Liverpool geti ekki barist um titilinn nema þeir kaupi tvo leikmenn Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið þurfi að kaupa tvo leikmenn til að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Enski boltinn 6. nóvember 2023 07:31
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. Fótbolti 6. nóvember 2023 07:01
Markalausir Madrídingar komust ekki upp á topp Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli í viðureign sinni við Rayo Vallecano. Með sigri hefði Real endurheimt efsta sætið en úr því það mistókst situr Girona með tveggja stiga forskot í efsta sætinu þegar 12. umferðir spænsku úrvalsdeildarinnar hafa verið spilaðar. Fótbolti 5. nóvember 2023 22:00
Fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið tryggði sigur Þrátt fyrir mikla yfirburði mátti Fiorentina þola 0-1 tap gegn Juventus á Artemio Franchi leikvanginum í 11. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tvítugur leikmaður uppalinn hjá Juventus skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og tryggði sigurinn. Fótbolti 5. nóvember 2023 21:43
Luis Díaz biðlaði til mannræningjanna að láta föður sinn lausan Luis Díaz sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hann biðlar til kólumbísku skæruliðasamtakanna Ejercito de Liberacion Nacional (ELN) að sleppa föður sínum en hann hefur verið í haldi mannræningja í rúma viku. Enski boltinn 5. nóvember 2023 21:15
Samúel skoraði fyrir framan líklegan kaupanda félagsins Samúel Kári Friðjónsson gekk í augun á líklegum kaupanda Atromitos þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir liðið í 3-1 sigri á Aris. Atromitos sótti þar sinn annan sigur í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Fótbolti 5. nóvember 2023 20:30
Elfsborg mistókst að tryggja sér titilinn Elfsborg hefði getað tryggt sér titilinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag en mistókst að sigra Degerfors, sem féll niður um deild. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Elfsborg leikur því næst úrslitaleik um titilinn gegn Malmö í síðustu umferð tímabilsins. Fótbolti 5. nóvember 2023 19:07
Jafnaði leikinn í uppbótartíma og tileinkaði föður sínum markið Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu. Enski boltinn 5. nóvember 2023 18:40
Fékk rautt spjald en studdi liðsfélagana úr stúkunni með blys við hönd Ísak Snær Þorvaldsson var á skotskónum þegar Rosenborg lagði erkifjendur sína Molde 2-1 að velli. Þetta var annar sigur liðsins í röð eftir að hafa fara fimm leiki þar áður án sigurs, Ísak hefur skorað mark í báðum leikjum. Fótbolti 5. nóvember 2023 18:10
Arsenal styður ummæli Arteta og óskar eftir umbótum í dómgæslu Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður. Enski boltinn 5. nóvember 2023 17:39
Pochettino: Ég er viðbúinn hverju sem er Mauricio Pochettino mætir á sinn gamla heimavöll á morgun er Chelsea mætir Tottenham á Tottenham Hotspur leikvangnum. Enski boltinn 5. nóvember 2023 17:01
Orri lagði upp í sigri FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn á af bekknum og gaf stoðsendingu í sigri FCK gegn Randers í dönsku knattspyrnunni í dag. Fótbolti 5. nóvember 2023 16:58
Glódís spilaði allan leikinn í sigri á Wolfsburg Bayern Munchen og Wolfsburg mættust í þýsku kvenna knattspyrnunni í dag þar sem Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, var auðvitað í byrjunarliðinu. Fótbolti 5. nóvember 2023 16:22
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti