Fótbolti

Góður útisigur FCK í Íslendingaslag í Dan­mörku

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stefán Teitur fylgist hér með Mohammed Elyounoussi taka við boltanum í leiknum í dag.
Stefán Teitur fylgist hér með Mohammed Elyounoussi taka við boltanum í leiknum í dag. Vísir/Getty

Meistarar FCK í Danmörku unnu góðan útisigur á Silkeborg þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag. 

Um var að ræða sannkallaðan Íslendingaslag en þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá liðunum. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg en markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á bekk FCK. Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahópi FCK í dag.

FCK kom boltanum í net Silkeborg á 18. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Staðan í hálfleik 0-0 en Magnus Mattsson kom FCK í forystu á 55. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu Christian Sörensen.

Rúnar Alex sat á varamannabekk FCK í dag en hann gekk nýlega til liðs við félagið frá Arsenal.Vísir/Getty

Hinn sænski Victor Claessen tvöfaldaði forystu meistaranna á 64. mínútu en liðið stendur í ströngu þessa dagana og lék fyrri leik sinn gegn Manchester City í Meistaradeildinni í vikunni. Stefán Teitur var tekinn af velli á 83 .mínútu og fimm mínútum síðar bætti Mohamed Elyounoussi þriðja markinu við og innsiglaði 3-0 sigur FCK.

Með sigrinum lyftir FCK upp í efsta sæti dönsku deildarinnar en liðið er með 36 stig líkt og Midyjylland sem á leik til góða. Þá á Bröndby sömuleiðis leik til góða en liðið er tveimur stigum á eftir erkifjendunum frá Kaupmannahöfn. Silkeborg er í 6. sæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×