Slæm staða United eftir dramatískt jafntefli Manchester United og Galatasaray gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. United missti niður tveggja marka forystu í leiknum. Fótbolti 29. nóvember 2023 19:48
Sagði við Ten Hag að sér fyndist gaman að sjá United í vandræðum Spurning sem fréttamaður TNT Sports spurði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hefur vakið talsverða athygli. Fótbolti 29. nóvember 2023 15:30
Fyrrverandi leikmaður Leipzig lést aðeins 25 ára Fyrrverandi leikmaður RB Leipzig og fyrrverandi unglingalandsliðsmaður Þýskalands, Agyemang Diawusie, lést aðeins 25 ára. Fótbolti 29. nóvember 2023 15:00
Þriggja vikna vinna í vaskinn Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. Fótbolti 29. nóvember 2023 14:31
Svona var blaðamannafundur Blika fyrir leikinn gegn Maccabi Tel Aviv Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í 5.umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 29. nóvember 2023 14:00
Segir að leikmenn myndu taka á sig launalækkun til að minnka leikjaálagið Dani Carvajal, varnarmaður Real Madrid, heldur því fram að leikmenn væru til í það að taka á sig launalækkun gegn því að spila færri leiki, minnka álagið og meiðast þar með minna. Fótbolti 29. nóvember 2023 13:00
Guardiola: Þarf ég að segja þetta aftur? Það er nánast daglegt brauð að norski framherjinn Erling Haaland bæti einhvers konar markamet enda raðar hann inn mörkum með Manchester City. Enski boltinn 29. nóvember 2023 12:31
VAR-dómararinn í París í skammarkrókinn Myndbandadómararnir sem störfuðu við leik Paris Saint Germain og Newcastle í Meistaradeildinni í gærkvöldi fá ekki að vinna við leik í kvöld eins og þeir áttu að gera. Fótbolti 29. nóvember 2023 11:30
Ákvörðun UEFA kom vallarstjóra Laugardalsvallar á óvart: „Virkilegt högg“ Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi. Fótbolti 29. nóvember 2023 11:10
Garnacho gaf ungum strák skóna sem hann skoraði undramarkið í Argentínska ungstirnið Alejandro Garnacho var alveg til í að gefa skóna sína frá því í leiknum á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 29. nóvember 2023 10:30
Blikar munu mæta til leiks gegn Ísraelum Karlalið Breiðabliks mun mæta til leiks og spila við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. Þetta segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en Blikar hafa verið hvattir til að sniðganga leikinn sökum mannúðarkrísunnar fyrir botni Miðjarðarhafs vegna átaka Ísraelshers og Hamas á Gasaströndinni. Sniðganga gæti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Breiðablik. Fótbolti 29. nóvember 2023 10:01
Alex kveður eftir „þrjú frábær ár“ Alex Þór Hauksson hefur spilað sinn síðasta leik með sænska félaginu Öster. Fótbolti 29. nóvember 2023 08:46
Sjáðu vítið umdeilda í París, endurkomur Barca og Man. City og öll hin mörkin Átta leikir fóru fram í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Fótbolti 29. nóvember 2023 08:31
Gömul hetja vill sjá Garnacho hætta að apa eftir Ronaldo Alejandro Garnacho skoraði stórkostlegt mark með bakfallsspyrnu í sigri Manchester United á Everton um helgina, mark sem Cristiano Ronaldo hefði verið mjög stoltur af. Þetta var líka mark sem aðeins maður með hæfileika, hroka og sjálfstraust Ronaldo gæti skorað. Enski boltinn 29. nóvember 2023 07:11
Tíu mínútur í kælingu fyrir kjaftbrúk eða taktísk brot Enska úrvalsdeild karla í knattspyrnu stefnir á að taka upp tíu mínútna kælingu fyrir leikmenn sem fá gult spjald fyrir taktískt brot eða munnsöfnuð. Verður þetta ekki eina breytingin sem tekin verður upp á næstu leiktíð. Enski boltinn 29. nóvember 2023 06:46
Barcelona og Atlético Madríd í sextán liða úrslit Barcelona og Atlético Madríd eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:44
Dortmund áfram eftir góðan sigur í Mílanó Borussia Dortmund vann 3-1 útisigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu og tryggði sér um leið sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:15
Dramatísk vítaspyrna bjargvættur PSG Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:10
Evrópumeistararnir með fullt hús stiga eftir magnaða endurkomu Evrópumeistarar Manchester City þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn RB Leipzig í kvöld þegar liðið vann RB Leipzig 3-2 í Manchester. Staðan í hálfleik var 0-2 en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu sigurinn og fullkominn árangur heimamanna í Meistaradeildinni til þessa. Fótbolti 28. nóvember 2023 22:00
Celtic og Antwerp enn á án sigurs Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Fótbolti 28. nóvember 2023 20:10
Blikar mæta Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu mun fara fram á Kópavogsvelli. Líkt og aðrir heimaleikir Breiðabliks átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli en vetur konungur hefur sett strik í reikninginn. Fótbolti 28. nóvember 2023 19:42
Lið Óskars Hrafns að sækja Hlyn Frey á Hlíðarenda Valur hefur samþykkt tilboð norska efstu deildarliðsins Haugasund í hinn unga og efnilega Hlyn Frey Karlsson. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við stjórn Haugesund þegar tímabilinu í Noregi lýkur. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 19:31
Miðjumaðurinn frá keppni þangað til á nýju ári Fábio Vieira, miðjumaður enska toppliðsins Arsenal, verður frá keppni þangað til á næsta ári. Þetta staðfesti Mikel Arteta, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag. Enski boltinn 28. nóvember 2023 18:00
Fram semur við þá markahæstu í íslenska fótboltanum á árinu Framarar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir komandi sumar og það með því að semja við leikmanninn sem skoraði mest allra, hjá körlum sem konum, á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2023. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 17:15
Mata meistari í tveimur mismunandi löndum á þessu ári Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata er enn að spila og enn að vinna titla. Hann vann deildir í tveimur löndum á þessu ári og endaði með því langa bið sína. Fótbolti 28. nóvember 2023 16:31
Ole kveður KR Ole Martin Nesselquist og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá félaginu til þess að gerast aðalþjálfari hjá liði í heimalandi sínu, Noregi. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 16:09
Guardiola minnist ótrúlegs Venables Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vottaði Terry Venables virðingu sína á blaðamannafundi í gær. Fótbolti 28. nóvember 2023 16:00
Sverrir fær mikið lof fyrir viðbrögð sín á erfiðri stundu fyrir Alexander Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Sverrir Ingi Ingason, leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins FC Midtjylland fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir að hann tók sig til og hughreysti Alexander Lind, leikmann Silkeborgar í leik liðanna á dögunum. Fótbolti 28. nóvember 2023 15:15
Yfirlýsingar að vænta frá KR vegna Ole Martin Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nesselquist sé hættur sem aðstoðarþjálfari karlaliðs KR í fótbolta eru nú á kreiki. Íslenski boltinn 28. nóvember 2023 14:16
„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Fótbolti 28. nóvember 2023 13:30