Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“

„Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland

Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Nik tekur við Blikum

Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sevilla hefur á­huga á Greenwood

Talið er að enski framherjinn Mason Greenwood vilja skipt alfarið yfir til Getafe þar sem hann er á láni frá Manchester United. Talið er að Sevilla ætli að veita Getafe samkeppni um leikmanninn sem spilaði hvorki né æfði í fleiri mánuði eftir að þáverandi kærasta hans sagði hann hafa beitt sig ítrekuðu líkamlegu ofbeldi og birti myndir því til sönnunar.

Fótbolti
Fréttamynd

Austur­ríki á EM

Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“

Sigurður Ragnar Eyjólfs­son hefur í tví­gang rætt við for­ráða­menn knatt­spyrnu­deildar KR varðandi þjálfara­stöðuna hjá karla­liði fé­lagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til fé­lagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfara­stöðuna. Fé­lagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann var eins og pabbi og besti vinur“

Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. 

Fótbolti