Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Solskjær hafnaði Svíum

Svíar eru í leit að landsliðsþjálfara og hefur sú leit gengið illa. Olof Mellberg hafnaði knattspyrnusambandinu á dögunum sem einnig var með Ole Gunnar Solskjær á lista yfir mögulega þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Endar Henderson á Ítalíu?

Jordan Henderson flutti sig um set til Sádi Arabíu í haust frá Liverpool þar sem hann var fyrirliði. Hann vill nú burt þaðan og gæti endað í ítölsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Matić hættur að mæta á æfingar

Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. 

Fótbolti
Fréttamynd

Endurkölluðu Fofana til að lána hann aftur út

Chelsea endurkallaði framherjann David Fofana úr láni frá Union Berlin. Óvíst er þó hvort hann muni spila með liðinu á leiktíðinni, Frakkinn er sagður vera að ganga frá öðrum lánssamningi við Burnley, lið Jóhanns Berg Guðmundssonar í ensku úrvalsdeildinni. 

Enski boltinn