„Það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp“ Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 08:01 Liverpool-menn leyndu ekki vonbrigðum sínum á Anfield í gærkvöld. Getty Liverpool gæti hafa spilað sinn síðasta Evrópuleik á Anfield undir stjórn Jürgens Klopp, þegar liðið steinlá gegn Atalanta í gær, 3-0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Klopp hefur lýst því yfir að hann yfirgefi Liverpool í sumar og allt útlit er fyrir að það geri hann án þess að bæta Evrópudeildarmeistaratitli við þá titla sem liðið hefur safnað undir hans stjórn. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky og fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að liðið eigi að gefast upp á Evrópudeildinni og einbeita sér að kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn sem er hnífjafnt og æsispennandi. „Þetta eru hræðileg úrslit og frammistaða hjá Liverpool,“ skrifaði Carragher á Twitter eftir tapið í gær. „Eina huggunin er sú að eftir svona stórt tap ætti Jürgen að fara alla leið í að nota varaliðið í seinni leiknum og leggja allt í deildina,“ skrifaði Carragher. Carabao Cup: Champions Premier League: 2nd Europa League: 3-0 down on aggregate vs Atalanta FA Cup: Quarter Final How many trophies will Liverpool win in Jurgen Klopp's final season? pic.twitter.com/DM6P76klMB— Mail Sport (@MailSport) April 12, 2024 Annar fyrrverandi varnarmaður Liverpool, Stephen Warnock, lýsti frammistöðu Liverpool sem þeirri verstu frá því að Klopp tók við liðinu fyrir níu árum. „Þetta var að öllum líkindum það versta sem ég hef séð hjá þeim undir stjórn Klopp,“ sagði Warnock við BBC og bætti við: „Liverpool-liðið var slakt. Fór illa með tækifærin þegar það var með boltann og gerði svo mörg mistök um allan völl.“ Klopp leyndi því ekki sjálfur að frammistaðan hefði verið slök hjá Liverpool í gær. „Þetta var léleg frammistaða og þannig er það bara. Margar frammistöður í kvöld voru svona „úps, vá, ég vissi ekki að þeir gætu spilað svona“. Margir leikmenn litu oft út eins og þeir væru einir. Þetta var mjög slæmt,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira