Hálfsjálfvirk rangstöðutækni á næsta tímabili Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. apríl 2024 17:30 Tillagan hlaut einróma samþykki allra félaga ensku úrvalsdeildarinnar. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu að taka í notkun nýja tækni, á næsta tímabili, sem mun aðstoða dómara við ákvarðanir um rangstöður. Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti