Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Enski boltinn 6. janúar 2025 08:00
Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Glódís Perla Viggósdóttir, íþróttamaður ársins 2024, segist finna fyrir svo mikilli ást og hlýju frá íslensku þjóðinni. Ungir aðdáendur fengu tækifæri til að hitta átrúnaðargoð sitt í Kórnum í gær. Hálfgert Glódísar æði hefur gripið um sig. Fótbolti 6. janúar 2025 07:30
Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari sem þjálfari FH og Vals, vill sjá erlendan þjálfara eða Rúnar Kristinsson sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 5. janúar 2025 22:30
„Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, var eðlilega nokkuð ánægður með stigið sem hans menn náðu í þegar þeir heimsóttu topplið Liverpool. Hann vill samt sjá meira frá sínum mönnum sem hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Enski boltinn 5. janúar 2025 20:30
„Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Þetta hefði getað endað verr ef við erum hreinskilnir,“ sagði Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, eftir jafntefli liðsins við erkifjendur sína í Manchester United. Enski boltinn 5. janúar 2025 20:00
„Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ „Við höfum verið réttilega gagnrýndir, staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Við höfum tapað of mikið af stigum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn toppliði Liverpool á Anfield. Enski boltinn 5. janúar 2025 19:35
Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Damir Muminovic fer vel af stað með sínu nýja félagi DPMM, Duli Pengiran Muda Mahkota, í Brúnei. Miðvörðurinn skoraði eftir aðeins sex mínútna leik í sínum fyrsta leik. Fótbolti 5. janúar 2025 17:17
Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad í dag þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslit spænsku bikarkeppninnar í fótbolta, með 2-0 sigri gegn C-deildarliði Ponferradina. Fótbolti 5. janúar 2025 16:29
Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Fulham og Ipswich gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrjú markanna komu af vítapunktinum, þar af jöfnunarmark Fulham í uppbótartíma. Enski boltinn 5. janúar 2025 16:08
Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í einum af skemmtilegri leikjum ensku úrvalsdeildar karla til þessa á leiktíðinni. Enski boltinn 5. janúar 2025 16:02
Amorim segir leikmenn sína hrædda Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár. Enski boltinn 5. janúar 2025 14:32
Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni. Enski boltinn 5. janúar 2025 13:01
Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Ákveðið hefur verið að stórveldaslagur Liverpool og Manchester United fari fram í dag, á Anfield í Liverpool, eftir óvissu vegna mikillar snjókomu. Enski boltinn 5. janúar 2025 11:27
Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. Fótbolti 5. janúar 2025 09:31
„Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var heldur ósáttur með leik sinna manna í 1-1 jafntefli liðsins við Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á laugardag. Enski boltinn 5. janúar 2025 08:02
Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina „Nei,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, einfaldlega aðspurður hvort hans liðið væri komið aftur í gírinn eftir 4-1 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 4. janúar 2025 23:15
Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Birmingham City stefnir hraðbyr á sæti í ensku B-deild karla í fótbolta. Liðið vann 3-0 útisigur á Wigan Athletic í dag þar sem Willum Þór Willumsson skoraði þriðja mark gestanna. Enski boltinn 4. janúar 2025 18:26
Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Brighton & Hove Albion og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Með sigri hefðu Skytturnar getað sett aukna pressu á topplið Liverpool. Enski boltinn 4. janúar 2025 17:00
Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Albert Guðmundsson var á varamannabekk Fiorentina þegar Napoli kom í heimsókn í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Fór það svo að gestirnir unnu þægilegan 3-0 sigur. Fótbolti 4. janúar 2025 16:31
Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Empoli. Fótbolti 4. janúar 2025 16:04
„Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Þór/KA hefur tryggt sér liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að fá Evu Rut Ásþórsdóttur frá Fylki. Íslenski boltinn 4. janúar 2025 15:08
Slæmt gengi gestanna heldur áfram Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni. Enski boltinn 4. janúar 2025 14:33
Meistararnir unnu annan leikinn í röð Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil. Enski boltinn 4. janúar 2025 14:33
Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Newcastle hélt áfram flugi sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Tottenham. Svíinn Alexander Isak virðist óstöðvandi og skoraði sigurmark leiksins. Enski boltinn 4. janúar 2025 14:25
Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. Fótbolti 4. janúar 2025 13:54
Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Mohamed Salah hefur að flestra mati átt algjörlega stórkostlega leiktíð hingað til með toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Tim Sherwood virðist sjá hlutina öðruvísi. Enski boltinn 4. janúar 2025 13:01
KA fær lykilmann úr Eyjum Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila. Íslenski boltinn 4. janúar 2025 10:28
Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Franski miðvörðurinn Wesley Fofana gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea á leiktíðinni. Þessu greindi Enzo Maresca, þjálfari liðsins, frá á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea um helgina. Enski boltinn 4. janúar 2025 09:02
Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir. Fótbolti 4. janúar 2025 08:00
Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Andri Rafn Yeoman hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu um eitt ár. Íslenski boltinn 3. janúar 2025 23:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti