Rukka inn á bílastæði í óþökk sveitarfélags Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka gjald inn á bílastæði við Reykjanesvita. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það. Innlent 11. mars 2022 21:37
Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. Viðskipti innlent 11. mars 2022 12:20
Fimmtán flugfélög með reglulegt flug til Íslands í ár og 25 í sumar Fimmtán flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands reglulega í ár og alls munu 25 bjóða upp á flug til Íslands í sumar. Árið 2019, fyrir heimsfaraldur, voru það fjórtán flugfélög sem flugu allan ársins hring til Íslands, en líkt og í ár voru það 25 flugfélög sem flugu til Íslands sumarið 2019. Viðskipti innlent 10. mars 2022 07:15
Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. Viðskipti innlent 7. mars 2022 13:53
Gunnar og Þórarinn nýir eigendur Hótel Flateyjar Félag í eigu viðskiptafélaganna Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, sem eru meðal annars eigendur fasteignasölunnar RE/MAX á Íslandi, hefur fest kaup á hótel Flatey á Breiðafirði. Þetta herma heimildir Innherja. Klinkið 4. mars 2022 07:31
Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað Skoðun 3. mars 2022 16:00
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. Viðskipti innlent 3. mars 2022 09:44
Vill að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu Björn Steinbekk, drónaflugmaður og markaðsmaður, segir að áhrifavaldar eigi að fá sömu ívilnanir og kvikmyndaiðnaðurinn. Hann hefur þegar borið upp erindið við Lilju Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viðskipti innlent 2. mars 2022 19:29
Hugleiðingar um Djúpveg og Súðavíkurhlíð Nú er stysti mánuður ársins liðinn. Febrúar 2022 telur 28 daga. Skoðun 1. mars 2022 16:30
Guide to Iceland skiptir um nafn Ferðatæknifyrirtækið Guide to Iceland hefur breytt nafni sínu í Travelshift. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 1. mars 2022 15:28
Andskotans áhrifavaldar og drónaskapur! Nú þegar sér fyrir endann á Covid og ferðaþjónustan gerir sig klára til að manna öll möguleg pláss á hótelum, rútum, veitingastöðum og tengdu er vert að koma inn á hóp fólks, innlent og erlent sem hefur átt góðan þátt í því að markaðssetja Ísland með tilkomu samfélagsmiðla og þar af leiðandi átt þátt í að skapa áðurnefnd störf. Já, mikið rétt, andskotans áhrifavaldarnir eins og sumir í ferðaþjónustunni kalla þá. Skoðun 1. mars 2022 14:01
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. Innlent 27. febrúar 2022 10:19
Segir Mjóafjörð vera paradís til að kúpla sig úr borginni um hávetur Ófær fjallvegur og stopular ferjusiglingar koma ekki í veg fyrir að ferðamenn heimsæki einn afskekktasta stað Austurlands um hávetur, innilokaðan Mjóafjörð. Eitt mesta yndi gestanna er að synda í ísköldum sjónum. Lífið 27. febrúar 2022 05:05
Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Innlent 25. febrúar 2022 22:01
Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Innlent 25. febrúar 2022 21:01
Fresta erlendri markaðsherferð vegna átakanna í Úkraínu Íslandsstofa hefur seinkað erlendri markaðsherferð sem til stóð að gangsetja í dag vegna stríðsátakanna við landamæri Úkraínu og Rússlands. Viðskipti innlent 23. febrúar 2022 08:38
Segja umhverfið og útsýnið vera sérstöðu Skógarbaðanna Bandaríski fjölmiðillinn CNN fjallaði í dag um Skógarböðin sem fyrirhugað er að opni í Vaðlaskógi við Akureyri innan skamms. Vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn nú um helgina og aðstandendur baðanna segja að opnað verði innan skamms. Tíska og hönnun 22. febrúar 2022 23:01
Óbólusettir gætu áfram sætt takmörkunum við landamærin Langtímafyrirkomulag sóttvarna á landamærum verður til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þar má vænta mikilla tilslakana og jafnvel algerra afléttinga fyrir bólusetta. Nokkrar útfærslur eru til skoðunar en samkvæmt heimildum fréttastofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólusetta sem koma inn í landið. Innlent 21. febrúar 2022 17:52
Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Innlent 19. febrúar 2022 22:23
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. Innlent 19. febrúar 2022 09:20
Blóðmerar og ímynd Íslands Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. Skoðun 18. febrúar 2022 14:00
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. Viðskipti innlent 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. Innlent 17. febrúar 2022 11:37
Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Innlent 16. febrúar 2022 22:39
Íslandsferð ofurparsins Idris og Sabina Elba vekur athygli Enski leikarinn Idris Elba og fyrirsætan Sabina Elba voru stödd á Íslandi á Valentínusardaginn. Sabina deilir myndskeiði úr ferðinni á Instagram-síðu sinni og virðist sem hjónin hafi verið hæstánægð með dvöl sína á The Retreat, fimm stjörnu lúxushóteli Bláa lónsins í Grindavík. Lífið 16. febrúar 2022 22:21
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. Innlent 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Innlent 15. febrúar 2022 13:04
Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun. Innherji 15. febrúar 2022 10:38
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. Innlent 14. febrúar 2022 22:05
Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. Viðskipti innlent 11. febrúar 2022 14:34
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent