Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit.

Innlent
Fréttamynd

Lítið sem ekkert svigrúm til hækkana

Svigrúm flestra ferðaþjónustufyrirtækja til launahækkana er lítið sem ekkert og geta óábyrgir kjarasamningar haft mjög alvarleg áhrif á rekstrarforsendur þeirra. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs

Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Kreppir að í rekstri hvalaskoðunarfélaga

Afkoma hvalaskoðunarfélaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krónunnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoðunarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstrinum og áframhaldandi samþjöppun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga

Þriggja daga ferðir íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco voru seldar án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra trygginga. Bitnar á viðskiptavinunum. Lagabreytingar sem taka gildi um áramót gera Ferðamálastofu loks kleift að beita þrýstingi á slík fyrirtæki með dagsektum.

Innlent
Fréttamynd

Segir banka á eftir sér og Björk

Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir einstaklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mun færri Kínverjar slasast í umferðinni

Kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir gríðarlegum árangri hafa náðst með aukinni fræðslu og forvörnum.

Innlent