Hættur á ferðamannastöðum Sérstaða Íslands sem ferðamannalands er meðal annars fólgin í því frelsi og óhefta aðgengi sem fólk finnur fyrir þegar það heimsækir landið. Í tilefni slyssins við Látrabjarg á dögunum vil ég lengstra orða biðja þar til bær yfirvöld að hugsa sinn gang áður en farið er að setja upp rammgerðar girðingar og tálmanir hvar sem hætta getur leynst við vinsæla ferðamannastaði. Skoðun 15. júní 2010 06:00
Forsvarsmenn Snowmobile kallaðir til skýrslutöku Forsvarsmenn Snowmobile verða kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi á næstu dögum vegna skosku mæðginana sem týndust á Langjökli fyrir viku. Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys. Innlent 22. febrúar 2010 12:31
Voru úrkula vonar Mæðginin Beata og Jeremy Scott voru búin að gefa upp alla von um að finnast á lífi þegar björgunarsveitarmenn römbuðu fram á þau á Langjökli. Þau áfellast ferðaþjónustufyrirtækið en geta vart orðað þakklætið í garð björgunarmanna. Innlent 17. febrúar 2010 00:01
Skoska konan sá björgunarþyrluna sveima yfir sér Skoska konan sem týndist á Langjökli ásamt ellefu ára syni sínum hátt í átta tíma segist margsinnis hafa séð þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir þeim mæðginum en sökum blindbyls sást ekki til þeirra. Innlent 16. febrúar 2010 19:02
Dvelur enn á Landsspítalanum Skoska konan, sem bjargað var kaldri og hrakinni af Langjökli í fyrrinótt, dvelur enn á Landsspítalanum, en hún hlaut minniháttar kal á höndum. Samkvæmt heimildum fréttastofu dvelur hún þar til öryggis, á meðan hún er að jafna sig á miklu andlegu losti, sem hún varð fyrir. Innlent 16. febrúar 2010 11:52
Fræðsla betri vörn gegn slysum en reglur Aukin fræðsla og opin umræða getur fækkað slysum á hálendinu en reglur hafa lítið að segja, er mat Kristins Ólafssonar framkvæmdastjóra slysavarnafélagsins Landsbjargar. Kristinn segir nauðsynlegt að þeir sem bjóði upp á skipulagðar ferðir upp á jökla og björgunarsveitir þurfi nú að rýna í slysið uppi á Langjökli í sameiningu og reyna að læra af því. Innlent 16. febrúar 2010 02:00
Héldu kyrru fyrir og lifðu af Björgun skoskra mæðgina í vonskuveðri á Langjökli í fyrrinótt var kraftaverki líkust, segir björgunarsveitarmaður sem fann þau. Rétt viðbrögð urðu þeim til lífs. Fararstjóri segir óveður hafa komið fyrr en spáð var. Innlent 16. febrúar 2010 00:01
Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. Innlent 15. febrúar 2010 06:51
Slæmar aðstæður til leitar Hátt í þriðja hundruð manns leituðu að konu og unglingi á Langjökli í gær. Innlent 15. febrúar 2010 00:01
Tæplega 300 manns taka þátt í leitinni Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. Innlent 14. febrúar 2010 20:55
150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. Innlent 14. febrúar 2010 19:18
Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. Innlent 14. febrúar 2010 18:27
Viðvörunarskilti loks sett upp í Reynisfjöru Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal en þar hafa ferðamenn oft verið hætt komin síðustu ár. Í ágúst á seinsta ári voru erlendir ferðamenn hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru. Innlent 17. apríl 2009 13:58
Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Innlent 25. ágúst 2008 12:51
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. Innlent 22. ágúst 2008 13:22
Háhitasvæðin hættulegust ferðamönnum Ferðamenn sem fara í skipulagðar ferðir hjá Kynnisferðum gera sér oft á tíðum ekki grein fyrir þeim hættum sem fylgja háhitasvæðum. „Þau þekkja ekki svæðin eins og við og hlýða ekki almennilega á fyrirmælin heldur vaða gjarnan út fyrir stíga. Þau trúa því ekki að landið geti brotnað undan sér og að vatnið sé svona heitt," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri Kynnisferða. Innlent 7. ágúst 2008 12:02
Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru „Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu. Innlent 29. júlí 2008 14:39
Erlendur ferðamaður heppinn að sleppa úr sjálfheldu Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Reynisfjöru um helgina og var heppinn að sleppa ómeiddur að sögn vitnis. Innlent 15. júlí 2008 15:14
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Innlent 21. maí 2007 03:15
Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana Bandarísk kona lést í fjörunni við Vík í Mýrdal eftir að alda skall á henni og hreif frá landi. Mildi þykir að dóttir konunnar hafi sloppið. Formaður björgunarsveitarinnar í Vík segir að unnið hafi verið að því að koma upp aðvörunarskilti. Innlent 20. maí 2007 00:01