Innlent

Háhitasvæðin hættulegust ferðamönnum

Nanna Hlín skrifar
Ferðamenn á Geysi.
Ferðamenn á Geysi.

Ferðamenn sem fara í skipulagðar ferðir hjá Kynnisferðum gera sér oft á tíðum ekki grein fyrir þeim hættum sem fylgja háhitasvæðum. „Þau þekkja ekki svæðin eins og við og hlýða ekki almennilega á fyrirmælin heldur vaða gjarnan út fyrir stíga. Þau trúa því ekki að landið geti brotnað undan sér og að vatnið sé svona heitt," segir Þórarinn Þór, markaðsstjóri Kynnisferða.

Að hans sögn er upplifun útlendinga sú að hér sé ekkert merkt og engar viðvaranir. Þeir séu vanir því að allt sé lokað eða vandlega merkt á svæðum eins og til dæmis Geysissvæðinu. Önnur hætta sem ferðamenn gera sér ekki grein fyrir eru kröftugar öldurnar í Reynisfjöru en Kynnisferðir hafa boðist til að setja upp skilti þar á eigin kostnað.

Ferðamenn lenda einnig gjarnan í því að festast í ám eins og Krossá í Þórsmörk og nefnir Þórarinn að starfsmenn Kynnisferða þurfi oft að hjálpa ferðamönnum úr slíkum aðstæðum. Þar og á fleiri varhugaverðum stöðum sé þó allt vel merkt en engu að síður reyna ferðamenn oft og tíðum að fara yfir ófærar ár á bílum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×