Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Sonur minn er enginn hommi

Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi fullyrðing mín er sönn. Ég vona hins vegar að þegar að því kemur að hann fari að renna hýru auga í einhverja átt skipti það hvorki hann né aðra nokkru máli í hvaða átt það verður.

Bakþankar
Fréttamynd

Við eigum að vera hrædd

"Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði "mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“

Skoðun
Fréttamynd

Fullorðnumst nú

Að vera herlaus og friðelskandi þjóð ætti að þýða það að hernaði sé hafnað. Ekki að taka sér þétt stöðu með þeim sem eyða frekar fjármunum í drápstól en velferð þegna sinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðkjörnir forsetar

Gallinn hér er sá, að frambjóðandi getur náð meirihluta kjörmanna og þar með kjöri sem forseti þótt hann hafi minni hluta kjósenda að baki sér og jafnvel þótt keppinautur hans hafi fengið fleiri atkvæði en „sigurvegarinn“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hatið mig

Af hverju ekki að taka hvítan, meðalháan millistéttarkarl og drulla rækilega yfir hann í nokkra daga?

Bakþankar
Fréttamynd

Sníðum hnökrana af

Slagirnir, sem lítið ber á, gleymast eða komast ekki upp á yfirborðið en eru ekki síður mikilvægir en þeir sem nú þegar hafa unnist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Notaða druslan mín

Ég lærði að keyra á þessum bíl. Ég skrapaði hliðina á honum á fyrstu viku eftir bílpróf í jólaörtröð í Kringlunni, keyrði í burtu og brýndi fyrir litla bróður mínum að segja engum frá.

Bakþankar
Fréttamynd

Að bora í nefið í beinni útsendingu

Stundum eru Íslendingar eins og bílstjórar í hreyfingarlausum bíl; halda að þeir séu huldir sjónum þeirra sem fyrir utan standa og því taki enginn eftir því þegar þeir bora í nefið og gæða sér jafnvel á útmokstrinum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Barnatrú

Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar og sögu. En trúarleg innræting er hættuleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

#Þöggun

Hefur lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í alvöru skilið skilaboð samfélagsins síðustu misseri með þeim hætti að verið sé að kalla eftir minni umræðu og upplýsingum um kynferðisbrot?

Fastir pennar
Fréttamynd

Annars flokks borgarar

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur verið í miklum ham undanfarið. Það er greinilegt að hann leyfir sér nú, á seinustu metrum síðara kjörtímabilsins, ýmislegt sem hann hefði átt erfiðara með í upphafi þess fyrra. Í heimsókn hans til Afríku í þessari viku hélt hann áfram að koma á óvart. Þar var talað yfir hausamótunum á karlrembum og hommafóbum. Obama sló rækilega á fingur þeirra og sagði þeim að svona gerum við ekki. Flott hjá honum. Eða hvað?

Bakþankar
Fréttamynd

Ef nýja stjórnarskráin…

Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum.

Skoðun
Fréttamynd

Tölvan segir nei

Árlega greina fréttamiðlar frá því að Tryggingastofnun ríkisins þurfi að greiða eða rukka lífeyrisþega vegna of- eða vangreiddra bóta á árinu. Í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að 87 prósent öryrkja og ellilífeyrisþega hefðu fengið ýmist van- eða ofgreiddar bætur á síðasta ári og að 6.500 manns skuldi stofnuninni meira en 100 þúsund krónur eftir endurútreikninga. Á mánudag var svo greint frá því að hluti öryrkja skuldaði yfir eina milljón króna vegna ofgreidds lífeyris.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjölmenningarlandið Ísland

Fréttablaðið birti á mánudag sláandi frétt þar sem fram kom að unglingar foreldra af erlendum uppruna standa í raun höllum fæti í samfélaginu. Þeir eru líklegri til að neyta áfengis, tóbaks og kannabisefna heldur en jafnaldrar þeirra af íslenskum uppruna og eru líklegri til að líta þessi vímuefni jákvæðum augum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þroskamerki

Fram á þrítugsaldur þurfti að draga mig á eyrunum í gönguferðir. Ég man eftir göngu á Keili á barnsárum með foreldrum mínum og frændfólki þar sem ég grét úr mér augun yfir óréttlæti heimsins að ganga fjall í staðinn fyrir að fara í fótbolta. Samt beið mín súkkulaðisnúður á toppnum. Á dauða mínum átti ég von frekar en að ég ætti eftir að hafa gaman af gönguferðum síðar meir en sú er orðin raunin.

Bakþankar
Fréttamynd

Kvennakvótinn

Það er ekki að sjá að vanbúnaðurinn sé nokkur. Einn þekktasti og áhrifamesti Íslendingurinn í kvikmyndagerð og sjálfur ráðherra málaflokksins hafa báðir lýst yfir vilja til framkvæmda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eigingjarnir risar

Menn geta orðið svo uppteknir af eignum sínum að þeir verða argir og einangraðir. Rétt eins og eigingjarni risinn hans Oscars Wilde taka þessir menn öllu áreiti sem einkaeign þeirra verður fyrir afar illa. Engin starfsemi má fara fram í grennd, ekki má komast í sjónfæri við glugga og almennt eru öll ummerki um líf álitin óheppileg.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttlætisgangan

Í Druslugöngunni er gengið til réttlætis og betri tíma. Druslugangan er frelsun frá skömm sem átti aldrei heima hjá þolendum en alltaf hjá gerendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loftárásir

Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættum þessum skrípaleik

Það á að nota tækifærið og leggja niður forneskjulega verðlagsnefnd búvöru og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á – nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi á fínum kontórum í höfuðborginni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef ég væri Kani

Ég veit lítið um baseball en var samt með gæsahúð allan tímann yfir því sem ég sá – af hræðslu fremur en hrifningu. Ég hræðist hvernig manneskja ég væri ef ég væri Kani.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslensk dagskrárgerð

Við höfum tilhneigingu til að skipta hlutum í mikilvæga og ómikilvæga í hlutfalli við alvöru og glens. Allt sem er leiðinlegt og erfitt er gott og uppbyggilegt á meðan það sem er skemmtilegt og leikrænt er ekki gott og líklegra til spillingar og úrkynjunar en uppbyggingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Margspáð fjölgun

Ragnheiður Elín Árnadóttir er ráðherra ferðamála og hefur verið síðan í júní 2013. Óhætt er að segja að um spennandi málaflokk sé að ræða, æ fleiri ferðamenn sækja Ísland heim og þjóðarbúið fær síauknar tekjur frá þeim gestum. Það er því uppgangur í ferðaþjónustu.

Fastir pennar