Hvað á þetta að þýða? Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Þessi orð og mörg fleiri áhrifarík, sönn og merk orð, sagði Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri af því tilefni að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían veitti henni heiðursverðlaun Eddunnar árið 2013. Kristín var að tala um það sem nú er loksins komið í hámæli en það er staða kvenna í íslenskri kvikmyndalist. Kristín er frumkvöðull í sínu starfi og kona sem átti með sönnu heiðurinn skilinn. En hún, eins og svo margar kynsystur hennar, hefði líka átt annað og meira skilið í gegnum tíðina af þeim sem fara með peningavöldin í íslenskri kvikmyndagerð. Kristín brýndi líka konurnar í bransanum til þess að bíða þess ekki að þeim yrðu færð tækifæri úr höndum þessa karllæga samfélags – heldur sækja sér rétt sinn og tækifæri. Kvikmyndalistinni og samfélaginu öllu til heilla. Að gera sitt til þess að gera samfélagið heilt. Konur í íslenskri kvikmyndagerð hafa með sönnu svarað kalli Kristínar og kalli tímans. Kristín hefur ekki heldur ekki látið sitt eftir liggja og vinnur nú að undirbúningi fyrir tökur á nýrri kvikmynd á haustmánuðum. Heilt yfir virðist hlutur kvenna blessunarlega fara vaxandi í íslenskri kvikmyndagerð og er það fyrst og fremst að þakka ötulli baráttu og góðu starfi fjölda kvenna innan greinarinnar. Krafturinn er slíkur að Baltasar Kormákur, einn helsti kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri landsins, viðraði fyrir skömmu þá hugmynd að koma á einhvers konar kynjakvóta til þess að tryggja konum aðgengi að fjármagni til kvikmyndagerðar. Illugi Gunnarsson ráðherra er spenntur fyrir hugmyndum Baltasars og það er með sönnu gott að nú er loks farið að huga að því fyrir alvöru að bæta hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Það fylgir því reyndar smá kjánahrollur, svona einhvers konar samfélagslegur kjánahrollur, að umræðan og hugmyndirnar þurfi að koma frá karlmönnum í lykilstöðum í bransanum en það er kannski sama hvaðan gott kemur. Hitt er öllu verra ef rétt reynist; að rétta eigi hlut kvenna með einhvers konar yfirfalli. Að með því að auka við fjármagn í sjóðnum myndist viðbótarfé sem verði svo eyrnamerkt konum í kvikmyndagerð. Það er hætt við því að með því fari þorri peninganna áfram í karllæg verkefni en viðbótin sem fari til kvenna dugi í besta falli til þess að draga úr þeim baráttuþrekið. „Hvað á þetta að þýða?“ Mætti nú ímynda sér réttsýna konu segja með þjósti. Málið er að ef það er til staðar vilji til þess að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð þá þarf að gera það fyrst og fremst að höfðu samráði við konur og vonandi mun ráðherra hafa það í huga. Það hafa nefnilega verið konur sem hafa búið við þetta misrétti og þær eru því að sönnu best til þess fallnar að rétta óréttlætið. Þær eru líka eflaust best til þess fallnar að rétta hlut áhorfenda sem hafa verið sviknir um veruleika íslenskra kvenna í kvikmyndum í gegnum árin. Nú er því mikilvægt sem aldrei fyrr fyrir konur í íslenskri kvikmyndagerð að láta ekki deigan síga, heldur þvert á móti að nýta sér meðbyrinn. Þá er gott að muna lokaorð eldræðu Kristínar Jóhannesdóttur sem áður var vitnað til: „Fram til sigurs!“
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun