Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Lögfestið þakið

Sjúklingar sem glíma við alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein og þurfa á langvinnri og kostnaðarsamri meðferð að halda hafa ekkert þak á kostnað vegna eigin meðferðar í settum lögum heldur þurfa að reiða sig á reglugerð ráðherra sem breyta má hvenær sem er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað má segja?

Ég var einu sinni á tónlistarhátíð í Gröningen í Hollandi. Þetta árið var Ísland sérstakur miðpunktur og streymdu íslenskir tónlistarmenn á hátíðina en einnig ráðherrar, borgarstjóri, Íslandsstofa og fyrirsvarsfólk tónlistarfagfélaga.

Bakþankar
Fréttamynd

Hver við erum

Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana því að þar er sýnt hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menn treysta því...

Baráttan fyrir náttúruvernd er eilífðarverkefni. Eyðingaröfl mannsins eru sívirk og óþreytandi – menn sem vilja þaulnýta gjafir náttúrunnar með stundargróðann einan að leiðarljósi en hirða ekki um hugsanlegar afleiðingar umsvifanna á vistkerfið. Trúa ekki náttúruvísindamönnum – eða er bara hreinlega sama; finnst það skipta meira máli að hafa það þægilegt hér og nú; mestu varði að "skapa atvinnu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kallakallarnir

Nú eru flestir flokkar að koma sér í gírinn fyrir kosningar og orðið nokkuð ljóst að það verður kosið. Framboðslistar koma fram og allt að verða klárt. Meirihlutinn er örugglega voða fínt fólk sem hefur miklar hugsjónir og allt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrmætur skóli

Peningarnir sem lagðir hafa verið í fyrirtækið Plain Vanilla, eina helstu vonarstjörnu á leikjatölvumarkaði, hafa ekki farið til spillis. Þó að milljarða hlutafé sé í óvissu og fáeinir vel upplýstir fjárfestar sitji hugsanlega eftir með sárt ennið mun þekking og reynsla starfsfólksins lifa.

Fastir pennar
Fréttamynd

13 gef mér, 18 gef mér, sprunginn

Öll kerfi eru þess eðlis að þau hafa takmörk. Flest kerfi eru þó einnig þeim kostum búin að senda frá sér varúðarmerki áður en þau hrynja. Gasblöðrur verða þrútnar og gegnsæjar áður en þær springa. Bílar ryðga áður en þeir hætta að fara í gang. Og svo framvegis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stampy og co

Þrátt fyrir krúttlegan aðdáanda Boga Ágústssonar held ég að fá börn þekki fréttalesara. Krakkar læra ekki föndur í Stundinni okkar heldur á YouTube og fylgjast beint með stjörnum eins og Stampy og Zoella í gengum þeirra vettvang, ekki í gegnum milliliði.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðlindir í þjóðareigu

Skömmu fyrir fundinn í París í desember 2015 þar sem til stóð – og tókst! – að ná alþjóðlegu samkomulagi um varnir gegn frekari hlýnun loftslags birtu forstjórar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington sameiginlega áskorun til heimsbyggðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Komdu bara, vetur!

Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað.

Bakþankar
Fréttamynd

Tímabær mannúð

Tillögur nefndar heilbrigðisráðherra um leiðir til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu eru mikilvægar og löngu tímabærar. Heilbrigðisráðherra lagði skýrslu nefndarinnar fram á Alþingi í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tregur stuðningur minn við vaxtalækkunina

Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið mjög gagnrýninn á stjórnun peningamálastefnunnar víða um heim og síðan 2010-11 hef ég verið sérstaklega gagnrýninn á að Seðlabanki Evrópu hafi haft of mikla aðhaldsstefnu í peningamálum

Fastir pennar
Fréttamynd

Græðgivandi

Allt frá hruni bankanna, með tilheyrandi efnahagslegum hörmungum, hafa þrotabú skaðvaldanna verið að störfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kærasti óskast

Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér.

Bakþankar
Fréttamynd

86.761

Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast "kostnaðarhlutdeild sjúklinga“.

Skoðun
Fréttamynd

Í draumi sérhvers manns

Þegar ég var ungur dreymdi mig oft rómantíska drauma þar sem föngulegar stúlkur voru í aðalhlutverki. Sá hængur var þó á að þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að hafa á mér ímugust mikinn og töldu mig jafnvel hálfvita.

Bakþankar
Fréttamynd

Leyndarmálið

Ekkert okkar er undanþegið því að taka vondar ákvarðanir í lífinu. Ákvarðanir sem við vitum jafnvel í hjarta okkar að eru vondar og okkur jafnvel skaðlegar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Staðalbúnaður

Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá?

Bakþankar
Fréttamynd

Arðbær afurð

Miðar á leiksýningar eru víðast hvar í útlöndum tvöfalt og þrefalt dýrari en hér. Þó skortir ekki metnaðinn í íslensku leikhúsi. Fólk kann að meta þetta og fyllir leikhúsin. Bókaútgáfa er með miklum blóma. Sama gildir um tónlist. Kvikmyndir eru stóriðja, sem ber hróður okkar víða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Merkingarlausar samlíkingar

Þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst skrifaði ég ungæðislega grein í Moggann til að mótmæla skrifum blaðsins. Ég líkti Morgunblaðinu við málgögn þýskra nasista sem hömruðu á lyginni þangað til hún varð að sannleika.

Bakþankar
Fréttamynd

Með lokuð augu

Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna.

Bakþankar
Fréttamynd

Ögmundur á táslunum

Hvað gekk Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, til um síðustu helgi þegar hann mætti skó- og sokkalaus í útvarpsviðtal? Álitsgjafar og fjölmiðlar hafa velt fyrir sér þýðingu atburðarins og stjórnmálaskýrendur hafa átt fullt í fangi með að komast til botns í málinu

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir eru æði

Listin hefur mikið að gefa okkur. Þegar vel tekst til þá auðgar hún andann, eykur með okkur samkennd og samhug, fræðir, þroskar, bætir og kætir. Listin er því mikilvæg samfélaginu og að sama skapi er samfélagið mikilvægt listinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikur að tölum

Kringla heimsins sú er mann­fólkið byggir telur nú rösklega sjö milljarða manna, sjö þúsund milljónir manns. Talan sjö er í þægileg þessu viðfangi vegna þess að samanlögð framleiðsla heimsins er nú um 70 trilljónir Bandaríkjadala á ári, eða m.ö.o. 70.000 milljarðar dala.

Fastir pennar
Fréttamynd

Takk, konur

Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki til einskis

Hvaða afleiðingar hefur það í samfélaginu þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr vegna óþvingaðrar fíknefnaneyslu? Er dauði þessara barna og ungmenna til einskis og halda meðborgarar þeirra áfram eins og ekkert hafi í skorist?

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt?

Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer­ kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi.

Skoðun
Fréttamynd

Innkaupalisti

Að byrja í skóla er stór og mótandi viðburður í lífi sérhvers barns. Tími sem við deilum öll í minningunni en upplifum þó hvert og eitt með ólíkum hætti.

Fastir pennar