Kallakallarnir Logi Bergmann skrifar 3. september 2016 07:00 Nú eru flestir flokkar að koma sér í gírinn fyrir kosningar og orðið nokkuð ljóst að það verður kosið. Framboðslistar koma fram og allt að verða klárt. Meirihlutinn er örugglega voða fínt fólk sem hefur miklar hugsjónir og allt. En mig langar samt að bera fram eina ósk: Eigum við að reyna að fækka kallaköllunum? Ég held að kallakallarnir séu ein helsta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum. Þeir eru ástæðan fyrir því að þingstörfin líta stundum út eins og illa skipulagt barnaafmæli, þrátt fyrir að alltaf séu pólitíkusar að tala um samvinnu-, samráðs- eða samtalsstjórnmál. Hver man ekki eftir stjórnmálamanninum sem montaði sig af því að hafa verið á móti öllum tillögum andstæðinga sinna? Jafnvel þótt hann væri oft sammála þeim.Bannað að taka rökum Segjum að flokkur A leggi fram mál. Flokkar B og C mótmæla og vilja fara aðra leið. Það er mjög ólíklegt að A gefi sig, því reynslan sýnir að ef svo fer munu flokkar B og C hrósa sigri og gera lítið úr A fyrir að hafa breytt málinu. Þá sjaldan þetta gerist er hægt að bóka að einhver sérfræðingurinn úr B eða C mætir og lýsir því yfir að „A hafi nú verið beygður til að gefast upp í þessu máli“. Hvursu klikkað er það að gera lítið úr einhverjum fyrir að taka rökum? Rökum sem maður hefur sjálfur haldið fram! Það er ekki erfitt að þekkja kallakallana. Þeir ganga glottandi úr pontu með sitt síðasta orð og úr svipnum má lesa: Djöfull tók ég hann! Ekkert mál er of lítið og þeir eru til í að taka slag um hluti sem engu máli skipta, snúa útúr og leggja fólki orð í munn. Stjórnmál lúta sömu lögmálum og flest annað; sá sem öskrar hæst fær mesta athyglina. Einn flokkur setti reyndar á stefnuskrá sína fyrir síðustu kosningar að fara gegn þessari öskurapastemningu en því miður virðist ekki hafa verið stemning fyrir honum.Þeir eru alls staðar Kallakallar eru ekki bundnir við flokka. Þeir eru til í öllum flokkum og eru hluti stjórnmála sem gera það að verkum að það er alltof lítið traust og alltof sjaldan sátt, því ekkert jafnast á við átök og erjur. Reyndar eru þeir sérstaklega glaðir um þessar mundir. Flugvallarmálið er himnasending fyrir þá. Í því hafa kallakallar um allt land náð að halda jól, áramót og afmæli. Það er líka svo frábært dæmi um umræðu þar sem ekki er hlustað á rök andstæðinganna, heldur verður bara háværari og háværari þar til enginn man um hvað hún snerist eða hvernig hún byrjaði. Þessi manngerð er tortryggin, frek, þrjósk og hörundsár og er held ég ein helsta ástæða þess að við vorum í köldu stríði löngu eftir að megnið af heiminum var komið langt yfir stofuhita. Enginn vildi gefa eftir til að þurfa ekki að sitja undir háðsglósum andstæðinga sinna. Alltaf var hægt að þrasa aðeins lengur. En það er merkilegt að þetta breytist ekki hraðar. Endurnýjunin á þingi hefur verið ótrúleg. Líklega verða varla fleiri en tíu þingmenn á næsta þingi sem voru þar fyrir tíu árum. Það þætti frekar illa rekið fyrirtæki þar sem afföllin væru jafn mikil og menn hafa sennilega kallað á mannauðsstjóra fyrir minni sakir. Hvernig ætli það sé til dæmis að vera í vinnu þar sem vinnufélagar manns lýsa því reglulega yfir að það komi ekki til greina að starfa með manni þegar mætt verður til vinnu eftir frí? Það virðast flestir á því að ástandið í stjórnmálunum sé ekkert sérstakt. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, en það er ekkert sem segir að hlutum megi ekki breyta og fólk geti ekki gert betur. Þannig að hér er pæling: Eruð þið til í að hætta að vera svona miklir kallakallar?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú eru flestir flokkar að koma sér í gírinn fyrir kosningar og orðið nokkuð ljóst að það verður kosið. Framboðslistar koma fram og allt að verða klárt. Meirihlutinn er örugglega voða fínt fólk sem hefur miklar hugsjónir og allt. En mig langar samt að bera fram eina ósk: Eigum við að reyna að fækka kallaköllunum? Ég held að kallakallarnir séu ein helsta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum. Þeir eru ástæðan fyrir því að þingstörfin líta stundum út eins og illa skipulagt barnaafmæli, þrátt fyrir að alltaf séu pólitíkusar að tala um samvinnu-, samráðs- eða samtalsstjórnmál. Hver man ekki eftir stjórnmálamanninum sem montaði sig af því að hafa verið á móti öllum tillögum andstæðinga sinna? Jafnvel þótt hann væri oft sammála þeim.Bannað að taka rökum Segjum að flokkur A leggi fram mál. Flokkar B og C mótmæla og vilja fara aðra leið. Það er mjög ólíklegt að A gefi sig, því reynslan sýnir að ef svo fer munu flokkar B og C hrósa sigri og gera lítið úr A fyrir að hafa breytt málinu. Þá sjaldan þetta gerist er hægt að bóka að einhver sérfræðingurinn úr B eða C mætir og lýsir því yfir að „A hafi nú verið beygður til að gefast upp í þessu máli“. Hvursu klikkað er það að gera lítið úr einhverjum fyrir að taka rökum? Rökum sem maður hefur sjálfur haldið fram! Það er ekki erfitt að þekkja kallakallana. Þeir ganga glottandi úr pontu með sitt síðasta orð og úr svipnum má lesa: Djöfull tók ég hann! Ekkert mál er of lítið og þeir eru til í að taka slag um hluti sem engu máli skipta, snúa útúr og leggja fólki orð í munn. Stjórnmál lúta sömu lögmálum og flest annað; sá sem öskrar hæst fær mesta athyglina. Einn flokkur setti reyndar á stefnuskrá sína fyrir síðustu kosningar að fara gegn þessari öskurapastemningu en því miður virðist ekki hafa verið stemning fyrir honum.Þeir eru alls staðar Kallakallar eru ekki bundnir við flokka. Þeir eru til í öllum flokkum og eru hluti stjórnmála sem gera það að verkum að það er alltof lítið traust og alltof sjaldan sátt, því ekkert jafnast á við átök og erjur. Reyndar eru þeir sérstaklega glaðir um þessar mundir. Flugvallarmálið er himnasending fyrir þá. Í því hafa kallakallar um allt land náð að halda jól, áramót og afmæli. Það er líka svo frábært dæmi um umræðu þar sem ekki er hlustað á rök andstæðinganna, heldur verður bara háværari og háværari þar til enginn man um hvað hún snerist eða hvernig hún byrjaði. Þessi manngerð er tortryggin, frek, þrjósk og hörundsár og er held ég ein helsta ástæða þess að við vorum í köldu stríði löngu eftir að megnið af heiminum var komið langt yfir stofuhita. Enginn vildi gefa eftir til að þurfa ekki að sitja undir háðsglósum andstæðinga sinna. Alltaf var hægt að þrasa aðeins lengur. En það er merkilegt að þetta breytist ekki hraðar. Endurnýjunin á þingi hefur verið ótrúleg. Líklega verða varla fleiri en tíu þingmenn á næsta þingi sem voru þar fyrir tíu árum. Það þætti frekar illa rekið fyrirtæki þar sem afföllin væru jafn mikil og menn hafa sennilega kallað á mannauðsstjóra fyrir minni sakir. Hvernig ætli það sé til dæmis að vera í vinnu þar sem vinnufélagar manns lýsa því reglulega yfir að það komi ekki til greina að starfa með manni þegar mætt verður til vinnu eftir frí? Það virðast flestir á því að ástandið í stjórnmálunum sé ekkert sérstakt. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, en það er ekkert sem segir að hlutum megi ekki breyta og fólk geti ekki gert betur. Þannig að hér er pæling: Eruð þið til í að hætta að vera svona miklir kallakallar?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.