Reglugerðin verði felld úr gildi Sum mistök eru þess eðlis að þau verða ekki aftur tekin. Önnur eru blessunarlega þannig að það er auðvelt að leiðrétta þau. Öll gerum við mistök og það eru forréttindi að gera mistök sem einfalt er að leiðrétta. Fastir pennar 11. mars 2007 06:00
Efnislegt Pólitík er oft skrýtin skrúfa eins og sést til dæmis í hinu sérstaka auðlindaákvæðismáli. Framsóknarmenn hótuðu semsagt að sprengja ríkisstjórn ef ákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum yrði ekki fest í stjórnarskrá. Bakþankar 11. mars 2007 05:45
Fordómar, lífið á miðjunni, friðlýsing Skerjafjarðar Fordómar er orð sem er geysilega mikið ofnotað. Maður er ekki sammála túleysingjum, þá er maður fordómafullur. Maður gagnrýnir Ísrael, maður er fordómafullur. Maður er ekki sammála þeim sem vilja ritskoða skopmyndir... Fastir pennar 10. mars 2007 19:49
Hlutlaus niðurstaða Sú breyting á stjórnarskrá vegna náttúruauðlinda, sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt, er að formi til dæmi um ámælisverð vinnubrögð. Efnislega sýnist hún hins vegar fela í sér hlutlausa niðurstöðu. Þar af leiðandi ætti hún ekki að vera tilefni mikils ágreinings. Fastir pennar 10. mars 2007 06:00
Stjórn sýndarveruleikans Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991. Fastir pennar 10. mars 2007 05:45
Obama blottar sig, átakanleg kvennakúgun, Hirsi Ali Í ísraelska dagblaðinu Ha´aretz stóð Obama hefði "tekið jafn sterkt til orða og Clinton, sýnt jafn mikinn stuðning og Bush og verið jafn vinsamlegur og Giuliani". Áheyrendur við þetta tilefni voru auðugir gyðingar... Fastir pennar 9. mars 2007 19:54
Fleiri herskáa femínista Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 19. júní er helgaður kvenréttindum og þann 24. október er „kvennafrídagsins" minnst. Getur verið að þörf sé á öllum þessum sérstökum dögum til að hamra á auknum rétti kvenna, rétt eins og þær séu minnihlutahópur? Konur eru jú, um helmingur mannkyns. Fastir pennar 9. mars 2007 09:30
Ævintýri líkast Árið 1991, þegar tekjuskattur á fyrirtæki var 45%, skilaði hann tveimur milljörðum króna í ríkissjóð. Árið 2007, þegar skatturinn er kominn niður í 18%, er gert ráð fyrir, að hann skili 34 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta er ævintýri líkast, eflaust einhver best heppnaða skattalækkun sögunnar. Fastir pennar 9. mars 2007 05:30
Í bíó Ég vann í tvö ár í kvikmyndahúsi með skóla. Það var að flestu leyti mjög óspennandi upplifun, en átti sín móment. Stundum gat ég hlustað heilt kvöld á Gufuna. Einu sinni heyrði ég viðtal við búfræðikennara sem tókst að vitna sex sinnum í Halldór Laxness á tuttugu mínútum, þar á meðal sagði hann „lífið er saltfiskur“. Bakþankar 9. mars 2007 05:15
Breiðara sjónarhorn Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum. Fastir pennar 8. mars 2007 06:15
Ójöfnuður í samhengi II Misskipting verður trúlega heitt kosningamál í Bandaríkjunum 2008. Áhyggjur af auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna hafa gefið demókrötum byr undir báða vængi. Þeir eru frá gamalli tíð flokkur alþýðunnar og repúblikanar flokkur auðmanna. Fastir pennar 8. mars 2007 06:00
Fagra kvenveröld Það er allt í steik. Þetta vitum við öll, og stundum eftir að maður hefur hlustað á fréttirnar finnst manni óhugsandi að hér verði mannapar á kreiki eftir tvö hundruð ár. Að minnsta kosti ekki mannapar í jakkafötum. Græðgi, gróðurhúsa-áhrif og almenn vitleysa verður örugglega búin að útrýma tegundinni, eða breyta í stökkbreytt grey sem vafra um leifar stórborga veifandi frumstæðum kylfum. Bakþankar 8. mars 2007 05:00
Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Lýsenkó var uppáhaldsvísindamaður Stalíns. Hann setti fram kenningar í erfðafræði sem ollu ómældum skaða í sovéskum landbúnaði en samræmdust marxískri rétthugsun um áhrif umhverfisþátta. Og nú spyr maður hvort til sé eitthvað sem heiti kynjuð vísindi? Fastir pennar 7. mars 2007 18:05
Einstaklingsfrelsi og löggæsla stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Fastir pennar 7. mars 2007 06:00
Bissniss og manngæska Ég opna morgunútvarpið og út streymir boðskapur launaðs áróðursmeistara Landsvirkjunar: Íslendingar búa svo vel að eiga hreinar orkulindir í heimi sem er á heljarþröm vegna loftslagshlýnunar, sem stafar af brennslu jarðefna eins og kola og olíu. Fastir pennar 7. mars 2007 05:45
Það var barn í dalnum Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Bakþankar 7. mars 2007 05:30
VG, anarkisminn, Hjálpræðisherinn og íslenska krónan Frá femínistum kemur svo mjög púrítanskur straumur inn í VG. Þetta snýst aðallega um að bjarga föllnum konum frá ógæfu og að kveða niður hið illa sem býr í körlum. Svona er alls ekki nýtt af nálinni... Fastir pennar 6. mars 2007 17:34
Örlög Óperunnar Fáir láta sig gengi Íslensku óperunnar nokkru varða, þótt þessi menningarstofnun eigi að baki aldarfjórðung í starfi og enn lengri forsögu sem teygir sig aftur á nítjándu öld. Þá eins og nú áttu íslenskir söngvarar sér helst starfsvon í útlöndum: viðgangur listformsins í samfélögum Evrópu og Ameríku gat af sér listaverk sem virðast geta hitt fólk í hjartað enn þann dag í dag. Fastir pennar 6. mars 2007 06:15
Celeb Loks hefur það ræst sem marga grunaði: Angeline Jolie vill eignast eitt barn í viðbót við þau þrjú sem hún á fyrir. Það virðist ekki meira en vika síðan hún var ólétt, í gær var hún í flóttamannabúðum í Súdan og í dag er hún sem sagt komin til Víetnam til að ættleiða fjórða barnið. Röskari manneskja er vandfundin. Bakþankar 6. mars 2007 06:00
Um netlögreglu Nú ætla ég ekki að halda því fram að það hafi verið illa meint hjá Steingrími J. Sigfússyni þegar hann talaði um netlögreglu. Ég held ekki að hann hafi verið að boða allsherjar ritskoðun. Hins vegar er ljóst að gera þarf mikið átak ef framfylgja á íslenskum lögum sem banna klám... Fastir pennar 5. mars 2007 17:56
Leikhús fáránleikans Flokksþing Framsóknar breytti ríkisstjórninni í einskonar leikhús fáránleikans. Siv Friðleifsdóttir hótaði stjórnarslitum féllist Sjálfstæðisflokkurinn ekki á að þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tryggð í stjórnarskránni – og sýndi þannig að hugsanlega býr hún yfir meiru en efnilegri fortíð. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því samstundis yfir að Framsókn væri að misnota stjórnarskrána til billegra atkvæðaveiða. Fastir pennar 5. mars 2007 06:00
Landsfundur óákveðinna Almenn samstaða hefur náðst um að landsfundur óákveðinna kjósenda verði annaðhvort haldinn eða ekki haldinn áður en framboðsfrestur fyrir næstu alþingiskosningar rennur út, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera og mun birtast í Morgunblaðinu eftir nokkra daga. Bakþankar 5. mars 2007 00:01
Aftur í Rómarkirkjuna, ógeðsleg verksmiðja, fjölmiðlamóðganir Baldur setur fram róttæka hugmynd – að íslenska kirkjan sameinist aftur kaþólsku kirkjunni í Róm. Margir verða sjálfsagt hissa. En kannski er kominn tími til að setja niður aldagamlar deilur – frá tíma keisara, kónga og fursta? Fastir pennar 4. mars 2007 17:48
Endurtekur sagan sig? Stjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum flokkum. Fastir pennar 4. mars 2007 06:00
Dauð og ómerk sannindi Blaðamaður spyr: „Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir vímuefnaneyslu?“ Bubbi svarar: „Ég hef verið sex ára. Þá byrjaði ég að reykja tóbak [...] af öllum vímugjöfum sem ég hef ánetjast er tóbakið sá vímugjafi sem hefur náð mestum tökum á mér.“ Fastir pennar 3. mars 2007 06:15
Hamingjan er innan í þér Íslendingar eru rík þjóð. Ég held bara vellauðug. Bæði í peningum og mannauði. Þetta hefur okkur tekist hér upp á hjara veraldar og fámenn eins og við erum. Við ferðumst til útlanda, étum á okkur gat, kaupum allar græjurnar, húseignirnar, bílana og raunar allt milli himins og jarðar. Fastir pennar 3. mars 2007 05:00
Verðfangar Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til þess að tala uppi á kössum í stórmörkuðum, taka í höndina á borgurunum og dreifa bæklingum. Bakþankar 3. mars 2007 00:01
Wagner í dragi, ofstækisfullt trúleysi, kosningaauglýsingar Flest börnin halda áfram og fermast – alveg burtséð frá Vinaleiðinni. Sum fermast reyndar "borgaralega" hjá félagsskap sem heitir Siðmennt. Raunar hef ég aldrei skilið af hverju þeir sem eru ekki trúaðir vilja hafa fermingar... Fastir pennar 2. mars 2007 20:58
Tvískinnungur í skólamálum Á tyllidögum er gjarnan talað um mikilvægi menntunar. Rætt er um að menntun sé lykillinn að velsæld lítillar þjóðar og að Íslendingar eigi að skipa sér í fremstu röð þegar kemur að menntun. Fastir pennar 2. mars 2007 10:00
Hamingjusöm og umburðarlynd Síðustu misseri hafa tveir prófessorar á vinstri væng, Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason, málað hér skrattann á vegginn. Stefán kveður ríkisstjórnina hafa aukið ójöfnuð hraðar en herforingjastjórn Pinochets í Chile. Þorvaldur líkir Davíð Oddssyni við Kim Il Sung í Norður-Kóreu. Fastir pennar 2. mars 2007 06:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun