Einstaklingsfrelsi og löggæsla 7. mars 2007 06:00 stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Umræður um nýafstaðinn landsfund Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru ágætt dæmi um pólitíska yfirborðsmennsku. Því er vitaskuld ekki að leyna að þessi stjórnmálaflokkur stendur lengst til vinstri og þaðan kemur boðskapur um meiri ríkisafskipti en annars staðar frá sem auðvelt er að gagnrýna. Málefnaumræða á landsfundi Vinstri grænna bar um sumt svipmót meiri trúar á ríkisafskipti en um nokkurn tíma hefur sést í íslenskri stjórnmálaumræðu. Ef til vill er það fyrst og fremst vottur um að forystumenn flokksins þykjast ekki vera annað en þeir eru. Athyglisverðast er að nánast öll umræða andstæðinga Vinstri grænna hefur snúist um eitt orð sem hrökk af vörum Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. Það er orðið: Netlögregla. Slíkt orð er að vísu ágætlega fallið til útúrsnúninga. Það hefur verið ótæpilega gert með aðdróttunum um að hugsjón formannsins snúist um meiri háttar „stóra bróður" eftirlit með samborgurunum á netinu. Ef menn á hinn bóginn kjósa málefnalega umræðu um þetta efni er stóra spurningin þessi: Var eitthvað í samþykktum Vinstri grænna eða ummælum formannsins sem gefur tilefni til að leggja á þann veg út af notkun þessa orðs? Þegar að því er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Auðvitað getur verið gáleysi af reyndum stjórnmálamanni að nota orð sem er jafn vel fallið til útúrsnúninga eins og það sem hér er vitnað til. En hitt er ómerkilegri pólitík að nota það af engu tilefni til útúrsnúninga og villandi ályktana um það sem augsýnilega var átt við. Nær sanni er að þessi ummæli fólu í sér viðurkenningu á mikilvægi þess að efla löggæslu á þeim nýja tæknivettvangi sem netið er. Það er auðvitað fyrst og fremst tæknibylting til góðs. En hinu er ekki að leyna að hún hefur orðið vettvangur afbrota sem ógna einstaklingsfrelsi. Hefðbundin átakalína í stjórnmálum hefur verið sú að borgaraflokkar hafa verið málsvarar laga og reglna og traustrar og virkrar löggæslu. Vinstriflokkar hafa þar á móti andæft slíkum sjónarmiðum. Þetta eru klassísk átök í pólitík. Þegar formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ræðir í alvöru um að efla verði löggæslu á þessu nýja tæknisviði, þar sem margt bendir til að afbrotamenn standi feti framar en löggæslan, eru það pólitísk tíðindi. Það eru pólitísk tíðindi vegna þess að þau eru merki um að róttækur vinstriflokkur er að teygja sig inn að miðjunni í átt til borgaralegra viðhorfa á þessu sviði. Hugmyndafræði einstaklingsfrelsins felur ekki í sér rétt eins til þess að ganga á rétt annars. Sá réttur nær ekki lengra en að nefi næsta manns. Einstaklingsfrelsi án siðferðilegra viðmiða og leikreglna er ekki mannlegt samfélag. Virk löggæsla sem lýtur lýðræðislegu eftirliti og valdatakmörkunum er því þáttur í að treysta frelsi einstaklinga en ekki brjóta það niður. Vinstri grænt hefur ugglaust um sumt færst lengra til vinstri, en að þessu leyti færðist flokkurinn nær miðju. Fullyrðingar um annað eru dæmi um útúrsnúning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Umræður um nýafstaðinn landsfund Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eru ágætt dæmi um pólitíska yfirborðsmennsku. Því er vitaskuld ekki að leyna að þessi stjórnmálaflokkur stendur lengst til vinstri og þaðan kemur boðskapur um meiri ríkisafskipti en annars staðar frá sem auðvelt er að gagnrýna. Málefnaumræða á landsfundi Vinstri grænna bar um sumt svipmót meiri trúar á ríkisafskipti en um nokkurn tíma hefur sést í íslenskri stjórnmálaumræðu. Ef til vill er það fyrst og fremst vottur um að forystumenn flokksins þykjast ekki vera annað en þeir eru. Athyglisverðast er að nánast öll umræða andstæðinga Vinstri grænna hefur snúist um eitt orð sem hrökk af vörum Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. Það er orðið: Netlögregla. Slíkt orð er að vísu ágætlega fallið til útúrsnúninga. Það hefur verið ótæpilega gert með aðdróttunum um að hugsjón formannsins snúist um meiri háttar „stóra bróður" eftirlit með samborgurunum á netinu. Ef menn á hinn bóginn kjósa málefnalega umræðu um þetta efni er stóra spurningin þessi: Var eitthvað í samþykktum Vinstri grænna eða ummælum formannsins sem gefur tilefni til að leggja á þann veg út af notkun þessa orðs? Þegar að því er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Auðvitað getur verið gáleysi af reyndum stjórnmálamanni að nota orð sem er jafn vel fallið til útúrsnúninga eins og það sem hér er vitnað til. En hitt er ómerkilegri pólitík að nota það af engu tilefni til útúrsnúninga og villandi ályktana um það sem augsýnilega var átt við. Nær sanni er að þessi ummæli fólu í sér viðurkenningu á mikilvægi þess að efla löggæslu á þeim nýja tæknivettvangi sem netið er. Það er auðvitað fyrst og fremst tæknibylting til góðs. En hinu er ekki að leyna að hún hefur orðið vettvangur afbrota sem ógna einstaklingsfrelsi. Hefðbundin átakalína í stjórnmálum hefur verið sú að borgaraflokkar hafa verið málsvarar laga og reglna og traustrar og virkrar löggæslu. Vinstriflokkar hafa þar á móti andæft slíkum sjónarmiðum. Þetta eru klassísk átök í pólitík. Þegar formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs ræðir í alvöru um að efla verði löggæslu á þessu nýja tæknisviði, þar sem margt bendir til að afbrotamenn standi feti framar en löggæslan, eru það pólitísk tíðindi. Það eru pólitísk tíðindi vegna þess að þau eru merki um að róttækur vinstriflokkur er að teygja sig inn að miðjunni í átt til borgaralegra viðhorfa á þessu sviði. Hugmyndafræði einstaklingsfrelsins felur ekki í sér rétt eins til þess að ganga á rétt annars. Sá réttur nær ekki lengra en að nefi næsta manns. Einstaklingsfrelsi án siðferðilegra viðmiða og leikreglna er ekki mannlegt samfélag. Virk löggæsla sem lýtur lýðræðislegu eftirliti og valdatakmörkunum er því þáttur í að treysta frelsi einstaklinga en ekki brjóta það niður. Vinstri grænt hefur ugglaust um sumt færst lengra til vinstri, en að þessu leyti færðist flokkurinn nær miðju. Fullyrðingar um annað eru dæmi um útúrsnúning.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun