Rostungabanar og evra Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann. Bakþankar 16. júlí 2008 09:48
Ey getur kvikur kú Nýlega var í fréttum nokkuð óvenjuleg sveit lögreglumanna, sem valdir voru með sérstökum hætti, ekki eftir rassstærð eins og Þórbergur sagði einu sinni að tíðkaðist á Íslandi heldur eftir öðru sem flestir myndu þó telja vöntun eða skerðingu: það var sem sé sveit blindu lögregluþjónanna í Brussel. Þeir eru sex talsins og í miklum ábyrgðarstöðum. Fastir pennar 16. júlí 2008 06:00
Hver á að taka á móti börnunum? Um helmingur ljósmæðra í landinu hefur sagt upp störfum. Samningar þeirra eru sem kunnugt er lausir en ekki mun standa til að halda næsta samningafund í kjaradeilunni þeirra við ríkið fyrr en um miðbik næsta mánaðar. Fastir pennar 16. júlí 2008 06:00
Stöðugt fækkar í vinahópi krónunnar Fáum blandast orðið hugur um að gjaldmiðill þjóðarinnar er uppspretta mikils óstöðugleika í hagkerfinu. Margítrekað hefur verið bent á hvernig sveiflur í gengi krónunnar skaða starfsumhverfi fyrirtækja, hvort sem þau byggja afkomu sína á inn- eða útflutningi, enda óviðunandi að geta ekki gert áætlanir nema örfáa mánuði fram í tímann. Fastir pennar 16. júlí 2008 00:01
Bjartur í borgarhúsum Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum. Bakþankar 15. júlí 2008 06:00
Mikilvæg opnun Í síðustu viku birti greiningardeild Kaupþings það álit sitt að gengi krónunnar hefði styrkst á undangengnum tveimur vikum fyrir þá sök að vaxtamunarviðskipti hafi orðið möguleg á ný. Sú sæla varð þó heldur skammvinn. Fastir pennar 15. júlí 2008 06:00
Flóttamenn á Íslandi Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Fastir pennar 15. júlí 2008 06:00
Akstursæfinga- aðstöðu strax! Á dögunum var kynnt skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa þar sem fjallað er um þau slys sem urðu í umferðinni hér á landi á liðnu ári og ályktanir dregnar af þeim. Það jákvæða við það sem fram kemur í skýrslunni er að banaslys voru mun færri en verið hefur að jafnaði árin á undan. Fastir pennar 14. júlí 2008 06:15
Forvirkar rannsóknir Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um "Sögu Bretlands frá stríðslokum", segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjórum komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins. Bakþankar 14. júlí 2008 06:00
Skrýtin nefnd og skrýtin viðbrögð Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðingafélagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn "Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna". Fastir pennar 14. júlí 2008 06:00
Hvað er þjóðarsátt? í gær reistu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands minnismerki á Flateyri um Einar Odd Kristjánsson. Mikið þarf til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við. Fastir pennar 13. júlí 2008 06:00
Á sjálfu alnetinu Það er dálítið atriði að fylgja tískunni. Núna er málið að eiga facebooksíðu. Þetta vissi ég fyrir lifandis löngu og benti eiginmanninum reglulega á að í framtíðinni verði þeir ekki til sem ekki eru til á facebook. Ég þóttist skynja að aldursmunur væri farinn að há okkur, enda rúmt ár á milli okkar hjóna. Bakþankar 13. júlí 2008 06:00
Páll í fangi Björns Það var óstoltur Íslendingur sem sat úti í sólinni, horfði á norðlensk fjöll og hlustaði á kvöldfréttir Stöðvar 2 í liðinni viku. „Þeir komu bara, handtóku hann og fluttu hann burt. Nú veit ég ekkert hvenær eða hvort við sjáum hann aftur," sagði grátklökk kona á ensku með fjarlægum hreim. Fastir pennar 12. júlí 2008 06:00
Við Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?" Bakþankar 12. júlí 2008 06:00
Í mat Nokkur sumur á tíunda áratugnum var ég svo heppinn að fá að forframast upp í starf skóflustráks í Pósti og síma. Að húka niðri í skurði með skóflu var ekki ónýtt starf, að minnsta kosti í minningunni. Bakþankar 11. júlí 2008 06:00
Hverjum var boðið? Bandaríska rannsóknastofnunin The Conference Board hefur um 90 ára skeið séð fyrirtækjum um allan heim fyrir hagnýtum upplýsingum um rekstur og afkomu fyrirtækja og þjóða. Fastir pennar 10. júlí 2008 06:00
Seljavallalaug Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Bakþankar 10. júlí 2008 00:01
Bobba, Jóhanna og Bergrún Eitt fegursta orðið í íslensku máli er ljósmóðir. Í því býr mildi og gæska, umhyggja og virðing fyrir lífi. Fæstar konur sem fætt hafa barn gleyma nokkru sinni þeirri konu sem annaðist þær á meðgöngu, spáði í spilin, samgladdist þegar fyrsti hjartslátturinn heyrðist, skildi allar áhyggjur og sefaði kvíðann. Bakþankar 9. júlí 2008 06:00
PPDA í vondum málum Um langt skeið hefur fréttaþulurinn Patrick Poivre d"Arvor verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum Frakklands. Ef einhverjum Íslendingum finnst þetta nafn fulllangt og óþjált í munni má það vera þeim nokkur huggun að það finnst Fransmönnum líka, og því er það gjarnan háttur þeirra, ekki síst í blöðum, að kalla hann einungis „PPDA"; fer þá ekkert á milli mála. Fastir pennar 9. júlí 2008 06:00
Lífið er óvissa Þeir sem skipta um skoðun eru salt jarðar, því það eru þeir sem hafa hugsað málin til hlítar. Þetta er haft eftir sænskum prófessor í stjórnmálafræði, Herbert Tingsten, sem jafnframt var rithöfundur og um tíma aðalritstjóri Dagens Nyheter í Stokkhólmi. Fastir pennar 8. júlí 2008 09:00
Skuggi Skuggason í Skuggasundi Ég hélt að sá tími myndi aldrei koma að ég þyrfti að fara á mótmælafund til að biðja íslensk yfirvöld að stilla sig um að ata hendur sínar saklausu blóði - en það átti fyrir mér að liggja að fara í mótmælastöðu upp í Skuggasund, þar sem dómsmálaráðherra hefur skrifstofu. Ég er ekki að grínast. Bakþankar 7. júlí 2008 06:00
Bændur í kaupstaðarferð Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum öll heimsins gæði innan seilingar. Loks getum við úðað í okkur alls kyns croissant og latte, parmesan og sushi. Bakþankar 2. júlí 2008 06:00
Þögull meirihluti Ég var í hópi þeirra sem beið í ofvæni eftir úrslitaleik EM á sunnudaginn. Þó hafði ég samt afrekað að missa af öllum leikjum mótsins. Ástæða tilhlökkunarinnar var enda fremur bundin við endalok mótsins en úrslitaleikinn sjálfan. Bakþankar 1. júlí 2008 06:30
Útrás skattgreiðenda Um daginn hitti ég stjórnmálamann. Við fórum að tala um bankana. “Það er ekki von að þú skiljir þetta,” sagði stjórnmálamaðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi.“ Bakþankar 30. júní 2008 07:00
Rifist um sátt Þau eru að rífast um Þjóðarsáttina. Hver átti hugmyndina, hverjum ber heiðurinn, hverjir voru leikendur, hver var leikstjórinn. Fastir pennar 30. júní 2008 06:30
Unglingarnir og háþrýstidælan Einhverra hluta vegna átti ég vanda til að hugsa fyrst um unglinga þegar spekingslegar umræður um siðferði manna var að nálgast þá niðurstöðu að heimur versnandi færi. Bakþankar 29. júní 2008 07:00
? Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi. Bakþankar 28. júní 2008 07:00
Slæm tímasetning Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að standa við stefnu þína og orð svo fólk geti treyst þér. Þá skoðun hefur iðnaðarráðherrann nýlega ítrekað í einum af sínum spjallpistlum. Fastir pennar 27. júní 2008 11:28