Þagnameistarinn Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, er furðusmíð. Bókin vitnar um takmarkaðan skilning höfundarins og helzta heimildarmanns hans, fyrrum seðlabankastjóra, á efnahagsmálum. Við þetta bætist vandræðaleg hlutdrægni höfundarins ásamt veikri sannmæliskennd. Að lesa bókina er hálfpartinn eins og að hlusta á Richard Nixon seint um kvöld, en þó án formælinganna, sem voru fangamark Nixons. Styrmir notar engin stóryrði. Fastir pennar 26. nóvember 2009 06:00
Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 26. nóvember 2009 06:00
Brú yfir miðjuna Eftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. Fastir pennar 25. nóvember 2009 06:00
Kjötkrókurinn Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins L"Humanité, sem er e.k. „þjóðhátíð" franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúðinni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistarmenn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrúar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dansaði, enda maður falinn undir pilsinu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna," sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því." Fastir pennar 25. nóvember 2009 06:00
Auðlindin og hugvitið Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Bakþankar 25. nóvember 2009 06:00
Stefnuleysi og virðingarleysi Illa gengur að umgangast skipulag hér á landi með þeim hætti að það geti nýst eins og til er ætlast. Að skipulag sé rammi sem framkvæmdir eigi að rúmast innan og segi fyrir um það hvernig nýta skuli land nú og í framtíðinni. Fastir pennar 24. nóvember 2009 08:00
Forvarnarvinna íþróttafélaga Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Bakþankar 24. nóvember 2009 06:00
Silfurslegið myrkur 38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Bakþankar 23. nóvember 2009 06:00
Frestur er bestur Eitt fjölmargra metnaðarfullra mála ríkisstjórnarinnar er stofnun sérstaks stjórnlagaþings. Slík stofnun hefði það að markmiði að endurskoða stjórnarskrá Íslands í veigamiklum atriðum og felur hugmyndin í sér viðurkenningu á þeirri óþægilegu staðreynd að Alþingi hefur á liðnum árum og áratugum reynst ófært um að koma sér saman um ýmsar mikilvægar breytingar. Ekki má samt gera of lítið úr því sem þó hefur áunnist, til dæmis hefur mannréttindakafli stjórnarskrárinnar verið rækilega endurskoðaður með ágætum árangri. Fastir pennar 23. nóvember 2009 06:00
Hví má ekki leita samstöðu? Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkjandi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Framsóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. Fastir pennar 21. nóvember 2009 06:00
Skrattamálarafélagið Þrátt fyrir nafnið þá er heimssýn einmitt eitt af því sem fólk í samnefndum samtökum deilir ekki. Innan raða fylkingarinnar hafa jaðar- og sérhagsmunahópar íslenskra stjórnmála sameinast, frjálshyggjumenn sem trúa á lágmarksríkið, þjóðernissinnar, gamlir Nató-andstæðingar, bændur og útvegsmenn. Þarna eru því sósíalistar sem hata Evrópusambandið fyrir hve kapítalískt það er og kapítalistar sem nýta hvert tækifæri til að líkja því við Sovétríkin; einstaka fólk sem vill fella niður tolla á landbúnaðarvörur og óttaslegnir framleiðendur þeirra. Fólk sem vill þjóðnýta kvótann og fólk sem á hann. Fastir pennar 20. nóvember 2009 06:00
Sígilt viðfangsefni Þau eru fleiri en tölu verður á komið skiptin sem borgaryfirvöld og hagsmunaaðilar hafa blásið í herlúðra og sagst ætla að efla miðbæinn í Reykjavík. Þessi bæjarhluti virðist aldrei nokkurn tíma búa að nægu afli, alltaf þarf að efla hann meira og meira. Eða efla hann upp á nýtt. Síðast gerðist þetta nú í vikunni þegar borgarstjórinn og formaður nýstofnaðs félags sem heitir Miðborgin okkar skrifuðu undir samning þar um. Þetta nýja félag hefur þann göfuga tilgang að efla verslun, þjónustu og menningu á svæðinu. Fastir pennar 20. nóvember 2009 06:00
Ísland á allra vörum Íslenzk spilling er nú almælt í öðrum löndum. Hvernig ætti annað að vera? Mikill fjöldi útlendinga hefur beðið stórfellt tjón af viðskiptum sínum við íslenzka banka og kallar á upplýsingar og uppgjör og engar refjar. Skaði erlendra lánardrottna bankanna, fjárfesta og annarra er nú talinn nema um fimmfaldri landsframleiðslu Íslands. Við þá tölu þarf að bæta eignatjóninu, sem Íslendingar urðu sjálfir fyrir, þegar bankarnir hrundu, en það er nú metið á um tvöfalda landsframleiðslu. Fjárskaðinn allur er því nú talinn nema um sjöfaldri landsframleiðslu Íslands eins og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur lýst. Reynist þetta mat rétt, hefur ekkert bankahrun í samanlagðri hagsögu heimsins valdið öðru eins fjártjóni miðað við umfang þjóðarbúskaparins, og er þá ýmislegt enn ótalið, svo sem aukin skuldabyrði heimila og fyrirtækja af völdum hrunsins og ýmis kostnaður vegna uppgjörsins. Og þá er enn ótalið það, sem mestu skiptir: álitshnekkir landsins. Hann verður ekki metinn til fjár. Góður orðstír deyr aldregi, segir í Hávamálum. Það getur tekið Ísland langan tíma að endurheimta glataðan orðstír og gagnkvæmt traust innan lands og utan. Fastir pennar 19. nóvember 2009 06:00
Mitt framlag til þjóðfundar Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Bakþankar 19. nóvember 2009 06:00
Nýr staður brýnn Menn segja nú þegar lífeyrissjóðir ætla að fjármagna risaframkvæmd Landspítalans í sunnanverðum Þingholtum að það sé of seint að huga að nýju staðarvali fyrir húsaflæmið. En það er ekki of seint: Fastir pennar 18. nóvember 2009 06:00
Komið að tómum kofunum Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Bakþankar 18. nóvember 2009 06:00
Meirihluti styður viðræðurnar Hreyfingin sem gengur undir því fallega nafni Heimssýn, er með sérstakari söfnuðum landsins. Þar er komið saman fólk sem á það eitt sameiginlegt að vera sammála um hvað það vill ekki. Fastir pennar 17. nóvember 2009 06:30
Vinnufúsu hendurnar Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“ Bakþankar 17. nóvember 2009 06:00
2005-siðferðið Á dögunum skapaðist nokkur úlfaþytur þegar upp komst að fjármálastjóri KSÍ hefði týnt milljónum af kreditkorti sambandsins á strípiklúbbi í Sviss fyrir nokkrum árum. Í kjölfarið var formaður KSÍ kallaður í viðtöl og hélt því fram að núna væru líklega breyttar aðstæður en árið 2005 hefði þetta þótt léttvægt. Fastir pennar 17. nóvember 2009 06:00
Þjóðin getur, vill og mun Á Þjóðfundinum 2009 kom kraftur íslensku þjóðarinnar vel í ljós. Á fundinum kom skýrt fram að þjóðin getur, vill og mun ganga sameinuð og sterk til þess uppbyggingarstarfs sem fram undan er með sameiginleg gildi að leiðarljósi. Fastir pennar 16. nóvember 2009 06:00
Töfrandi hversdagsleiki Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Bakþankar 16. nóvember 2009 06:00
Krónan meira vandamál en stjórnendurnir Þegar sagt er að útflutningsgreinunum sé nauðsynlegt að búa við sveigjanlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krónunni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. Fastir pennar 14. nóvember 2009 11:56
Móðursýkin er í rénun Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sagði litla en merkilega sögu í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hún fjallaði um hversu víða fréttir af meintum hörmungum á Íslandi hafa borist. Með henni tókst Hjálmari á einfaldan hátt að setja hlutina í upplýsandi samhengi. Gefum honum orðið: Fastir pennar 14. nóvember 2009 06:00
Ofvöxtur og bruðl Komandi fjárlög verða gríðarlega erfið enda stefnir aðlögunarþörf ríkissjóðs á árunum 2009-2011 í rúma 140 milljarða króna - 140 þúsund milljónir. Til að ná þessum halla niður hefur ríkisstjórnin ekki nema um tvennt að velja: að grípa til skattahækkana til að auka tekjur og niðurskurðar til að draga úr útgjöldum. Með Stöðugleikasáttmálanum náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvernig skiptingu þessarar miklu byrðar skyldi háttað - en til að ná niður hallanum eiga skattahækkanir að standa undir 45 prósentum af heildarpakkanum en niðurskurður ríkisútgjalda undir 55 prósentum. Til að loka gati upp á 140 milljarða þurfa auknar tekjur því að vera rúmir 60 milljarðar á móti tæplega 80 milljörðum í niðurskurði. Fastir pennar 13. nóvember 2009 06:00
Stúkumennirnir Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." Bakþankar 13. nóvember 2009 06:00
Nú andar suðrið Nú er sól og sumar í Suður-Afríku, sem býst til að halda heimsmeistarakeppni í knattspyrnu um hávetur í júlí 2010. Mótshaldið er talið munu kosta landið um tvo milljarða Bandaríkjadala vegna mannvirkjagerðar, svipaða fjárhæð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi. Skattgreiðendur í Suður-Afríku eru innan við fjórar milljónir talsins, svo að hver og einn þarf að leggja meira en 500 dali að jafnaði til keppninnar. Ekki er vitað, hversu miklum tekjum ferðamenn og sala sjónvarpsréttinda munu skila upp í kostnaðinn, og ekki heldur, hversu vel nýir knattspyrnuvellir með áhorfendarými handa hundruðum þúsunda munu nýtast landinu að lokinni keppni. Suður-Afríkubúar virðast ekki setja það fyrir sig. Afríski boltinn er í sókn. Fastir pennar 12. nóvember 2009 06:00
Dánir og dauðir Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 12. nóvember 2009 06:00
Eigum við að ræða það eitthvað? Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. Fastir pennar 11. nóvember 2009 06:00
Fallinn Ég er því marki brenndur, líkt og margir fleiri, að rogast með hugmyndir sem hafa þann eina tilgang að upphefja sjálfan mig. Þær krefjast þess að ég taki mér sæti með þjáningabræðrum mínum á sjónarhóli þar sem við virðumst nokkru betri en allir aðrir. Ég kalla þá þjáningabræður því venjulega vill það koma fyrir að menn detta af þessum sjónarhóli og það getur verið býsna sárt. Það fékk ég að reyna fyrir stuttu við morgunverðarborðið á kaffihúsi einu í Zújar á Spáni. Bakþankar 11. nóvember 2009 06:00
Einnig þér að kenna Þegar vinkona mín ein var á fermingaraldri bar það eitt sinn við þegar hún kom í skólann, að vinkonur hennar létu sem þær sæju hana ekki. Þegar hún talaði við þær, sneru þær upp á sig og gengu í burtu. Henni þótti þetta í meira lagi furðulegt. Þessi samhenti stelpuhópur var alla jafna glaðvær og ófeiminn að tjá sig. Þar sem þessi stúlka vissi ekki upp á sig neinn ósóma og vinkonurnar virtu hana ekki viðlits, lét hún þær afskiptalausar og blandaði geði við önnur skólasystkini sín. Síðar kom í ljós að ein þeirra var yfir sig skotin í einum skólabróður þeirra, en hafði borist til eyrna að hann væri spenntur fyrir vinkonu minni. Stúlkan tók þetta nærri sér og vinkonurnar fóru í samúðarfýlu, sem birtist með þessum hætti. Vinkonu minni þótti þetta svo fáránlegt, að það tæki því ekki að vera að erfa það. Fastir pennar 10. nóvember 2009 06:00