Krónan meira vandamál en stjórnendurnir Þorsteinn Pálsson skrifar 14. nóvember 2009 11:56 Þegar sagt er að útflutningsgreinunum sé nauðsynlegt að búa við sveigjanlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krónunni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að allar ákvarðanir í peningamálum á þessari öld efldu banka og styrktu innflutning en veiktu útflutningsstarfsemina. Stóra spurningin er því þessi: Hvers vegna notuðu stjórnendur peningamála ekki þennan sveigjanleika sem felst í sjálfstæðri mynt? Satt best að segja var það ekki fyrr en útlendingar stöðvuðu lánaflóðið til landsins að krónan hrundi. Með hæfilegri einföldun geta skýringarnar bara verið tvær. Annaðhvort var ekki unnt að stjórna lítilli mynt í heimi frjálsra fjármagnsflutninga í þágu útflutningsgreinanna eða stjórnendur peningamálanna höfðu einfaldlega ekki áhuga á því. Þeir sem nú vilja halda krónunni sem framtíðarmynt verða að skella skuldinni á stjórnendur peningamálanna bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér. Þegar allrar sanngirni er gætt er þó líklegra að stjórnendur peningamálanna hafi einfaldlega ekki ráðið við að stjórna lítilli mynt í alþjóðlega opnu hagkerfi með hagsmuni sjávarútvegs fremur en viðskiptabanka í huga. Stjórntækin dugðu einfaldlega ekki til þess. Ugglaust hafa stjórnendum peningamálanna verið mislagðar hendur um eitt og annað. En rétt eins og með stjórnendur fyrirtækjanna sýnist krónan sjálf þó hafa verið meira vandamál en þeir. Milli steins og sleggju Efnahags- og viðskiptaráðherra hélt í síðustu viku ræðu um endurreisnina á ráðstefnu sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG gekkst fyrir. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að stjórnendur fyrirtækja hefðu einungis gert ein mistök. Þau voru að taka lán í erlendri mynt. Í ljósi þess hversu erlendar skuldir hafa leikið fyrirtækin grátt er ekki unnt að segja að ráðherrann fari með staðlausa stafi. Hitt er spurning hvort ekki eru fleiri hliðar á málinu. Hvernig má það vera að þorri stjórnenda fyrirtækja geri allir sömu mistökin á sama tíma? Var eitthvað að þeim? Eða, má hitt vera að eitthvað hafi verið að peningakerfinu? Furðu gegnir að lykilspurningar eins og þessar skuli ekki vera brotnar til mergjar í umræðu stjórnmálamanna um endurreisnina. Efnahags- og viðskiptaráðherrann er ekki í öfundsverðri stöðu. Annar stjórnarflokkanna vill varðveita krónuna en hinn taka upp evru. Ráðherrann er þarna á milli steins og sleggju. Þar af leiðir að jafnvel ráðherra efnahagsmála getur ekki haft skoðanir á því máli sem á endanum mun ráða mestu um hvort hér tekst að skapa samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Stjórnarandstöðuflokkarnir notfæra sér ekki ágreininginn í ríkisstjórninni. Ástæðan er einfaldlega sú að innan þeirra eru líka skiptar skoðanir um þessi efni. Samtök atvinnulífsins geta ekki rætt málið vegna innri ágreinings. Rödd Alþýðusambandsins er orðin dauf. Vera má að það vilji ekki reka fleyg á milli stjórnarflokkanna í málinu. Að þessu leyti er Ísland nú í svipaðri málefnakreppu og á fjórða áratug síðustu aldar. Sundurlyndi um stefnuna í peningamálum var ein af ástæðum þess að höftin, sem þá byrjuðu með einfaldri skilasskyldu á gjaldeyri, urðu að þrjátíu ára efnahagsfjötrum. Allir flokkar komu þar við sögu. Kaldi veruleikinn er sá að ekki er unnt að losna undan vandanum með því að ræða hann ekki.Sveigjanleikakenningin Tími er kominn til að menn horfist í augu við þá staðreynd að krónan var meira vandamál í rekstri fyrirtækja á Íslandi en stjórnendur þeirra. Sumir hafa ugglaust tekið of mikla áhættu. Þeir gjalda þess. Sameiginlegur vandi þeirra allra er hins vegar ósamkeppnishæf mynt. Nú er því gjarnan haldið fram af þeim sem skjóta vilja umræðunni um framtíðarstefnu í peningamálum á frest að hvað sem öðru líði hafi sveigjanleiki krónunnar bjargað útflutningsgreinunum. Er málið svo einfalt? Þegar betur er að gáð var það hrun krónunnar miklu fremur en fall bankanna sem kom fyrirtækjunum á knén. Það var hrun krónunnar en ekki fall bankanna sem setti efnahag margra heimila í uppnám. Erlend lán margra útflutningsfyrirtækja eru fryst um þessar mundir. Þegar þau koma úr frystinum og gjalddagarnir skella á er hætt við að þeim muni fækka sem segja að hrun krónunnar hafi verið sérstakur happafengur fryrir sjávarútveginn. Löngu áður en fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir fékk sjávarútvegurinn því framgengt að mega taka afurðalán í erlendri mynt. Markmiðið var að búa atvinnugreininni stöðugra rekstrarumhverfi. Eftir það urðu gengislækkanir tvíeggja sverð. Af þeim getur að sjálfsögðu verið stundarhagur ef skuldirnar hækka ekki um leið. Til lengri tíma litið er stöðugleikinn þó betri kostur. Efnahagsspár segja að enn sjái ekki til þess lands að krónan styrkist. Afnám haftanna er að sönnu skýrt yfirlýst markmið. Enginn hefur þó sýnt fram á að unnt verði að halda krónunni stöðugri án hafta. Menn horfa fram til lækkunar á ofurvöxtum. Hvergi sjást hins vegar rök fyrir því að unnt verði að stjórna krónunni með sambærilegum vöxtum og í viðskiptalöndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar sagt er að útflutningsgreinunum sé nauðsynlegt að búa við sveigjanlega mynt þýðir það á mæltu máli að stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir til að bæta samkeppnisstöðu þeirra. Þeir sem nú tala fyrir krónunni sem framtíðarmynt færa þessi rök helst fram fyrir máli sínu. Í því ljósi er rétt að hafa í huga að allar ákvarðanir í peningamálum á þessari öld efldu banka og styrktu innflutning en veiktu útflutningsstarfsemina. Stóra spurningin er því þessi: Hvers vegna notuðu stjórnendur peningamála ekki þennan sveigjanleika sem felst í sjálfstæðri mynt? Satt best að segja var það ekki fyrr en útlendingar stöðvuðu lánaflóðið til landsins að krónan hrundi. Með hæfilegri einföldun geta skýringarnar bara verið tvær. Annaðhvort var ekki unnt að stjórna lítilli mynt í heimi frjálsra fjármagnsflutninga í þágu útflutningsgreinanna eða stjórnendur peningamálanna höfðu einfaldlega ekki áhuga á því. Þeir sem nú vilja halda krónunni sem framtíðarmynt verða að skella skuldinni á stjórnendur peningamálanna bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér. Þegar allrar sanngirni er gætt er þó líklegra að stjórnendur peningamálanna hafi einfaldlega ekki ráðið við að stjórna lítilli mynt í alþjóðlega opnu hagkerfi með hagsmuni sjávarútvegs fremur en viðskiptabanka í huga. Stjórntækin dugðu einfaldlega ekki til þess. Ugglaust hafa stjórnendum peningamálanna verið mislagðar hendur um eitt og annað. En rétt eins og með stjórnendur fyrirtækjanna sýnist krónan sjálf þó hafa verið meira vandamál en þeir. Milli steins og sleggju Efnahags- og viðskiptaráðherra hélt í síðustu viku ræðu um endurreisnina á ráðstefnu sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG gekkst fyrir. Þar komst hann að þeirri niðurstöðu að stjórnendur fyrirtækja hefðu einungis gert ein mistök. Þau voru að taka lán í erlendri mynt. Í ljósi þess hversu erlendar skuldir hafa leikið fyrirtækin grátt er ekki unnt að segja að ráðherrann fari með staðlausa stafi. Hitt er spurning hvort ekki eru fleiri hliðar á málinu. Hvernig má það vera að þorri stjórnenda fyrirtækja geri allir sömu mistökin á sama tíma? Var eitthvað að þeim? Eða, má hitt vera að eitthvað hafi verið að peningakerfinu? Furðu gegnir að lykilspurningar eins og þessar skuli ekki vera brotnar til mergjar í umræðu stjórnmálamanna um endurreisnina. Efnahags- og viðskiptaráðherrann er ekki í öfundsverðri stöðu. Annar stjórnarflokkanna vill varðveita krónuna en hinn taka upp evru. Ráðherrann er þarna á milli steins og sleggju. Þar af leiðir að jafnvel ráðherra efnahagsmála getur ekki haft skoðanir á því máli sem á endanum mun ráða mestu um hvort hér tekst að skapa samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Stjórnarandstöðuflokkarnir notfæra sér ekki ágreininginn í ríkisstjórninni. Ástæðan er einfaldlega sú að innan þeirra eru líka skiptar skoðanir um þessi efni. Samtök atvinnulífsins geta ekki rætt málið vegna innri ágreinings. Rödd Alþýðusambandsins er orðin dauf. Vera má að það vilji ekki reka fleyg á milli stjórnarflokkanna í málinu. Að þessu leyti er Ísland nú í svipaðri málefnakreppu og á fjórða áratug síðustu aldar. Sundurlyndi um stefnuna í peningamálum var ein af ástæðum þess að höftin, sem þá byrjuðu með einfaldri skilasskyldu á gjaldeyri, urðu að þrjátíu ára efnahagsfjötrum. Allir flokkar komu þar við sögu. Kaldi veruleikinn er sá að ekki er unnt að losna undan vandanum með því að ræða hann ekki.Sveigjanleikakenningin Tími er kominn til að menn horfist í augu við þá staðreynd að krónan var meira vandamál í rekstri fyrirtækja á Íslandi en stjórnendur þeirra. Sumir hafa ugglaust tekið of mikla áhættu. Þeir gjalda þess. Sameiginlegur vandi þeirra allra er hins vegar ósamkeppnishæf mynt. Nú er því gjarnan haldið fram af þeim sem skjóta vilja umræðunni um framtíðarstefnu í peningamálum á frest að hvað sem öðru líði hafi sveigjanleiki krónunnar bjargað útflutningsgreinunum. Er málið svo einfalt? Þegar betur er að gáð var það hrun krónunnar miklu fremur en fall bankanna sem kom fyrirtækjunum á knén. Það var hrun krónunnar en ekki fall bankanna sem setti efnahag margra heimila í uppnám. Erlend lán margra útflutningsfyrirtækja eru fryst um þessar mundir. Þegar þau koma úr frystinum og gjalddagarnir skella á er hætt við að þeim muni fækka sem segja að hrun krónunnar hafi verið sérstakur happafengur fryrir sjávarútveginn. Löngu áður en fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir fékk sjávarútvegurinn því framgengt að mega taka afurðalán í erlendri mynt. Markmiðið var að búa atvinnugreininni stöðugra rekstrarumhverfi. Eftir það urðu gengislækkanir tvíeggja sverð. Af þeim getur að sjálfsögðu verið stundarhagur ef skuldirnar hækka ekki um leið. Til lengri tíma litið er stöðugleikinn þó betri kostur. Efnahagsspár segja að enn sjái ekki til þess lands að krónan styrkist. Afnám haftanna er að sönnu skýrt yfirlýst markmið. Enginn hefur þó sýnt fram á að unnt verði að halda krónunni stöðugri án hafta. Menn horfa fram til lækkunar á ofurvöxtum. Hvergi sjást hins vegar rök fyrir því að unnt verði að stjórna krónunni með sambærilegum vöxtum og í viðskiptalöndunum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun