Komið að tómum kofunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. nóvember 2009 06:00 Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Flestar myndanna voru teknar úti af veðurbörðum húsunum en þær sem voru teknar innandyra gáfu merkilega mynd af lífinu sem einu sinni hafði verið í húsinu. Slitnir gólfdúkar og lúin stigaþrep sögðu sögu af ferðum fólks um húsið og á kolaeldavélinni í eldhúskróknum hafði sjálfsagt verið hellt upp á ófáa kaffibollana. Þarna hafði fólk búið og átt sitt líf þangað til eitthvað varð til þess að það fór og enginn flutti inn í staðinn. Sums staðar var eins og íbúar hússins hefðu einfaldlega staðið upp og farið og skilið eftir húsmuni sína og dót. Upplitaðar gardínur blöktu enn fyrir brotnum gluggum og rúmteppin lágu þvæld á dívaninum. Veðráttan hafði síðan með árunum barið málninguna af og brotið rúður. Fólk horfir misjafnlega til þessara eyðibýla. Einhverjir sjá í þeim rómantík og verða hugfangnir af þeirri sögu sem býr í hverri fjöl. En öðrum finnst sú saga sem þau segja dapurleg og eyðibýlin ömurlegur minnisvarði þess að fólk hafi þurft að gefast upp og yfirgefa heimili sitt. Ósjálfrátt veltir maður auðvitað fyrir sér hvað varð til þess að fólkið fór. Voru það harðir vetur? Veikindi eða fátækt? Síðustu misseri hefur þeim húsum sem enginn býr í fjölgað á Íslandi svo um munar. Steinsteypt, grá og gluggalaus standa þau í röðum. En það er þó munur á þessum „eyðibýlum" sem bæst hafa við því inn í þau flutti aldrei neinn. Þar var aldrei hellt upp á kaffi né hlaupið um stigaþrepin og veðráttan barði ekki utan af þeim málninguna. Þau voru einfaldlega aldrei máluð. Þau segja því allt aðra sögu en eyðibýlin í bókinni. Kannski er þó enn von til þess að hellt verði upp á kaffi í þessum húsum og að saga þeirra endi ekki, áður en hún hófst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Flestar myndanna voru teknar úti af veðurbörðum húsunum en þær sem voru teknar innandyra gáfu merkilega mynd af lífinu sem einu sinni hafði verið í húsinu. Slitnir gólfdúkar og lúin stigaþrep sögðu sögu af ferðum fólks um húsið og á kolaeldavélinni í eldhúskróknum hafði sjálfsagt verið hellt upp á ófáa kaffibollana. Þarna hafði fólk búið og átt sitt líf þangað til eitthvað varð til þess að það fór og enginn flutti inn í staðinn. Sums staðar var eins og íbúar hússins hefðu einfaldlega staðið upp og farið og skilið eftir húsmuni sína og dót. Upplitaðar gardínur blöktu enn fyrir brotnum gluggum og rúmteppin lágu þvæld á dívaninum. Veðráttan hafði síðan með árunum barið málninguna af og brotið rúður. Fólk horfir misjafnlega til þessara eyðibýla. Einhverjir sjá í þeim rómantík og verða hugfangnir af þeirri sögu sem býr í hverri fjöl. En öðrum finnst sú saga sem þau segja dapurleg og eyðibýlin ömurlegur minnisvarði þess að fólk hafi þurft að gefast upp og yfirgefa heimili sitt. Ósjálfrátt veltir maður auðvitað fyrir sér hvað varð til þess að fólkið fór. Voru það harðir vetur? Veikindi eða fátækt? Síðustu misseri hefur þeim húsum sem enginn býr í fjölgað á Íslandi svo um munar. Steinsteypt, grá og gluggalaus standa þau í röðum. En það er þó munur á þessum „eyðibýlum" sem bæst hafa við því inn í þau flutti aldrei neinn. Þar var aldrei hellt upp á kaffi né hlaupið um stigaþrepin og veðráttan barði ekki utan af þeim málninguna. Þau voru einfaldlega aldrei máluð. Þau segja því allt aðra sögu en eyðibýlin í bókinni. Kannski er þó enn von til þess að hellt verði upp á kaffi í þessum húsum og að saga þeirra endi ekki, áður en hún hófst.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun