Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Beitt gagnrýni kallar á svör

Rétt tæpar þrjár vikur eru síðan Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, setti opinberlega fram harða gagnrýni á sjónarmið þau sem virðast ráða för í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Í gagnrýni sinni átelur Páll stjórnvöld fyrir óþarfa svartsýni í væntingum sínum um gengi krónunnar utan hafta, hér séu allar forsendur fyrir því að krónan gæti styrkst fremur en veikst. Þá bendir hann á að í áætluninni um afnám haftanna sem kynnt var sé helst lagt til grundvallar væntingum um gengi krónunnar utan hafta gengi svonefndrar aflandskrónu. Hún gæti þó aldrei talist mælikvarði í þessum efnum, gjaldeyrishöftin viðhaldi lágu gengi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svo skal böl bæta…

Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu "þeim“ að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft "núna búnir að einhverju“: "Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…“ Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…“

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp námu menn

Íslendingar eru uppnámsfús þjóð. Okkur finnst við varla lifa til fulls nema hjartslátturinn dynji í líkingu við það þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði. Við fögnum hverju tækifæri til að geta fundið taugarnar titra og hér er fátt eitt af því sem í boði hefur verið undanfarin ár: Olíusamráð, Icesave, heiðurslaun Alþingis, tvöföldun Reykjanesbrautar, barnýgir kettir, glerhjúpurinn utan á Hörpu, greiðslukortasamráð, Finnur Ingólfsson, meintur dauði norðlensks hunds, fuglaflensa, kennaraskortur, gosframleiðandasamráð, staðgöngumæðrun…

Bakþankar
Fréttamynd

Nýir valkostir

Aðeins liðlega hálft prósent bílaflota landsmanna gengur fyrir öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu eða rétt rúmlega eitt þúsund bílar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu

Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde.

Fastir pennar
Fréttamynd

Halló, tómatsósa!

Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu. Þá kom bíll og keyrði á annan þeirra. Þá sagði hinn: „Halló, tómatsósa!“

Bakþankar
Fréttamynd

Boðberar mannréttinda

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Læknasmók

Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færeyingar setja sér stjórnarskrá

Frændur okkar í Færeyjum búast nú til að setja sér nýja stjórnarskrá. Það hefðu þeir kannski helzt átt að gera strax eftir hrunið þar 1989-93, miklu dýpra hrun en varð hér heima 2008. Hrun Færeyja varð til þess, að landsframleiðslan skrapp saman um þriðjung líkt og gerðist í Sovétríkjunum sálugu um svipað leyti. Fimmti hver Færeyingur flúði land, en helmingur hinna brottfluttu skilaði sér heim aftur nokkru síðar. Hér heima hefur

Fastir pennar
Fréttamynd

Kæra 7 ára barn, hertu þig

Hvernig varð það að viðtekinni hugmynd að börn sem hafa áhuga á að stunda íþróttir stefni almennt á að verða afreksíþróttafólk eða atvinnumenn? Þau skuli öll skara fram úr – með góðu eða illu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ef unga fólkið fer

Niðurstöður evrópsku könnunarinnar Eurobarometer on Youth, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarið, eru fyrir margar sakir merkilegar. Rannsóknin felur í sér bæði jákvæð og neikvæð tíðindi fyrir Íslendinga sem taka ber mark á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sósíalistar dauðans

Um þarsíðustu helgi fóru fram héraðskosningar hér á Spáni og eins og jafnan þegar kosningar fara fram varð ég margs vísari um meðbræður mína.

Bakþankar
Fréttamynd

Fimmtíu árangursrík ár

Hálfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty International var fagnað um helgina. Upphaf þessara merku samtaka má rekja til greinar eftir breska lögfræðinginn Peter Benenson í breska blaðinu Observer undir nafninu Gleymdu fangarnir. Þar hvatti hann fólk til að taka þátt í herferð með það að markmiði að leysa úr haldi samviskufanga, hugtak sem mun reyndar ekki hafa verið notað fyrr en í þessari grein og nær yfir fólk sem situr í fangelsum vegna uppruna eða skoðana. Herferðin sem Benenson hvatti til árið 1961 átti að standa í eitt ár en stendur enn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svaka gott siðferði

Það er viss fegurð í rusli úti við veginn og reykjandi ökumanni ökumanni í umferðinni með gluggana uppi árið 2011. Það sem er á skjön fangar augað og hrífur - nú eða stuðar. Sum erum við sérstaklega veik fyrir misfellum og þyrstir hreinlega í þær í einsleitu umhverfi. Fögnum illa hirtum grasbletti í Garðabæ og skoppandi silíkonbrjóstum í Árnagarði. Allt í stíl getur verið óbærilega leiðinlegt. Þess vegna líður mér hvergi betur en á Hlemmi eða í biðröð eftir Lottó.

Bakþankar
Fréttamynd

Mannhelgisgæslan

Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mesta ógnin við börn á Íslandi

Sagt er að staða barna sé góður mælikvarði á gæði og þroska samfélags, og má til sanns vegar færa. Meðal annars þess vegna ber að fagna því þegar teknar eru saman og birtar upplýsingar sem gefa mynd af stöðu barna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vor og hús

Það fer óneitanlega pínulítið í taugarnar á mér þegar Íslendingar dæsa og stynja af aðdáun á útlensku náttúrufari.

Bakþankar
Fréttamynd

Skammaryrðið stelpa

Fyrir löngu sætti ég mig við það að fyrir mörgum eru íþróttir og karlmennska tengd órjúfanlegum böndum. Ég hef nefnilega fylgst með fótbolta frá því að ég var lítil. Allt frá þeim tíma hef ég þurft að glíma við þá skoðun að íþróttir séu fyrir karla, sérstaklega fótbolti. Þegar ég var sex ára og fór með pabba á völlinn var ég ekki spurð að því hver væri bestur í liðinu – heldur hver væri sætastur. Þó að við pabbi reyndum í sameiningu að koma fólki í skilning um að ég hefði vit á þessu til jafns við önnur börn gekk það ekki alltaf.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað er íslenzki sjávarklasinn?

Kortlagning íslenzka sjávarklasans, sem kynnt var í fyrradag, er þarft verkefni og líklegt til að bæði breyta og skerpa sýn okkar á sjávartengda atvinnustarfsemi á Íslandi. Yfirlýst markmið verkefnisins, sem Háskóli Íslands og ýmis fyrirtæki standa að, er að „kortleggja alla starfsemi í sjávarklasanum, efla vitund, áhuga og samstarf og móta stefnu um sjávarklasann á Íslandi“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varnir gegn gerræði

Árin fram að hruni einkenndust af auknu gerræði af hálfu helztu handhafa framkvæmdarvaldsins. Gerræðið komst í hámæli, þegar þeir vinirnir leiddu Ísland út í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest; þeir voru kóngurinn og presturinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verk í vinnslu

Ákveðinn hóp fólks mætti kalla forfallna dyttara. Þá sem dunda við að dytta að einhverju öllum stundum og fellur aldrei verk úr hendi.

Bakþankar
Fréttamynd

Askan og öryggið

Gosið í Grímsvötnum er nú í rénun og vonandi að það hafi úr þessu lítil áhrif á flugumferð í Evrópu. Truflun á flugumferð í gær var mun minni en þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver sængaði hjá hverjum?

Tvö nöfn eru á allra vörum í Bretlandi um þessar mundir; annars vegar nafn heimsfrægs bresks leikara sem hélt framhjá eiginkonu sinni með sömu vændiskonu og sögð er hafa þjónustað Wayne Rooney; hins vegar nafn fótboltahetju sem hélt framhjá konu sinni með þátttakanda úr Big Brother raunveruleikaþættinum. En hverjar eru þessar breysku stjörnur?

Bakþankar
Fréttamynd

Leikur að Viagra

Ég er með smá öfugsnúið vandamál. Ég og kærastan mín erum frekar dugleg í rúminu og prófum eitthvað nýtt reglulega. Þannig hefur það verið alveg frá því að við kynntumst og við lærum eitthvað nýtt um hvort annað reglulega.

Fastir pennar