Einbýlishús Svarthöfða Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Fastir pennar 25. október 2012 06:00
Að deyja úr kulda Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. "Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn,“ var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda. Bakþankar 24. október 2012 06:00
Tækifæri til sátta Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri. Fastir pennar 24. október 2012 06:00
Jarðtengingin Ég lendi alltaf reglulega í nettum rifrildum við kollegga mína í blaðamannastétt um landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið, þar sem ég bý ásamt fjölskyldu minni og líður vel. Uppvaxtarár hjá foreldrum á Húsavík, þar sem pabbi hefur alla tíð verið rótfastur, og vopnfirskar rætur í móðurætt, eru líklega ástæðan fyrir því að ég finn mig alltaf knúinn til þess að taka til varna þegar landsbyggðin – oftast nær öll innpökkuð í sama orðið – er töluð niður af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Uppspretta deilnanna er mismunandi, eins og gengur, og oft eru það jarðgöng sem vekja reiði og illdeilur. Stundum eitthvað annað, eins og umkvartanir fólks sem býr á landsbyggðinni yfir því að það sé verið að leggja niður grunnheilbrigðisþjónustu sem til þessa hefur verið svo til óumdeilt jafnréttismál í hugum Íslendinga. Fastir pennar 23. október 2012 12:36
Ást er allt í kringum okkur Mín fyrsta minning um Kiirtan var þegar ég sá þetta orð skrifað stórum stöfum á krítartöflu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og nemendur boðnir velkomnir. Mér skildist að sá sem stýrði þessu væri karlmaður með gítar og sítt hár, og fannst þetta allt heldur furðulegt. Á sama tíma vissi ég fátt meira heillandi en harða rokkara með sítt hár sem sungu um dauða og djöful. Þetta Kiirtan virtist samt eitthvað einum of. Bakþankar 23. október 2012 07:00
Skilnaður fremur en girðingar Ráðgjafahópur atvinnuvega- og fjármálaráðherra skilaði í síðustu viku tillögum um heildarumgjörð um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þeirra á meðal eru margar tillögur um hvernig takmarka megi eða koma í veg fyrir áhættusækni í endurreistu bankakerfi, til þess auðvitað að mistökin sem leiddu til hrunsins fyrir fjórum árum endurtaki sig ekki. Fastir pennar 23. október 2012 06:00
Fullorðnir og ADHD Töluverð umræða hefur myndast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlagafrumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá fullorðnum. Þetta hefur nú verið leiðrétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frumvarpsins. Ekki liggur þó endanlega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns. Fastir pennar 23. október 2012 06:00
Jákvætt ferli Kosningaþátttakan í fyrradag var ekki nógu léleg til að hægt sé að hundsa niðurstöðurnar. Hún var kannski ekki stórfengleg en nægileg til að taka verður kosningarnar alvarlega. Fastir pennar 22. október 2012 06:00
Karlarnir á blæjubílunum Ég hef aðeins einu sinni verið útilokaður frá allri umræðu á Azahara kránni í bænum Priego de Cordoba á Suður- Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar miklum vangaveltum um lífsins gang. Það kvöld hafði ég komið til að leita félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro barþjónn var að fylla á kæliskápana og hann því í engum umræðuham. Aðeins einn kúnni sat við barborðið en Bakþankar 22. október 2012 06:00
Fimm mínútna umhugsun = já Félagsskapur heitir Stjórnarskrárfélagið. Það tók að sér sókn og vörn í stjórnarskrármálinu. Á vegum þess hafa birst athyglisverðar auglýsingar sem varpa skýru ljósi á hugsunina að baki því verklagi sem ríkisstjórnin kaus í þessu stóra máli sem kjósendur eiga að lýsa áliti sínu á í dag. Í þeim er staðhæft að ekki taki lengri tíma en fimm mínútur að kynna sér málið. Jafnvel ekki meira en þrjár mínútur. Fastir pennar 20. október 2012 06:00
Falinn hópur Geðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma. Fastir pennar 20. október 2012 06:00
Áfram eða aftur á byrjunarreit Frá stofnun lýðveldisins hefur endurskoðun stjórnarskrár verið á dagskrá. Ekki stóð enda annað til en að stjórnarskráin sem samþykkt var með miklum einhug samfara því að gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins væri til bráðabirgða. Um það vitna fjöldamörg ummæli stjórnmálamanna úr öllum flokkum eins og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur dregið rækilega fram. Fastir pennar 19. október 2012 06:00
Kaliforníuvæðing Kalifornía væri áttunda stærsta hagkerfi heims væri hún sjálfstætt ríki. Með sinn blómlega hátækni- og afþreyingariðnað ætti fylkið að hafa allar forsendur til að vera í ágætum málum fjárhagslega. Reyndin er hins vegar önnur. Kalifornía veður í skuldafeni. Um það eru flestir sammála. Það eru ekki allir jafnsammála um ástæðurnar en beint lýðræði er þó oftar en ekki nefnt sem skýring. Fastir pennar 19. október 2012 06:00
Dýrðin í Hálsaskógi Marteinn skógarmús er erkisósíaldemókrat á skandinavíska vísu, þurr reglugerðarpési sem vill njörva umhverfi sitt niður í lagabálka. Eins konar forræðishyggjumús. Lilli klifurmús hins vegar, hann er listelski skýjaglópurinn og letiblóðið, tórir dag frá degi á litlu öðru en kænskunni, alls kyns dútli og íhlaupavinnu og þiggur fyrir ávexti annarra strits. Hann er afæta á samfélagi dýra. Bakþankar 19. október 2012 00:01
Spurningarnar sem vantar Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn mun þjóðin ekki kjósa um nýja stjórnarskrá, sem hefur verið lögð fyrir hana í fullbúinni mynd. Atkvæðagreiðslan er eingöngu leiðbeinandi fyrir Alþingi, sem mun óhjákvæmilega þurfa að gera breytingar á þeim drögum stjórnlagaráðs sem nú liggja fyrir, sama hvernig atkvæðagreiðslan fer. Fastir pennar 18. október 2012 06:00
Klám er klám er klám Erótíska bókabylgjan sem 50 gráir skuggar hrundu af stað er sögð munu hafa áhrif á bókmenntir eftir og fyrir konur næstu árin. Sölutölur eru svimandi háar og forleggjarar jafnt sem höfundar dansa um með dollaramerki í augum við tilhugsunina um allt það fjármagn sem klámsveltar konur munu færa þeim. Setja upp kryppu ef minnst er á klám í þessu samhengi og veifa orðinu erótík – sem enginn skilur, rétti kvenna til að tjá sig út frá kynferði sínu og ég veit ekki hverju og hverju. Bakþankar 18. október 2012 06:00
Stúlka sem breytir heiminum Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. Fastir pennar 17. október 2012 06:00
Blessaðar kleinurnar Það skrjáfar í yfirhöfnum meðan fólk kemur sér fyrir. Það dregur upp möppur og skriffæri og dreifir úr pappírum á borðin fyrir framan sig. Flestir eru með bókina. Margir með eldri útgáfur, innbundnar með gyllingu og gulnaðar síður, lúnar af notkun. Það eru nokkrar mínútur þangað til tíminn hefst og fólk blaðar í bókunum. Lesgleraugun eru komin á nefið og einhverjir skrafa saman, þarna þekkist annar hver maður, að mér virðist. Bakþankar 17. október 2012 06:00
Kúldrast í kreddum Fordómar. Við höfum þá öll. Þeir eru hluti af eðli okkar, gera okkur kleift að meta aðstæður á örskotsstundu og hegða okkur í samræmi við það mat sem hugur okkar hefur lagt á aðstæður, meðvitað sem ómeðvitað. Þeir geta birst í sérviskulegri andúð, til dæmis á því sem nýtt er, eða vali okkar á gönguleið á síðkvöldum. Þeir geta birst í jákvæðum væntingum til einhvers, en auðvitað einnig neikvæðum. Fordómar, sleggjudómar, hleypidómar, öll þessi orð lýsa því sama; ógrunduðum dómum. Bakþankar 16. október 2012 06:00
Læknar og tæknin Það er merkilegt hversu hratt allri tækniþróun hefur fleygt fram á undanförnum árum og hún hefur sannarlega ekki farið fram hjá læknisfræðinni samhliða því sem hún umbyltir samfélaginu. Í dag erum við vön því að notast við Internetið til að afla okkur upplýsinga og að sjálfsögðu einnig um sjúkdóma, greiningu og horfur. Sjúklingar sem koma til læknis í dag eru vel að sér og búa jafnvel yfir þekkingu sem læknirinn hefur ekki haft ráðrúm til að afla sér. Í sumum tilvikum er einstaklingur með öflugan snjallsíma og 3G tengingu fljótari á netið á stofunni en læknirinn í borðtölvunni. Það eru breyttir tímar og þeir eru skemmtilegir. Fastir pennar 16. október 2012 06:00
Áminning um lærdóm sögunnar Veiting friðarverðlauna Nóbels er oftast nær umdeild – og á að vera það. Norska Nóbelsnefndin hefur oft komið á óvart og oft verið gagnrýnd fyrir val sitt á verðlaunahafa. Ein forsenda þess að Nóbelsverðlaunin eru þau friðarverðlaun sem vekja mesta athygli á heimsvísu er einmitt að valið er ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Fastir pennar 16. október 2012 06:00
Ekki ósnertanlegir Fyrirliði íslensks landsliðs lét hafa eftir sér, hlæjandi, í viðtali í síðustu viku að albanska þjóðin væri mestmegnis glæpamenn og land þeirra væri ekki upp á marga fiska. Albanir voru eðlilega ekki sáttir og í kjölfarið þurftu margir að biðjast afsökunar á ótrúlegu dómgreindarleysi fyrirliðans, meðal annars hann sjálfur. Fastir pennar 15. október 2012 06:00
Óður um þjóð Á dögunum voru hér norskir sveitastjórnarmenn þeirra erinda að kaupa Íslendinga. Þá vantaði gott fólk í álverið sitt – vinnusamt og vel menntað fólk eins og Íslendinga því að nú orðið vill fólkið þeirra víst frekar flytja í stóru borgirnar. ?Hjá okkur er nóg vinna,? sögðu þeir – sem hljómaði kunnuglega – en þeir bjóða líka upp á ýmislegt fleira þarna úti, skilst manni: Þar er líka nógur tími fyrir Fastir pennar 15. október 2012 06:00
Borðaði Jesús pitsu? Ilmurinn var dásamlegur og lagði út á götu og Hagatorg. Lykt af krosskúmeni og kanil fléttaðist hvítlauks-, salvíu- og sítrusilmi. Á borðum safnaðarheimilis Neskirkju á föstudag var kjúklingaréttur, eldaður að hætti Maríu móður Jesú í Nasaret. Næstu föstudaga verður biblíumatur borinn fram og matarmenning Biblíunnar kynnt. Bakþankar 15. október 2012 06:00
Nýtt fjármálakerfi slítur barnskónum Ef marka má síðustu yfirlýsingar valdamesta fólks heimsins, þegar kemur að fjármálakerfum og þróun efnahagsmála, þá er langt í að rekstur fjármálafyrirtækja í Evrópu fari að einkennast af stöðugleika og góðum rekstrarhorfum. Fastir pennar 15. október 2012 00:00
Munur á valdi og viðhorfi Alþingi hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um nýja stjórnarskrá eftir viku. Sumir segja að það verði dagur mesta lýðræðissigurs þjóðarinnar frá upphafi vega. Aðrir halda því fram að Alþingi hafi ákveðið að efna til dýrustu skoðanakönnunar sem sögur fara af. Hvor fullyrðingin er rétt? Eða skiptir það engu máli? Fastir pennar 13. október 2012 06:00
Höfuðsafn á hrakhólum Eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar er húsnæðislaust. Bæði Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið búa við glæsilegan húsakost sem mikill sómi er að meðan náttúrugripasafnið er húsnæðislaust, svo illa húsnæðislaust að hér hefur ekki staðið uppi sýning á safnkostinum síðan árið 2008, ári eftir að lög um Náttúruminjasafn Íslands, sem safnkosturinn heyrir undir, voru samþykkt. Fastir pennar 13. október 2012 06:00
Í meintum var þetta helst Ung stúlka var skotin í höfuðið fyrir utan skólann sinn fyrir að heimta að fá að fara í skóla. Bakþankar 13. október 2012 06:00
Samfélagsleg áhrif kláms Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Fastir pennar 12. október 2012 00:01
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun