Karlarnir á blæjubílunum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. október 2012 06:00 Ég hef aðeins einu sinni verið útilokaður frá allri umræðu á Azahara kránni í bænum Priego de Cordoba á Suður- Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar miklum vangaveltum um lífsins gang. Það kvöld hafði ég komið til að leita félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro barþjónn var að fylla á kæliskápana og hann því í engum umræðuham. Aðeins einn kúnni sat við barborðið en fljótlega eftir að ég tyllti mér niður kom annar ölþyrstur til viðbótar. Ég sat á milli þessara kauða og hugðist nú eggja þá til eldheitra þjóðfélagsumræðna. Ég bar upp hið ögrandi umræðuefni um sjálfstæðisbrölt Katalana en þá litu þessir ölbræður hvor á annan og hófu svo gagnkvæmar yfirheyrslur sem komu mér algjörlega í opna skjöldu. Hvenær tókst þú blæjuna af þínum? Ertu búinn að setja hana upp aftur? Hvenær fórstu síðast með þinn í skoðun? Hvað eyðir þinn miklu? Eftir spurningar á við þessar áttaði ég mig á því hvað sameinaði þessa menn. Þeir eiga líklegast einu en allavega fallegustu blæjubílana í bænum. Ég er reyndar slíkur bílaböðull að ég æski einskis af skrjóð mínum annars en að hann færi mig á áfangastað auk þess sem ég legg ríka áherslu á að geislaspilarinn sé í lagi. Ég var því ekki tekinn gjaldgengur í spekingslegar umræður um þessi hégómlegu farartæki sem ég hafði reyndar oft séð bera þá um bæinn með blaktandi hárlubbann líkt og prinsar í skrúðgöngu. Ég fór að velta því fyrir mér að í raun væri það alveg með ólíkindum að svona staða hefði ekki komið oftar upp á Azahara en þar er fólkið alla jafna frá ólíkustu föðurhúsum og á oft fátt annað sameiginlegt en löngunina til brjóstbirtu. Þarna hittir maður bændur, verkfræðinga og kennara og þarna hitti ég reglulega múslíma nokkra innan um alla kaþólikkana og reyndar eru þarna mótmælendur sjáanlegir líka. Allt er þetta fólk að tala saman í mesta bróðerni um hin ýmsu mál sem brenna á þeim. Aldrei virðist koma babb í bátinn í þessum fjölbreytilega hópi þó sumir eigi eitthvað sem aðra skortir áhuga á og efni til að eignast. Ég þagði þetta kvöld og lét blæjubílaþruglið lenda á mér meðan ég velti því fyrir mér hversu skrítnu hlutir geta sameinað menn. Stundum eru það ánægjan yfir því að eiga blæjubíl en stundum vissan um að öll eigum við sama skaparann og einu skipti hvort hann sé með blæju eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Ég hef aðeins einu sinni verið útilokaður frá allri umræðu á Azahara kránni í bænum Priego de Cordoba á Suður- Spáni. Sú reynsla olli mér reyndar miklum vangaveltum um lífsins gang. Það kvöld hafði ég komið til að leita félagsskapar en svo illa vildi til að Pedro barþjónn var að fylla á kæliskápana og hann því í engum umræðuham. Aðeins einn kúnni sat við barborðið en fljótlega eftir að ég tyllti mér niður kom annar ölþyrstur til viðbótar. Ég sat á milli þessara kauða og hugðist nú eggja þá til eldheitra þjóðfélagsumræðna. Ég bar upp hið ögrandi umræðuefni um sjálfstæðisbrölt Katalana en þá litu þessir ölbræður hvor á annan og hófu svo gagnkvæmar yfirheyrslur sem komu mér algjörlega í opna skjöldu. Hvenær tókst þú blæjuna af þínum? Ertu búinn að setja hana upp aftur? Hvenær fórstu síðast með þinn í skoðun? Hvað eyðir þinn miklu? Eftir spurningar á við þessar áttaði ég mig á því hvað sameinaði þessa menn. Þeir eiga líklegast einu en allavega fallegustu blæjubílana í bænum. Ég er reyndar slíkur bílaböðull að ég æski einskis af skrjóð mínum annars en að hann færi mig á áfangastað auk þess sem ég legg ríka áherslu á að geislaspilarinn sé í lagi. Ég var því ekki tekinn gjaldgengur í spekingslegar umræður um þessi hégómlegu farartæki sem ég hafði reyndar oft séð bera þá um bæinn með blaktandi hárlubbann líkt og prinsar í skrúðgöngu. Ég fór að velta því fyrir mér að í raun væri það alveg með ólíkindum að svona staða hefði ekki komið oftar upp á Azahara en þar er fólkið alla jafna frá ólíkustu föðurhúsum og á oft fátt annað sameiginlegt en löngunina til brjóstbirtu. Þarna hittir maður bændur, verkfræðinga og kennara og þarna hitti ég reglulega múslíma nokkra innan um alla kaþólikkana og reyndar eru þarna mótmælendur sjáanlegir líka. Allt er þetta fólk að tala saman í mesta bróðerni um hin ýmsu mál sem brenna á þeim. Aldrei virðist koma babb í bátinn í þessum fjölbreytilega hópi þó sumir eigi eitthvað sem aðra skortir áhuga á og efni til að eignast. Ég þagði þetta kvöld og lét blæjubílaþruglið lenda á mér meðan ég velti því fyrir mér hversu skrítnu hlutir geta sameinað menn. Stundum eru það ánægjan yfir því að eiga blæjubíl en stundum vissan um að öll eigum við sama skaparann og einu skipti hvort hann sé með blæju eða ekki.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun