Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. Innlent 4. mars 2024 09:07
Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Lífið 4. mars 2024 07:17
Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Lífið 3. mars 2024 18:41
Sonurinn gat ekki kosið Bashar Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. Lífið 3. mars 2024 14:29
Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. Lífið 3. mars 2024 12:00
Skiptar skoðanir netverja á sigrinum: „Meðalgreinda þjóð“ Hera Björk bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í gærkvöldi. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið á sigri hennar en stór hópur fólks lét í sér heyra á X, áður Twitter, eftir að úrslitin voru ljós. Lífið 3. mars 2024 09:42
Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjósendur Bashars kusu Heru Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins. Lífið 3. mars 2024 00:27
Ísland fer niður um sæti hjá veðbönkum Eftir að úrslitin í Söngvakeppninni voru tilkynnt í kvöld fór Ísland niður um eitt sæti í spá veðbanka um sigurvegara Eurovision. Fyrir úrslitin var Ísland talið þriðja líklegasta landið til að vinna Eurovision en fór niður í fjórða sæti eftir að Hera vann. Eins fóru líkur Íslands á sigri úr tíu prósentum í sex prósent. Lífið 2. mars 2024 23:29
Hera Björk keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll. Lífið 2. mars 2024 19:48
Dómnefndin búin að gera upp hug sinn í Söngvakeppninni Sjö tónlistarspekúlantar hafa mikið um það að segja hvaða tvö lög munu berjast um það að verða fulltrúar Íslands í Eurovision árið 2024. Eurovision-kempa er á meðal dómara. Lífið 2. mars 2024 18:32
Þessi skipa dómnefnd Söngvakeppninnar Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af nöfnum þeirra sem sitja í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár. Úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Lífið 2. mars 2024 14:47
Lýsir yfir stuðningi við Bashar: „Ætlum við aldrei að læra neitt?“ Þröstur Leó Gunnarsson leikari fór hörðum orðum um þátttöku Íslands í Eurovision í ljósi átakanna á Gasa í stuðningsyfirlýsingu við Palestínumanninn Bashar Murad, sem hann birti á TikTok reikningi dóttur sinnar í gærkvöldi. Innlent 2. mars 2024 08:56
Vorboðinn ljúfi Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Skoðun 2. mars 2024 07:01
Bashar Murad vill í forsetaframboð Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari. Lífið 1. mars 2024 10:25
Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision. Lífið 29. febrúar 2024 13:30
Áfram Bashar - áfram Ísland! Nú þegar við fylgjumst agndofa með grimmdarlegu þjóðarmorði í Palestínu fyllumst við djúpum sársauka og vonleysi. Íslenska þjóðin stendur með Palestínumönnum þó einstaka rödd heyrist sem segi að við skulum ekki skipta okkur af því sem við getum ekki breytt og kemur okkur ekki við. Skoðun 29. febrúar 2024 13:00
Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. Lífið 29. febrúar 2024 11:27
Mikil líkindi með lögum Heru og Demi Lovato Ekki væri neitt Eurovision án þess að fram komi ásakanir um lagastuld. Nú er lagið Við förum hærra sem Hera Björk syngur í skotlínunni. Tónlist 27. febrúar 2024 14:26
Afi eins af krökkunum hans Klopps söng og dansaði í Eurovision Jayden Danns, einn af krökkunum hans Jürgens Klopp sem spiluðu úrslitaleik enska deildabikarsins, á ansi athyglisverðan afa. Enski boltinn 27. febrúar 2024 13:01
Myndband með framlagi Bashars frumsýnt í gær Flunkunýtt myndband við Wild West, lagið sem Bashar Murad flytur í Söngvakeppni Sjónvarpsins, var frumsýnt með viðhöfn á Kex Hostel í gærkvöldi. Lífið 27. febrúar 2024 11:18
VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Tvíeykið í VÆB, bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi Matthíassynir ætla einir keppenda að flytja lag sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar um helgina. Þeir segjast ekki geta beðið eftir keppninni þar sem þeir munu stíga fyrstir á svið. Lífið 27. febrúar 2024 11:08
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. Lífið 26. febrúar 2024 10:38
Hera og Bashar afdráttarlaus og ætla í Eurovision Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir, sem er meðal þeirra fimm sem keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision, ætlar til Svíþjóðar í lokakeppnina standi hún uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni. Palestínumaðurinn Bashar er á sama máli. Lífið 26. febrúar 2024 02:10
Ísland í fimmta sæti í veðbönkum Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru. Lífið 25. febrúar 2024 10:41
Bashar, Hera Björk og Sigga Ózk komust áfram Seinni undanúrslit Söngvakeppni sjónvarpsins var haldin í kvöld og komust Hera Björk, Bashar og Sigga Ózk áfram. Lífið 24. febrúar 2024 21:43
Skilur gremjuna í garð RÚV, kýs sniðgöngu en vill líka atkvæðin Andrean Sigurgeirsson, sem sér um kóreógrafíu og sviðsetningu í atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni á RÚV, vill að Ísland sniðgangi Eurovision í ár. Hann skilur gremju í garð RÚV en hvetur skoðanabræður sína til að kveikja á Ríkissjónvarpinu í kvöld og kjósa vin sinn. Lífið 24. febrúar 2024 07:01
Ísrael muni frekar draga sig úr keppni Svo gæti farið að Ísrael muni draga sig úr keppni í Eurovision fari svo að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) meti sem svo að lag landsins í keppninni sé of pólitískt. Þetta hefur ísraelska dagblaðið ynet eftir stjórnendum ísraelska sjónvarpsins. Lífið 21. febrúar 2024 16:39
Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi. Lífið 20. febrúar 2024 15:31
VÆB og Aníta komust áfram í Söngvakeppninni Fyrra undanúrslitakvöld söngvakeppnis Ríkisútvarpsins fór fram í kvöld. Flytjendurnir VÆB og Aníta komust áfram og keppa í úrslitum keppninnar þann 2. mars næstkomandi. Lífið 17. febrúar 2024 21:52
Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. Tónlist 17. febrúar 2024 13:36