Lífið

Norskir tví­burar flytja fram­lag Sví­þjóðar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tvíburarnir stóðu keikir á sviðinu.
Tvíburarnir stóðu keikir á sviðinu. Getty

Norsku tvíburarnir Marcus og Martinus sigruðu undankeppni Svía í Eurovision, Melodifestivalen, í kvöld með laginu Unforgettable eða Ógleymanleg. Þeir flytja því framlag Svíþjóðar í Malmö í maí.

Fyrir keppni voru tvíburarnir taldir sigurstranglegastir. Í Melodifestivalen eru fimm undankvöld í febrúar fyrir lokakvöldið sem haldið var í kvöld. Hér að neðan má sjá frammistöðu þeirra Marcus og Marius eftir að úrslitin voru tilkynnt. „Hún er ógleymanleg,“ syngja þeir bræður í viðlaginu, á ensku.

Strákarnir sigruðu með nokkrum yfirburðum. Hlutu alls 177 stig og sigruðu bæði hjá dómnefnd og þjóð. Næst á eftir þeim komu félagarnir í Medina með lagið Que sera og í því þriðja rokkhljómsveitin Smash into pieces með lagið Heroes are calling. Alls kepptu 12 lög í útslitum og höfðu þau öll verið flutt á rétt rúmum klukkutíma. „Ekkert hangs!“ segir viðmælandi Vísis í Svíþjóð.  

Í sænsku undankeppninni er aðeins ein kosning sem ræður úrslitum. Þá fá aðrar þjóðir að gefa stig í keppninni og í ár var Ísland þar á meðal. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.