Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. Lífið 24. febrúar 2023 14:20
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. Lífið 23. febrúar 2023 15:16
Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. Lífið 22. febrúar 2023 09:11
Stjörnulífið: Konudagurinn, frumsýningarpartý og Söngvakeppnin Það var nóg um að vera í síðustu viku og um helgina. Konudagurinn var í gær og fór fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fram á laugardaginn. Lífið 20. febrúar 2023 10:48
Einungis tveimur atkvæðum frá því að komast í úrslitin Flytjendur tveggja laga tryggðu sér í kvöld keppnisrétt í úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Lögin sem áhorfendur völdu áfram eru Lifandi inn í mér með Diljá Pétursdóttur og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga Bergssyni. Tónlist 18. febrúar 2023 21:23
Tíu bestu lögin sem fengu ekki að keppa í Eurovision Íslendingar hafa í gegnum árin verið ansi lélegir í að velja hvaða lag á að keppa fyrir okkar hönd í Eurovision. Atriði sem Evrópa hefur ekki viljað líta við fara út fyrir hönd Íslands á meðan stórkostleg atriði sitja eftir í súpunni. Lífið 18. febrúar 2023 07:01
Feðginin Sigga Ózk og Keli úr Í svörtum fötum tóku lagið saman Söngkonan Sigga Ózk er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum en hún keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 25. febrúar. Sigga á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því faðir hennar er landsþekktur tónlistarmaður. Lífið 17. febrúar 2023 14:14
„Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. Tónlist 15. febrúar 2023 11:31
Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Tónlist 12. febrúar 2023 18:51
Keppendur Söngvakeppninnar trylla leikskóla landsins Það má ætla að hljómsveitin Celebs, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, hafi eignast marga unga aðdáendur á síðustu dögum. Sveitin hefur verið á svokölluðum leikskólatúr á höfuðborgarsvæðinu en í dag eru þau stödd á Vestfjörðum þar sem þau hafa verið bókuð af átta leikskólum. Lífið 10. febrúar 2023 15:04
Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. Lífið 4. febrúar 2023 22:03
Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. Tónlist 4. febrúar 2023 17:01
Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. Lífið 4. febrúar 2023 15:12
Gulu úlfarnir koma fram í Söngvakeppninni Norska hljómsveitin Subwoolfer mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í mars. Hljómsveitin sló í gegn í Eurovision á síðasta ári með laginu Give That Wolf A Banana. Lífið 31. janúar 2023 22:18
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. Lífið 31. janúar 2023 19:40
Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Tónlist 31. janúar 2023 11:45
Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. Lífið 28. janúar 2023 20:33
Veit ekki hvernig lekann bar að Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun. Lífið 27. janúar 2023 17:54
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið 27. janúar 2023 16:28
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Lífið 26. janúar 2023 14:54
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Lífið 26. janúar 2023 10:47
Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Lífið 21. janúar 2023 16:00
Íslenskar systur taka þátt í undankeppni Eurovision í Danmörku Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur munu taka þátt í undankeppni danska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision. Þær kalla sig Eyjaa og ber framlagið nafnið I Was Gonna Marry Him. Lífið 19. janúar 2023 10:04
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. Lífið 9. janúar 2023 15:08
Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Innlent 4. janúar 2023 09:30
Úkraínumenn völdu framlag sitt í sprengjubyrgi Úkraínumenn völdu í gær framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða. Raftónlistartvíeykið Tvorchi fór með sigur af hólmi í forkeppninni, sem haldin var í sprengjubyrgi að þessu sinni. Lífið 18. desember 2022 11:07
Djammið vaknaði af værum blundi Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi. Lífið 14. desember 2022 07:01
Óttist að einungis áhrifavaldar á nærbuxunum komist áfram í Eurovision Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og Eurovision spekingur, segir að breytingar á stigakerfi Eurovision valdi usla hjá fólki. Hann telur þetta þó vera skref í rétta átt. Tónlist 23. nóvember 2022 13:31
Meiriháttar breyting á stigakerfi Eurovision Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. Lífið 22. nóvember 2022 11:28
Ómögulegt að keppa við Sylvíu Nótt: „Vorum eiginlega bara að keppa um annað sætið“ Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Lífið 21. nóvember 2022 20:01