Lífið

Hittu hann á djamminu í Dublin og Mel Gibson bauð Siggu með sér upp á hótelherbergi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostleg saga frá Siggu og Eyfa.
Stórkostleg saga frá Siggu og Eyfa.

Á fimmtudaginn fóru þau Sigga Beinteins og Eyjólfur Kristjánsson yfir fréttir síðustu viku en rifjuðu einnig upp stórkostlega sögu.

Þegar Eyjólfur og Sigga kepptu fyrir Íslands hönd í Dublin árið 1994 með lagið Nætur hittu þau stórleikarann Mel Gibson.

Gibson var á svæðinu þar sem tökur á kvikmyndinni Braveheart voru að klárast en seinna átti hann eftir að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni.

Þegar hópurinn er að koma heim eftir skemmtilega kvöldstund í borginni rekast þau á Gibson úti á plani fyrir utan hótelið þeirra.

„Hann stendur þarna og er að horfa upp í loftið á stjörnurnar. Ég fer svona að honum og býð honum gott kvöld. Hann svarar mér og spyr mig hvort ég sé gaurinn úr þessari söngvakeppni,“ segir Eyfi og heldur áfram.

„Ég ákvað að bjóða honum með á barinn með okkur og hann var heldur betur til í það. Svo förum við inn á barinn og það er búið að loka barnum. Ég fer eitthvað að röfla í gæjanum en svo sér hann Mel fyrir aftan mig og kallar, opnið barinn. Við sátum frá tvö um nóttina til fimm um morguninn, fengum aldrei reikninginn því Gibson sá um hann,“ segir Eyfi.

„Hann bauð mér síðan upp á herbergið sitt en ég afþakkaði bara pent,“ segir Sigga en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Sagan skemmtilega hefst eftir tólf mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×