Lífið

Seldist upp á 36 mínútum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eurovision fer fram í Liverpool dagana 9. til 13. maí næstkomandi.
Eurovision fer fram í Liverpool dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Getty/Peter Byrne

Miðar á lokakvöld Eurovision í Liverpool í maí seldust upp á 36 mínútum í dag. Klukkutíma síðar hafði selst upp á undankeppnirnar og allar æfingarnar fyrir keppnina.

Miðasala á Eurovision í Liverpool hófst á hádegi í dag. Einungis var hægt að kaupa fjóra miða í einu en samt sem áður seldust allir miðarnir á einungis 36 mínútum.

Ljóst er að ekki eru allir sem keyptu miða á leið til Liverpool þar sem fjöldi miða eru strax komnir í endursölu á vefsíðum á borð við Viagogo. Ódýrasti miðinn sem nú er til sölu á síðunni kostar 296 þúsund krónur. Dýrasti miðinn á keppnina kostaði 64 þúsund krónur upphaflega. 

Fyrra undankvöld Eurovision verður þriðjudaginn 9. maí og það seinna, þar sem Diljá Pétursdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd, fer fram fimmtudaginn 11. maí. Úrslitin eru síðan laugardaginn 13. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.