Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Gos­móðan kemur og fer

Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan ekki á förum í bráð

Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig.

Innlent
Fréttamynd

Esjan sést ekki fyrir gos­móðu

Gosmóða liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft og því lítið skyggni á svæðinu. Esjan sem vanalega sést út um gluggann frá höfuðstöðvum fréttastofu er horfin inn í móðuna.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móða suð­vestan­lands og á Suður­landi

Nokkur gosmóða er nú suðvestanlands og á Suðurlandi sem dregur úr skyggni auk þess sem SO2 gasmengun eða brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði. Lögreglan á Suðurnesjum leggur áherslu á að ekki sé farið með ung börn að gosstöðvunum á Reykjanesi en aðstoða þurfti fjölskyldu með tvo lítil úrvinda börn á svæðinu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn

Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 

Innlent
Fréttamynd

Opna inn á gos­stöðvar að nýju

Opnað hefur verið fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla-Hrút að nýju. Lokað var fyrir aðgang klukkan fimm í gær vegna lélegs skyggnis á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stór hraun­pollur vestan við gíginn

Stór hraun­pollur hefur myndast vestan við gíg eld­gossins við Litla Hrút. Rann­sóknar­stofa í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá við Há­skóla Ís­lands hefur birt nýjar myndir af hraun­pollinum.

Innlent
Fréttamynd

Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum

Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka ör­magnaðist á gos­stöðvum

Tölu­verður erill var hjá lög­reglunni á Suður­nesjum á gossvæðinu í gær og í gær­kvöldi. Að­stoða þurfti nokkra göngu­garpa og þá voru ein­hverjir sem ekki hlýddu fyrir­mælum. Ekki gengur vel í öllum til­vikum að biðja fólk að halda sig utan hættu­svæðis.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi

Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Gígbarmurinn brast í nótt

Breytingar urðu á rennslinu í Eldgosinu við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn brast og hraunið rennur nú í nýjum farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst

Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi

Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Mesti mosabruni frá upphafi skráninga

Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Þrír átta­villtir við gosið

Björgunar­sveitir leið­beina nú þremur áttavilltum er­lendum ferða­mönnum við gos­stöðvarnar. Búið er að ná sam­bandi við fólkið sem er norðan megin við Keili og ekki á hættu­svæði.

Innlent
Fréttamynd

Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað

Lög­regla segir að vel hafi gengið eftir að gos­stöðvar voru opnaðar á ný á Reykja­nesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var af­létt eftir há­degi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ó­trú­legt dróna­mynd­band frá Birni Stein­bekk sýnir að enn er tölu­verður kraftur í gosinu.

Innlent