Innlent

750 skjálftar frá mið­nætti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stóri skjálftinn í nótt fanns upp í Borgarfjörð og á Selfossi.
Stóri skjálftinn í nótt fanns upp í Borgarfjörð og á Selfossi. Vísir/Vilhelm

Alls hafa 750 jarðskjálftar mælst á Reykjanesinu frá miðnætti og segir sérfræðingur að virknin hafi aukist aðeins í nótt.

Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að virknin í jarðskjálftunum hafi farið að aukast upp úr klukkan eitt í nótt. „Og núna hafa 750 skjálftar mælst frá miðnætti.“

Hún segir að sá stærsti, 4,2 stig hafi fundist víða, meðal annars á Selfossi og í Borgarfirðinum. Aðspurð hvað sé hægt að lesa í þessa aukningu segir Elísabet: „Þetta er í raun og veru bara áframhald á þessu sem hefur verið í gangi síðustu vikur. Það er kvika á hreyfingu þarna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi og svona sýnir hún sig.“

Alls hafa sjö skjálftar farið yfir þrjú stig frá miðnætti. „Í raun og veru er þetta bara áframhaldandi virkni sem jókst aðeins í nótt,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur.


Tengdar fréttir

Þensla undir Þor­birni og öflugra merki um land­ris

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×