Litli bróðir Donald Trump látinn Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, er látinn 71 árs að aldri. Erlent 16. ágúst 2020 08:21
Póstmálastofnunin segir atkvæði ekki munu skila sér í tæka tíð Póstmálastofnun Bandaríkjanna hefur varað við því að milljónir atkvæða sem send verða með pósti muni ekki skila sér á réttum tíma og því ekki verða talin með í forsetakosningunum sem fara fram 3. nóvember næstkomandi. Erlent 15. ágúst 2020 07:57
Fordæma ummæli Trumps um Harris Framboðsteymi Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hefur fordæmt ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann ýjaði að því að Kamala Harris, sem nýlega var tilkynnt sem varaforsetaefni Biden í baráttunni um Hvíta húsið, væri ekki kjörgeng í embætti varaforseta. Erlent 14. ágúst 2020 22:54
Blæs í glæður umdeildrar kenningar um kjörgengi Harris Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú blásið eldi í glæður afar umdeildrar kenningar sem gengur út á Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden, sé ekki gjaldgeng í embættið. Erlent 14. ágúst 2020 06:48
Banna leiguflug milli Bandaríkjanna og Kúbu Bandaríkjastjórn hefur bannað öll leiguflug frá landinu til eyríkisins Kúbu í Karíbahafi og setur þar með enn meiri þrýsting á ríkisstjórn Raúl Castro. Erlent 13. ágúst 2020 23:54
Trump tengir fjársvelti póstsins við kosningarnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri mótfallinn auknu fjármagni til Póstsins þar í landi. Viðurkenndi hann að það væri svo stofnunin gæti ekki brugðist við auknu álagi vegna fyrirhugaðra póstatkvæðagreiðslna í forsetakosningunum í nóvember. Erlent 13. ágúst 2020 22:00
Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Erlent 13. ágúst 2020 16:22
Vill meira vatnsflæði í sturturnar því hárið þarf að vera fullkomið Ríkisstjórn Bandaríkjanna íhugar nú að slaka á reglum sem segja til um hversu mikið vatnsmagn má flæða um sturtur, eftir kvörtun frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vill auka leyfilegt vatnsmagn í sturtunum þar sem hárið hans þurfi að vera fullkomið. Erlent 13. ágúst 2020 09:02
Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Erlent 12. ágúst 2020 20:04
Yfirgaf pontu vegna skotárásar en sneri fljótt aftur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf óvænt pontu í Hvíta húsinu skömmu eftir að hann hóf blaðamannafund vegna heimsfaraldurs Covid-19. Erlent 10. ágúst 2020 22:46
Viðræður um stuðningsaðgerðir skiluðu engu Viðræður fulltrúa Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi um stuðningsaðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á bandarísk heimili og fyrirtæki sigldu í strand í nótt. Erlent 8. ágúst 2020 08:03
Kínverjar sagðir vilja losna við Trump en Rússar beita sér gegn Biden Yfirmaður einnar leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna telur að kínversk stjórnvöld vonist til þess að Donald Trump nái ekki endurkjöri sem forseti í haust og reynir að beita áhrifum sínum í aðdraganda kosninga í haust. Erlent 7. ágúst 2020 21:30
Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Erlent 7. ágúst 2020 07:39
Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Erlent 6. ágúst 2020 22:43
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Erlent 6. ágúst 2020 07:33
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. Erlent 5. ágúst 2020 23:40
Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Erlent 5. ágúst 2020 20:19
Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. Innlent 5. ágúst 2020 18:52
Fallon tók fyrir „lestarslys“ Trumps Donald Trump Bandaríkjaforseti settist niður með fréttamanninum Jonathan Swan í þættinum AXIOS á HBO á dögunum og ræddi við hann í um fjörutíu mínútur um fjölmörg málefni. Lífið 5. ágúst 2020 13:30
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Erlent 5. ágúst 2020 11:18
Neil Young höfðar mál gegn Trump Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Erlent 5. ágúst 2020 09:34
Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu. Erlent 4. ágúst 2020 10:30
Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. Viðskipti erlent 4. ágúst 2020 07:34
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. Erlent 3. ágúst 2020 20:24
Trump kallar eftir dauðarefsingu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða. Erlent 3. ágúst 2020 07:55
Telur að Trump láti ekki þegjandi og hljóðalaust af embætti Þingmaður fulltrúadeildar Bandaríkjaþings líkti Donald Trump Bandaríkjaforseta við ítalska einræðisherrann og fasistann Benito Mussolini í dag. Erlent 2. ágúst 2020 22:52
Lykilvitni í rannsókn á Trump segir aðfarir hans minna á Sovétríkin Hefndaraðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta gegn andófsfólki minna á aðfarir Sovétríkjanna sálugu, að mati fyrrverandi undirofursta í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Trump í fyrra. Erlent 2. ágúst 2020 11:26
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. Viðskipti erlent 1. ágúst 2020 16:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 1. ágúst 2020 08:27
Samflokksmenn Trump hafna hugmyndum um frestun kosninganna Leiðtogar Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa hafnað tillögu Bandaríkjaforseta um að forsetakosningunum sem fara fram í nóvember verði frestað vegna áhyggja af kosningasvindli. Erlent 30. júlí 2020 21:27