Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2021 10:27 Mike Pence er fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna. AP/Lynne Sladky Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30