Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. Erlent 12. október 2020 08:44
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Erlent 12. október 2020 07:58
Trump segist ónæmur og hvergi banginn Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. Erlent 11. október 2020 21:44
Læknir forsetans segir hann ekki smita lengur Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Erlent 11. október 2020 07:36
Netkappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst Joe Biden og Donald Trump munu ekki mætast í netkappræðum næstkomandi fimmtudag. Erlent 10. október 2020 07:46
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Erlent 9. október 2020 23:43
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Erlent 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Erlent 9. október 2020 15:04
Bandaríkin: Veikur Trump gæti beðið skipbrot Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, smitaðist af Covid-19 og Mike Pence, varaforseti, mætti Kamölu Harris, varaforsetaframbjóðanda, í hefðbundnum kappræðum. Erlent 9. október 2020 10:39
„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Erlent 9. október 2020 07:13
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Erlent 8. október 2020 23:09
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. Erlent 8. október 2020 16:20
Varaforsetinn endurflutti lygar forsetans Stiklað á stóru yfir það helsta sem var ósatt í kappræðunum. Margt af því sneri að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og ljóst er að Pence sagði mun oftar ósatt en Harris. Mörg þeirra ósanninda eiga rætur sínar í ummælum Trump. Erlent 8. október 2020 15:01
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. Erlent 8. október 2020 12:45
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Erlent 8. október 2020 06:48
Varaforsetaefni takast á í kappræðum Þau Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og varaforsetaframbjóðandi, munu mætast í kappræðum í nótt. Erlent 7. október 2020 23:01
Enn tapar Trump máli um skattskýrslur sínar Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Erlent 7. október 2020 16:23
Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Erlent 7. október 2020 16:21
Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Erlent 7. október 2020 09:43
Kórónuveiran heldur áfram að breiðast um Hvíta húsið Kórónuveiran virðist halda áfram að breiðast út um Hvíta húsið í Bandaríkjunum og nú hefur Stephen Miller, einn af nánustu ráðgjöfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, tilkynnt að hann hafi greinst með veiruna í gær. Erlent 7. október 2020 07:00
Biden vex ásmegin í könnunum Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, hefur vaxið ásmegin í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í kjölfar kappræðna hans og Donalds Trump, forseta. Erlent 6. október 2020 22:31
Stefnir í metkjörsókn vestanhafs Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Erlent 6. október 2020 16:58
Ummæli Trump um veiruna hrella lækna Lýðheilsu- og faraldsfræðingar eru forviða eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þjóð sinni að „óttast ekki“ kórónuveiruna og tók af sér grímu þrátt fyrir að vera sjálfur smitaður í gær. Orð og æði forsetans ganga þvert á tilmæli ríkisstjórnar hans vegna faraldursins sem hefur orðið meira en 210.000 manns að bana í landinu. Erlent 6. október 2020 12:09
„Ekki láta veiruna stjórna ykkur, ekki vera hrædd við hana“ Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Erlent 6. október 2020 07:28
Bar grímu og gaf myndavélum þumal á leiðinni út af sjúkrahúsinu Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Erlent 5. október 2020 23:31
Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Erlent 5. október 2020 19:41
Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. Erlent 5. október 2020 16:02
Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. Erlent 5. október 2020 12:52
Trump gagnrýndur fyrir bíltúr fyrir utan sjúkrahúsið Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem hafa komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann í Maryland, norður af höfuðborginni Washington DC. Erlent 5. október 2020 07:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent