Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump og King

Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út

Skoðun
Fréttamynd

Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum

Donald Trump neitar að Rússar eigi myndband af sér í Rússlandi með þarlendum vændiskonum. Rússar segja fréttina uppspuna. Skýrsla, sem fjármögnuð var af Demókrötum, segir frá vafasömu athæfi Trumps á Ritz-hótelinu í Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni stekkur beint í áttunda sætið á lista yfir kyn­þokka­fyllstu þjóðar­leið­togana

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, skýst beint í áttunda sætið á lista yfir kynþokkafyllstu þjóðarleiðtoga heims á vefsíðunni Hottest Head of State. Bjarni tók sem kunnugt er við lyklunum í forsætisráðuneytinu í dag og fer fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Lífið
Fréttamynd

Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar

Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd

Sessions vék sér fimlega undan erfiðum spurningum bandarískrar þingnefndar um kynþáttafordóma, sem hann hefur áður þótt verða uppvís að. Hann sagði mynd sem dregin hafi verið upp af honum skrípamynd en ekki raunveruleika.

Erlent