Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega

Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustmála í Bandaríkjunum sögðu rannsakendum að Donald Trump hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert væri hæft í að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa. Þeir segjast ekki hafa upplifað það sem skipun frá forsetanum.

Erlent
Fréttamynd

Trump með hundruð milljóna í tekjur síðasta árið

Viðskiptaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta er með tekjur upp á sex hundruð milljón dollara frá því í janúar í fyrra og tekjur golfklúbbs hans í Mar-a-Lago hafa tekið stórt stökk upp á við frá því áður en hann helti sér út í stjórnmál.

Erlent
Fréttamynd

Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar

Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú viðskipti og fjármál Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump. Það er liður í rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump.

Erlent
Fréttamynd

Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar

Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd

Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar.

Erlent