Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 21:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017 Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017
Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira