Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Palestínumenn sjást hér bera særðan menn á brott í borginni Nablus á Vesturbakkanum. vísir/epa Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34