Sigurður hafði betur gegn ÍR í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurður Gunnars Þorsteinssonar gegn Körfuknattleiksdeild ÍR. Körfubolti 4. febrúar 2022 16:08
Dómur þyngdur yfir manni sem nauðgaði tveimur konum Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að nauðga tveimur konum hér á landi árið 2020. Fyrra brotið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020 og hin síðari norðan heiða í júlí sama ár. Innlent 4. febrúar 2022 15:12
Dæmdur til greiðslu skaðabóta fyrir að brjóta rúðu lögreglubíls Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 100 þúsund króna í skaðabætur fyrir að hafa brotið rúðu í lögreglubíl í mars á síðasta ári. Manninum var annars ekki gerð sérstök refsing í málinu. Innlent 31. janúar 2022 09:00
Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. Innlent 28. janúar 2022 22:36
Skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis Forsvarsmenn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skora á stjórnvöld að líta upp úr minnisblöðum sóttvarnarlæknis og skoða stöðuna víðar í samfélaginu. Félagið tekur undir áhyggjur Fangavarðafélags Íslands um að ástandið í fangelsum landsins þarfnist umbóta. Innlent 28. janúar 2022 16:39
Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. Innlent 28. janúar 2022 14:13
Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 07:49
Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Innlent 27. janúar 2022 13:44
Hafa stefnt Almennri innheimtu og eiganda félagsins Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 26. janúar 2022 08:39
Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. Innlent 24. janúar 2022 15:31
Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. Innlent 24. janúar 2022 13:22
Fer fram á bætur vegna brottreksturs úr Allir geta dansað Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“ Innlent 23. janúar 2022 18:39
Ásakanir um kynferðisbrot - Í góðri trú eða ekki? Nýlegur dómur héraðsdóms Norðurlands eystra í ærumeiðingamáli hefur vakið nokkra athygli. Í hnotskurn er niðurstaðan sú að stefnda var ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með því að saka pilt um það á samfélagsmiðli að hafa nauðgað sér. Aftur á móti voru ómerkt orð hennar gagnvart sama manni um að hann hefði nauðgað annarri stúlku. Skoðun 23. janúar 2022 15:00
Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Viðskipti innlent 22. janúar 2022 10:01
Hafði aftur betur gegn Bílabúð Benna vegna illa lyktandi Porsche Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa. Neytendur 22. janúar 2022 08:28
Dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir rangar sakargiftir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa með röngum framburði hjá lögreglu leitast við að koma því til leiðar að maður sem hún hafði átt í sambandi við yrði dæmdur fyrir húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu. Innlent 21. janúar 2022 07:54
Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Innlent 20. janúar 2022 13:53
Mátti segja að drengur hefði nauðgað henni en ekki að hann hefði nauðgað öðrum Héraðsdómur Norðurlands eystra telur að gerendum í kynferðisbrotamálum verði fært þöggunarvald yfir þolendum, með aðstoð dómsvalda, megi þolendur ekki tjá sig um reynslu sína nema þeir geti raunverulega sýnt fram á að að brotið hafi átt sér stað. Innlent 20. janúar 2022 12:12
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 08:54
Vill jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, tilkynnti í dag að hann vilji aðstoða þolendur kynferðisofbeldis við að losna undan trúnaðarsamningum við gerendur. Hann segist vilja jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina. Innlent 19. janúar 2022 23:49
Starfsmaður eggjabús fær engar skaðabætur eftir hálkuslys Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað TM Tryggingar og eggjabúið Nesbúegg af körfu starfsmanns eggjabúsins um skaðabótaskyldu þeirra vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í hálkuslysi á lóð eggjabúsins í janúar 2020. Innlent 19. janúar 2022 14:32
Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. Innlent 19. janúar 2022 07:01
Björgólfur Thor krefst þess að fá tugi tölvupósta frá Halldóri Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir krefst þess að Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, afhendi greinargerð og tugi tölvupósta og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Krafa Björgólfs er gerð í tengslum við skaðabótamál vegna falls Landsbankans í hruninu. Halldór telur að ef hann afhendi gögnin verði því beitt gegn honum. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 13:27
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. Innlent 18. janúar 2022 07:01
Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 07:01
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. Innlent 17. janúar 2022 18:27
Sótti brotaþola í nuddið: „Ég var ekki til staðar fyrir hana“ Vinkona ungrar konu sem segir Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson hafa brotið á sér í meðferðartíma á stofu hans segist hafa brugðist vinkonu sinni. Hún sótti hana í tímann en segist ekki hafa vitað hvernig ætti að bregðast við. Eftir á að hyggja hefði átt að tilkynna málið til lögreglu. Innlent 17. janúar 2022 15:00
Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð. Innlent 17. janúar 2022 11:08
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Innlent 14. janúar 2022 22:42
Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. Innlent 14. janúar 2022 11:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent