Lést af völdum höfuðáverka eftir hrottalega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 14:58 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans. Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Magnús Aron, sem bjó í sama húsi og nágranninn sem hann banaði, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Dómari í málinu hafnaði kröfu verjanda um að þinghald yrði lokað. Matsmaður verður fenginn til að meta sakhæfi Magnúsar Arons. Í ákærunni kemur fram að Magnús Aron hafi veist að Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Þá hlaut hann brot í höfuðkúpu og útbreitt heilamar og mikil sár á andliti. Sömuleiðis hlaut hann blæðingar í vöðvum aftanverðs háls. Hann lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem torveldaði öndun. Níu aðstandendur hins látna gera miskabótakröfur í málinu upp á samanlagt 27 milljónir króna, þrjár milljónir króna hver. Þá eru gerðar kröfur fyrir hönd ólögráða barna Gylfa vegna missis á framfærslu. Krafist er að Magnús Aron greiði útfararkostnað og sömuleiðis málskostnað málsins.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52