75 milljarða krafa á Kópavogsbæ fer fyrir Hæstarétt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 22:45 Deilurnar hafa staðið í áratugi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir 75 milljarða kröfu erfingja Sigurðar K. Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um milljarðana, en bærinn var sýknaður í Landsrétti í júní á þessu ári. Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu. Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Sjá meira
Árið 2020 var Kópavogsbær dæmdur í héraði til að greiða dánarbúi Sigurðar 968 milljónir vegna eignarnáms bæjarins í landi Vatnsenda árið 2007. Kópavogsbær áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar, sem sýknaði sveitarfélagið af öllum kröfum erfingjanna. Í kjölfarið óskuðu erfingjarnir eftir áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti, sem varð við þeirri beiðni í dag. Það þýðir að Hæstiréttur muni taka málið efnislega fyrir, en búist er við dómi Hæstaréttar á fyrri hluta næsta árs. Dómkröfur erfingjanna eru þær að Kópavogsbær verði dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 74.811.389.954 kr., auk vaxta. Á mannamáli hljóðar krafan upp á tæplega sjötíu og fimm milljarða króna. Þá er ljóst að vextir frá 2013 og dráttarvextir frá 2014 hefðu aukið útgjöld Kópavogsbæjar mikið. Til vara krefjast erfingjarnir um 48 milljarða króna. Málaferlin spanna áratugi Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum erfðarskrárinnar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést árið 1966. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur og greiðslur frá Kópavogsbæ vegna byggingarlands. Með dómi Hæstaréttar árið 2013 var staðfest að Magnús hefði eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarrétt. Sá hæstaréttardómur er einn þeirra mýmörgu dóma á æðra dómstigi sem gengið hafa í málinu.
Kópavogur Dómsmál Deilur um Vatnsendaland Tengdar fréttir Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05 Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41 75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu Sjá meira
Kópavogsbær sýknaður af 75 milljarða króna kröfu Kópavogsbær var í dag sýknaður af öllum kröfum erfingja Sigurðar Hjaltested, eigenda Vatnsendajarðarinnar, í Landsrétti en þeir kröfðust 75 milljarða króna úr hendi bæjarins. 3. júní 2022 14:05
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22. desember 2020 13:41
75 milljarða krafa vofir yfir Kópavogi Eigendur Vatnsendajarðarinnar í málaferlum við Kópavogsbæ sem hefur beðið um frest. 20. mars 2015 12:03