Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. Innlent 15. júní 2007 13:18
Þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Ásláki Hæstiréttur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í þriggja ára fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Áslálki í Mosfellsbæ í desember 2004. Með þessu þyngdi Hæstiréttur dóm héraðsdóms sem dæmt hafði Loft Jens í tveggja ára fangelsi. Enn fremur var hann dæmdur til að greiða ekkju og börnum Ragnar um tólf milljónir króna í miskabætur. Innlent 31. maí 2007 16:40
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir mjög alvarlegt kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku á leiksvæði við íbúðarhús í Vogahverfi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 30. maí 2007 14:41
Staðfestir gæsluvarðhald vegna líkamsárásar Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa brotist inn á heimili á Skólavörðustíg í gengið í skrokk á húsráðanda og skilið hann eftir meðvitundarlausan. Innlent 22. maí 2007 16:54
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. Innlent 18. maí 2007 17:07
Sýknaður af ákæru um að hafa hindrað lögregluna í starfi Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hindra lögregluna í starfi og sneri þannig dómi héraðsdóms sem hafði dæmt hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 16. maí 2007 16:50
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. Innlent 15. maí 2007 13:23
Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. Innlent 14. maí 2007 16:56
Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. Innlent 14. maí 2007 16:45
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. Innlent 14. maí 2007 16:16
Tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka próflaus Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda á Selfossi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrr á árinu þar sem hann var í bílstjórasætinu við hús í bænum. Innlent 14. maí 2007 13:39
Dæmd fyrir að draga sér fé Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur. Innlent 11. maí 2007 14:51
Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum. Innlent 11. maí 2007 13:15
Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu. Innlent 11. maí 2007 12:45
Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. Innlent 10. maí 2007 17:00
Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Tveir Litháar, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í Hæstarétti í dag dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla nærri tólf kílóum af amfetamíni til landsins. Innlent 10. maí 2007 16:20
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag síbrotamann í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða um 300 þúsund krónur í skaðabætur til nokkurra aðila vegna brota sinna. Innlent 9. maí 2007 14:49
Átta mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Hæstiréttur staðfesti í dag átta mánaða fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni vegna tveggja líkamsárása í og við hótel á Akranesi í fyrrasumar. Innlent 3. maí 2007 16:49
Síbrotamaður í fimm ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag síbrotamann í fimm ára fangelsi fyrir mikinn fjölda brota. Maðurinn var sakfelldur fyrir var nytjastuld, þjófnað, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Innlent 3. maí 2007 16:38
Viljayfirlýsing um samstarf við Dani undirrituð eftir hádegi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði nú eftir hádegið ásamt Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerku, viljayfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál. Innlent 26. apríl 2007 16:57
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni. Innlent 26. apríl 2007 16:50
Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Innlent 26. apríl 2007 16:22
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu amfetamíns Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu rúmlega 40 gramma af amfetamíni, en efnið fannst í bíl hans við leit lögreglu í september í fyrra. Innlent 24. apríl 2007 18:16
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir gáleysislegan akstur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Pólverja í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, og svipt hann ökuleyfi í þrjú ár fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis en bíllinn endaði á steinblokkum skammt frá IKEA-versluninni í Garðabæ og lést farþegi í bílnum við það. Innlent 24. apríl 2007 17:38
Matvöruþjófnaður reyndist dýrkeyptur Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið mat úr verslun Hagkaupa í Kringlunni að verðmæti rúmlega fimm þúsund krónur. Innlent 23. apríl 2007 20:00
Dæmdur fyrir að stinga mann í handlegginn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið mann í handlegginn með hnífi. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Vestmannaeyjum þar sem nokkrir menn sátu að sumbli. Innlent 18. apríl 2007 10:41
Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 19 ára pilt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til ríflega 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Þá var jafnaldri piltsins dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Innlent 17. apríl 2007 10:42
Fangelsi og sekt fyrir skatta- og hegningarlagabrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi framkvæmdastjóra tveggja félaga í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum. Innlent 16. apríl 2007 16:59
Sakfelldir fyrir að kaupa 110 þúsund smyglsígarettur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa keypt saman 550 karton af sígarettum sem þeir máttu vita að var smyglvarningur. Innlent 12. apríl 2007 09:26
Litháar úrskurðaðir í farbann vegna þjófnaða Hæstiréttur staðfesti í dag farbann héraðsdóms yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um þjófnaði hér á landi í síðasta mánuði. Gildir farbannið þar til dómur fellur í máli þeirra en þó ekki lengur en til 2. maí. Innlent 11. apríl 2007 19:52
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent