Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar

Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016.

Innlent
Fréttamynd

Millifærði fyrir mistök í banka

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni

Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Krafa á Björgólf fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur mun fjalla um ágreining Kristjáns Loftssonar í Hval og Björgólfs Thors Björgólfssonar um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt

Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn.

Innlent
Fréttamynd

Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur.

Innlent
Fréttamynd

Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur

Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt ríkinu vegna atvinnumissis í kjölfar ólögmæts gæsluvarðhalds og fjölda þvingunarráðstafana lögreglu fyrir tæpum áratug. Guðmundur hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan og krefst hann nú tæplega 60 milljóna í skaðabætur.

Innlent