Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Innlent 8. febrúar 2019 16:12
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. Innlent 8. febrúar 2019 06:00
Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Innlent 7. febrúar 2019 13:28
Fyrrverandi kennari þarf að greiða Landsbankanum 130 milljónir Maður sem starfaði sem kennari er hann tók tvö gengistryggð lán að andvirði 85 milljón króna í erlendum myntum árið 2007 og 2008 hefur verið dæmdur til að greiða bankanum eftirstöðvar lánanna, samtals um 128 milljónir króna. Innlent 7. febrúar 2019 11:45
Í fangelsi fyrir að þykjast vera lögreglumaður Þá hafði maðurinn einnig haft í vörslu sinni útdraganlega kylfu, sem ekki er ætluð til íþróttaiðkunar og ein handjárn úr málmi. Innlent 7. febrúar 2019 06:00
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. Innlent 6. febrúar 2019 17:53
Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. Innlent 6. febrúar 2019 06:00
Efast um hlutlægni Landsréttar vegna stöðu Benedikts Jón Steinar Gunnlaugsson telur formennsku Benedikts óheppilega. Innlent 4. febrúar 2019 15:51
Þurfti tvo dóma til að fá skilnað eftir áreitni og hótanir Konan krafðist skillnaðar fyrir dómi. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, kynferðislega áreitni, hótanir og ærumeiðingar. Innlent 2. febrúar 2019 11:22
Ósáttur nágranni man ekki eftir árás og innbroti vegna „ruglings í höfðinu“ Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur fyrir að hafa ráðist á nágranna sinn árið 2016. Innlent 2. febrúar 2019 07:45
Þriggja og hálfs árs fangelsisdómur fyrir nauðgun staðfestur Þá var manninum gert að greiða brotaþola 1,5 milljón króna í miskabætur. Innlent 1. febrúar 2019 19:48
Svarar til saka eftir að hafa ekið full á turtildúfur í Borgarnesi Tæplega fimmtug kona var verulega ölvuð þegar hún ók bíl sínum á tvo erlenda ferðamenn, par frá Norður-Ameríku, á bílastæðinu við verslun Nettó í Borgarnesi að morgni mánudagsins 6. ágúst í fyrra. Innlent 1. febrúar 2019 09:00
Millifærði fyrir mistök í banka Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök. Innlent 1. febrúar 2019 06:00
Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Innlent 31. janúar 2019 19:09
Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Innlent 31. janúar 2019 11:29
Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni. Innlent 31. janúar 2019 11:13
Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. Innlent 30. janúar 2019 17:00
Ákærður fyrir að brjóta kynferðislega á þrettán ára stúlku Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur 23 ára karlmanni sem gefið er að sök kynferðisbrot gegn barni og brot gegn áfengis- og barnaverndarlögum. Á hann að hafa að kvöldi laugardags í júlí í fyrra afhent þá þrettán ára stúlku áfengi og fíkniefni. Innlent 30. janúar 2019 15:06
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. Innlent 30. janúar 2019 12:34
Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. Innlent 30. janúar 2019 11:36
Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. Innlent 30. janúar 2019 10:03
Valkostur fyrir viðskiptalífið Þegar kemur að úrlausn deilumála er gerðarmeðferð raunhæfur valkostur sem þjónar oft hagsmunum samningsaðila betur en hin almenna dómstólaleið. Skoðun 30. janúar 2019 07:00
Krafa á Björgólf fyrir Hæstarétt Hæstiréttur mun fjalla um ágreining Kristjáns Loftssonar í Hval og Björgólfs Thors Björgólfssonar um meintar skyldur eignarhaldsfélagsins Samson gagnvart öðrum hluthöfum í gamla Landsbankanum fyrir hrun. Innlent 30. janúar 2019 06:00
Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn. Innlent 30. janúar 2019 06:00
Lamdi mann með sleggju en reyndi að koma sökinni yfir á hann og aðra gesti Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann með sleggju, valdið skemmdarverkum á bíl með téðri sleggju auk þess að haft í fórum sínum talsvert magn af sterum. Maðurinn sagði fyrir dómi að fórnarlambið hefði sviðsett árásina til þess að svíkja út tryggingabætur. Innlent 29. janúar 2019 19:30
Gæti átt að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisvist yfir höfði sér Munnlegur málflutningur fór fram í Shooters-málinu í gær. Innlent 29. janúar 2019 14:37
Krefur ríkið um tugi milljóna í bætur Guðmundur R. Guðlaugsson hefur stefnt ríkinu vegna atvinnumissis í kjölfar ólögmæts gæsluvarðhalds og fjölda þvingunarráðstafana lögreglu fyrir tæpum áratug. Guðmundur hefur ekki verið á vinnumarkaði síðan og krefst hann nú tæplega 60 milljóna í skaðabætur. Innlent 29. janúar 2019 06:00
Fá aðgang að síma sem er talinn innihalda myndir af árás Eigandinn sagður hafa gefið upp rangt pin-númer. Innlent 28. janúar 2019 16:27
Dæmdur fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Innlent 28. janúar 2019 14:00
Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. Innlent 27. janúar 2019 19:14