Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Faðir hand­tekinn á nær­buxunum á heimili sonar

Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum.

Innlent
Fréttamynd

Máli Péturs Jökuls vísað frá

Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Tug­milljóna sekt og má ekki stunda rekstur

Sverrir Halldór Ólafsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 57 milljóna króna vegna stórfelldra skattalagabrota. Hann hefur keyrt sjö einkahlutafélög í þrot og hefur nú verið bannað að stunda atvinnurekstur í tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tók 38 prósent bótanna og þarf að endur­greiða hundruð þúsunda

Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 400 þúsund krónur vegna óhæfilegrar þóknunar sem hann tók fyrir lögmannsþjónustu vegna uppgjörs slysabóta. Eftir fullnaðaruppgjör við Ómar hélt konan aðeins 62 prósentum af bótum sem vátryggingafélag greiddi henni.

Innlent
Fréttamynd

Leitaði í­trekað til læknis án þess að blóðtapparnir fyndust

Kona sem leitaði endurtekið eftir læknisþjónustu áður en hún var loks greind með blóðtappa fékk viðeigandi þjónustu hjá Landspítalanum. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan höfðaði mál og vildi meina að meðferðin hefði verið ófullnægjandi og að ríkið bæri skaðabótaábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi Vaxtamálsins -lántakar verjist

Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sam­mála Hæsta­rétti og telja brot Brynjars nauðgun

Tveir starfsmenn við lagadeild Háskóla Íslands, Brynhildur G. Flóvenz dósent emerita, og Ragnheiður Bragadóttir prófessor, telja dóm Hæstaréttar í máli Brynjars Joensen Creed, rangan. Þær vona að fordæminu verði snúið við, en þær birtu grein um dóminn í Úlfjóti í síðastliðnum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð veru­lega

Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að ó­menningu sé ekki sýnt um­burðar­lyndi

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt.

Innlent
Fréttamynd

Enok sak­felldur

Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm.

Innlent
Fréttamynd

Van­hæfur þegar hann dæmdi mann til að greiða 142 milljónir

Héraðsdómarinn Ingi Tryggvason var vanhæfur þegar hann dæmdi mann til fimmtán mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 142,5 milljóna króna sektar vegna brota á skattalögum. Hann olli eigin vanhæfi með því að tjá sig óvarlega um sakarefnið undir rekstri málsins.

Innlent
Fréttamynd

Dómar vegna mann­drápsins í Hafnar­firði þyngdir

Landsréttur þyngdi refsingu karlmanns sem var dæmdur sekur fyrir að stinga pólskan karlmann til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði og tveggja annarra sem áttu hlutdeild í því. Dómur yfir stúlku sem myndaði atlöguna var mildaður.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur höfða mál á hendur ríkinu

Daníel Þór Bjarnason er í hópi átta mótmælenda tók þátt í mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu þann 31. maí síðastliðinn sem hafa ákveðið að leita réttar síns vegna þess sem þau kalla ólögmætrar og óhóflegrar valdbeitingar lögreglunnar. Undirbúningur er hafinn á höfðun dómsmáls á hendur embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skuldar þrota­búi föður síns fleiri milljarða

Jón Hilmar Karlsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi föður síns, Karls Wernerssonar, 2.652.753.000 krónur með dráttarvöxtum frá 19. janúar árið 2019. Með vöxtum er ekki óvarlegt að reikna með að heildargreiðsla nemi um fimm milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mætti manni, veitti honum eftir­för og réðst svo á hann

Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað.

Innlent