Óvenjulegi tölvupósturinn birtur: Spurði dómarann hvaða starfsmann hann ætti að reka fyrir jólin Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2024 14:17 Frá þingfestingu Bankastræti club-málsins. Bak við Ómar má sjá skjólstæðing hans Alexander Mána. Vísir/Vilhelm Ómar Valdimarsson lögmaður hefur verið hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir tölvupósta sem hann sendi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dómstjóra sama dómstóls og 26 öðrum lögmönnum. Ómar sendi dómaranum bréf þar sem hann kvartaði undan lágri dæmdri málsvarnarþóknun og sagðist þurfa að segja upp starfsmanni vegna hennar. Í úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna segir að kvörtun hafi borist nefndinni þann 21. desember síðasta árs en nöfn og helstu staðreyndir málsins hafa verið afmáð úr úrskurðinum. Ljóst er að sóknaraðili er Héraðsdómur Reykjavíkur og varnaraðili Ómar Valdimarsson. Atvik málsins snúast um málsmeðferð Bankastræti club-málsins svokallaða, þar sem Ómar var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, ungs manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Málið var gríðarlega umfangsmikið, réttarhöld voru háð í veislusal yfir heila viku og verjendur voru 25 talsins, jafnmargir og sakborningar. Þá voru tveir lögmenn réttargæslumenn brotaþola. Fékk tæpar átta milljónir fyrir en telur það aðeins 43,7 prósent Í dómsorði dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp af Sigríði Hjaltested héraðsdómara, segir að Alexander Máni skuli greiða Ómari tvo þriðju hluta málsvarnarlauna hans, 7,8 milljónir króna. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar vildi Ómar ekki una þessari niðurstöðu Sigríðar og sendi henni bréf. Í því segir að hann hafi fengið greidd 43,7 prósent þeirra málvarnarlauna sem hann krafðist samkvæmt framlagðri tímaskýrslu. „Ágæti dómari,“ Í bréfi Ómars segir að það hafi verið margt í ákvörðun dómsins um málsvarnarlaun sem hann skilji ekki. Hann geri sér þó grein fyrir því að ekki væri hægt að breyta því eftir á og að hann hefði átt að láta bóka um það, að gerð væri sérstök krafa um að dæmd málsvarnarlaun tækju mið af framlögðu tímayfirliti eða væri ella rökstudd ítarlega. Hann hefði talið eðlilegt að dómurinn sýndi verjendum og tíma þeirra þá kurteisi, að athuga hvort ekki stæði til að skila inn nákvæmri tímaskýrslu, teldu þeir tilefni til. „Af þeim tíma sem varið var í málið, fæ ég 43,7% þeirra greidda. Restin er þá væntanlega hugsuð sem einhvers konar þegnskylduvinna fyrir ríkið? Nú er það svo, að ég rek litla lögmannsstofu sem er vinnustaður sex einstaklinga. Þau má sjá á heimasíðunni […]. Af þessu tilefni þarf ég að ákveða hvert þeirra ég á að reka fyrir jólin. Áttu kost á því að benda mér á þann starfsmann, sem best er til þess fallinn?“ spyr Ómar. Fáheyrð framkoma Í úrskurðinum segir að af hálfu dómsins hafi því verið haldið fram að skeytasending af þessu tagi til dómara eftir uppsögu dóms, sé fáheyrð og engin önnur dæmi um slíka framkomu af hálfu lögmanns frá seinni tímum í það minnsta. Hljóti að koma til skoðunar hvort þessi sending sé í andstöðu við góða lögmannshætti og almenna kurteisi, sem og hvort hún feli í sér brot á siðareglum lögmanna. Auk þess ætti Ómari að vera ljóst að öll samskipti við dómara, svo ekki sé talað um kýtur af ofangreindu tagi, eftir að dómur er kveðinn upp, séu með öllu þýðingarlaus enda sé úrlausn dóms bindandi fyrir dómara og hafi af hans hálfu verið rökstudd til hlítar í dómsforsendum. Krafðist ákvörðunar um málvarnarlaun fyrir fram Í úrskurðinum segir að í öðru lagi hafi kvörtun héraðsdómsins lotið að því að háttsemi Ómars í tengslum við úrlausn um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir skjólstæðingi hans í kjölfar dómsins. Laugardaginn 25. nóvember 2023 hafi Ómar verið boðaður til þinghalds í máli Alexanders Mána, sem hafi átt að fara fram á mánudegi vegna kröfu um að skjólstæðingur hans sætti áfram gæsluvarðhaldi á meðan á áfrýjunarfresti stæði og eftir atvikum á meðan málið væri til meðferðar hjá æðri dómi, en þó ekki lengur en til nánar greinds dags. Síðar sama dag hafi Ómar sent dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sem jafnframt hafi verið vakthafandi dómari umræddan dag, eftirfarandi skeyti: Ágæti dómari, Í ljósi þess að dómarinn í […] taldi sér vera stætt á því að greiða aðeins 43% þeirra tíma sem lagt var í málið, þarf að liggja fyrir fyrir fyrirtökuna, að dómurinn telur störf verjanda í þessum hluta málsins ekki vera ólaunaða þegnskylduvinnu, eins og í […] (sem líklega er brot þess ágæta dómara á c-lið, 3. mgr. 6. gr. MSE, en það plagg er sjálfsagt bara eitthvað upp á punt.) En þar sem málinu er lokið í héraði og óvíst með framhaldið, þarf úrskurða þarf um málskostnað. Er hægt að upplýsa um það fyrir þinghaldið, hvort það standi til að úrskurða um málskostnað, verði gerð krafa um það? Sé um launuð störf verjanda að ræða skal þess getið að ég er í skýrslutöku a þessum sama tíma. Ef það mælist ekki illa fyrir þa myndi […] lögm. mæta fyrir mig. Dómfelldi myndi ekki mæta og í málinu liggur fyrir umboð þess efnis, sem heimilar okkur að mæta og mótmæla ekki kröfunni. Ingibjörg Þorsteinsdóttir er dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Aðdróttanir á hendur Sigríði Í úrskurðinum segir að Ingibjörg hafi litið svo á, með vísan til skeytisins, að Ómar hefði umboð skjólstæðings síns til að sinna áfram verjendastörfum fyrir hann og jafnframt að hann myndi senda annan lögmann í sinn stað til þinghaldsins þar sem kröfu ákæruvaldsins yrði ekki mótmælt. „Af ástæðum sem öllum ættu að vera augljósar hafi skeytinu hins vegar ekki verið svarað utan réttar. Efni þess hafi enda falið í sér aðdróttanir á hendur tilteknum dómara, en dylgjað hafi verið að því að hann hafi af skeytingarleysi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þá hafi vakthafandi dómari verið krafinn skriflegra svara fyrir fram um mögulega niðurstöðu úrskurðar, hvað varðar þóknun til handa lögmanninum. Að auki hafi verið um einhvers konar málflutning að ræða varðandi þann hluta í dómsniðurstöðu sakamálsins sem laut að þóknun til varnaraðila, sem vitaskuld væri ekki til umfjöllunar í gæsluvarðhaldsmáli skjólstæðings hans.“ Mætti fimmtíu mínútum of seint Hvorki Ómar sjálfur né annar í hans stað hafi mætt á boðuðum tíma í framangreint þinghald og engin tilkynning um forföll borist dóminum. Þinghaldið hafi því hafist á viðbrögðum við fjarveru hans. Gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá Alexander Mána sjálfan fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað, kanna hvort hann óskaði eftir verjanda, kalla til lögmann sem gæti sinnt því hlutverki og fresta þinghaldi á meðan hann ræddi við nýjan verjanda. Rúmlega fimmtíu mínútum eftir upphaf þinghaldsins hafi Ómar komið í dyragætt dómsalarins og krafið dómara enn um svör við því hvernig færi um þóknun hans í væntanlegum úrskurði dómsins. Hafi Ómar verð beðinn um að ákveða hvort hann mætti til þinghaldsins eða ekki og beðinn um að fá sér sæti og hafa sig ekki frekar í frammi fyrr en tilefni gæfist til, kysi hann að mæta. Ómar hafi látið af frekari truflunum á þinghaldi og verið skipaður verjandi að ósk skjólstæðings hans, sem þá hafi þegar verið mættur fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað en vikið úr þinghaldinu þegar Ómar mætti til þess. Af hálfu dómsins hafi verið á því byggt að framangreind háttsemi Ómars feli í sér óvirðingu og tillitsleysi gagnvart dómstólnum og dómara málsins, truflun og tafir á starfsemi dómstólsins, auk þess sem erfitt sé að sjá að framkoma hans hafi samrýmst því hlutverki hans að setja eigin hagsmuni til hliðar og gæta hagsmuna skjólstæðings síns í hvívetna. Hljóti að koma til skoðunar hvort háttsemi Ómar fari í bága við starfsskyldur hans og sé andstæð 2., 19. og 22. gr. siðareglna lögmanna. Vildi fá hina lögmennina 26 með sér í lið Þá segir að kvörtunin hafi loks snúið að tölvupósti sem Ómar sendi hinum 26 lögmönnunum í Bankastræti club-málinu með yfirskriftinni Hýrudráttur í [afmáð]. Ágætu kollegar, Ég er líklega ekki einn um að finnast við hafa verið hýrudregnir af […] í gær. Langar því að kanna hvort að menn – og kona! – séu til í að skrifa sameiginlegt bréf til dómstjóra í […], með afriti á dómstólasýsluna, dómarafélagið og LMFÍ, þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt og því lýst yfir að undirritaðir lögmenn muni framvegis ekki flytja sakamál hjá […]? Er þetta eitthvað sem þið væruð til í að skoða? Í kjölfarið væri gott að ráða ráðum sínum með framhaldið.“ Dræmar undirtektir Í úrskurðinum segir að eftir því sem næst verði komist hafi aðrir lögmenn ekki tekið undir ofangreinda tillögu Ómars um aðgerðir gegn dómara málsins. Ekki yrði dregin önnur ályktun af tölvupóstinum og öðrum skeytum Ómars sem kvörtun þessi lýtur að, en að illsakir hans í garð dómarans helgist af því að honum hafi mislíkað sú niðurstaða áðurnefnds dóms sem laut að þóknun til hans sjálfs. Frá aðalmeðferð í málinu. Vísir/Vilhelm Af hálfu dómsins hafi verið á því byggt að sá samblástur sem Ómar hafi leitast við að efna til og fá kollega sína til að taka þátt í, feli í sér alvarlega atlögu gegn tilteknum dómara og vegi í raun að grunnstoðum dómskerfisins. Háttsemi Ómars verði vart skilið öðruvísi en svo að hann hafi ásetning til að hindra eðlilega starfsemi dómstólsins, rægja viðkomandi dómara og gera tilraun til að koma honum frá störfum eða freista þess, með eins konar útilokun, að þvinga það fram til framtíðar að dómarar hagi dómsniðurstöðum þannig að Ómari líki en hafi ella verra af. Gagnvart viðkomandi dómara virðist Ómar reyna að koma því til leiðar að dómaranum verði ókleift að sinna starfsskyldum sínum í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, auk þess að hafa áhrif á þá grunnreglu að aðila sé ekki tækt að hindra störf dómara með því að troða illsakir við hann, þannig að dómari teljist vanhæfur í málum þar sem hann sjálfur sinnir störfum verjanda eða eftir atvikum er sakborningur eða aðili máls. Veiki starfsemi dómstólsins Ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mjög háttsemi af þessu tagi sé til þess fallin að trufla og veikja starfsemi dómskerfisins. Hljóti að koma til skoðunar hvort hún stríði gegn áðurnefndum ákvæðum siðareglna lögmanna, starfsskyldum lögmanna samkvæmt ákvæði laga um lögmenn og tilvitnaðri grunnreglu stjórnarskrárinnar. Svo sem kunnugt sé séu lögmenn opinberir sýslunarmenn, samanber lögmannalög, og beri sem slíkir sérstakar skyldur til að standa vörð um réttarkerfið í heild sinni. Gera verði sérstakar og ríkar kröfur til lögmanna um að þeir sinni störfum sínum af heiðarleika og heilindum og gæti að því að framganga þeirra í sérhverju máli hefur ekki einungis þá þýðingu að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda þeirra, eða eftir atvikum þeirra sjálfra, að því marki sem það á við, heldur lögmannastéttarinnar allrar og í raun réttarkerfisins í heild. Taldi dóminn sjálfan ekki geta átt aðild að málinu Í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar segir að Ómar hafi farið fram á málinu yrði vísað frá nefndinni. Hann hafi byggt þá kröfu sína á því að Héraðsdómur Reykjavíkur gæti ekki talist eiga lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins. Þá falli það utan starfssviðs dómstjóra að beina erindi sem þessu til nefndarinnar fyrir hönd dómstólsins og dómstjóri geti ekki beint kvörtun til nefndarinnar vegna háttsemi lögmanns gagnvart öðrum dómara við sama dómstól. Enn fremur sé ekki fyrir hendi skýr lagaheimild til handa dómstólnum eða dómstjóra að beina kvörtun til nefndarinnar vegna háttsemi lögmanns gagnvart einstökum dómurum við dómstólinn. Ómar hafi haldið því enn fremur fram að orðalag ákvæðis laga um lögmenn komi í veg fyrir að lögaðili geti átt aðild að máli fyrir nefndinni. Loks hafi hann byggt á því að sú háttsemi sem kvartað sé yfir í þriðja lið kvörtunarinnar hafi ekki beinst að dómstólnum eða dómurum við hann. Þá byggi Ómar á því að málið hafi ekki stofnast með réttum hætti þar sem málagjald hafi ekki verið greitt samtímis því að kvörtuninni var beint til nefndarinnar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fallast ekki á ofangreind sjónarmið Ómars um frávísun kvörtunar dómsins. Ekki við hæfi að senda dómara þýðingarlausan póst Í niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar fyrsta lið kvörtunar dómsins segir að að mati nefndarinnar sé ekki við hæfi að lögmaður sendi dómara þýðingarlausan póst af þessu tagi, eftir dómsuppsögu í máli, þar sem full tillitssemi og virðing er ekki viðhöfð. Að áliti nefndarinnar feli fyrrgreind háttsemi varnaraðila í sér að hann hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem felur í sér brot á siðareglum lögmanna og háttsemin sé aðfinnsluverð. Í svörum sínum við kvörtun dómsins sagði Ómar að honum hafi verið ákvörðuð málsvarnarlaun sem hafi verið 43,7 prósent af kröfu hans þess efnis. Sama hafi verið uppi á teningnum hjá öðrum lögmönnum sem störfuðu að málinu. Óánægja lögmanna hafi orðið til þess að Lögmannafélagið hafi ákveðið að afla frekari gagna í málinu svo greina mætti ákvarðaðar þóknanir og mögulega í framhaldinu krefjast upplýsinga frá lögreglu, ríkissaksóknara og dómstólnum um hversu marga tíma embættin hefðu skráð á þetta einstaka mál. Talsvert hefur borið á óánægju meðal lögmanna hvað varðar ákvörðun um málvarnarlaun undanfarið. Þrátt fyrir þetta sagði í svörum Ómars að hann fallist á að umræddur tölvupóstur hafi verið óheppilegur og honum lítill sómi af sendingu hans til Sigríðar. Hann hafi óskað ítrekað eftir fundi með Ingibjörgu í kjölfar þess að kvörtun var beint til nefndarinnar í þeim tilgangi að ræða málið og biðjast afsökunar en þeim beiðnum hafi verið hafnað. Ámælisvert að brigsla dómara um mannréttindabrot Í niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar annan lið kvörtunar dómstólsins segir að að mati nefndarinnar sé tölvupóstur Ómars til Ingibjargar dómstjóra, þar sem farið er fram á að niðurstaða í óuppkveðnum úrskurði verði kunngerð honum fyrir fram, auk þess sem annar dómari er brigslaður um brot á mannréttindasáttmála Evrópu, ekki í samræmi við þá skyldu sem á honum hvílir um að sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þá segir að sú háttsemi Ómars að mæta ekki á boðuðum tíma, til löglega boðaðs þinghalds, og boða ekki forföll, hafi að mati nefndarinnar verið til þess fallin að trufla og tefja störf dómsins og setja málið, sem varðaði mikla hagsmuni, í uppnám. Fyrir liggi að Ómar hafi mætt til þinghaldsins fimmtíu mínútum eftir boðaðan tíma. „Fólst í því óvirðing og hirðuleysi gagnvart þeim hagsmunum sem í húfi voru í málinu, tíma og störfum dómstólsins og saksóknara og um leið gegn réttarkerfinu, sem bar skylda til þess að gæta réttar þess sem krafa um gæsluvarðhald beindist gegn. Liggur fyrir í málinu að umtalsverður tími hafi farið í ráðstafanir til þess að tryggja þann rétt, með því að fá aðila sjálfan fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað og kalla til annan lögmann sem gæti tekið að sér hlutverk verjanda.“ Miklir hagsmunir Alexanders Mána auki á alvarleikann Háttsemi Ómar hafi að mati nefndarinnar falið í sér brot á skyldu hans til þess að rækja af alúð þau störf sem honum var trúað fyrir, og neyta allra lögmætra úrræða til þess að gæta lögvarinna hagsmuna skjólstæðings síns. Auk þess telji nefndin að í háttseminni hafi falist brot varnaraðila á skyldu hans til þess að gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra. Enn fremur hafi í háttseminni falist brot á skyldu Ómars til þess að sýna dómstólnum tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu og til þess að kappkosta að vanda málatilbúnað sinn fyrir dómstólnum og stuðla á annan hátt að greiðri og góðri málsmeðferð af sinni hálfu. Þeir miklu hagsmunir sem í húfi voru í málinu hafi að mati nefndarinnar aukið á alvarleika brota Ómars gagnvart dóminum. Í úrskurði nefndarinnar er Héraðsdómur Reykjavíkur sagður sérstök persóna að lögum, svokölluð lögpersóna.Vísir/Vilhelm Að áliti nefndarinnar hafi Ómar gert á hlut Héraðsdóms Reykjavíkur með háttsemi sem feli í sér brot gegn lögum um lögmenn og siðareglna lögmanna. Með fyrrgreindum brotum hafi Ómar sýnt af sér háttsemi sem telja verði ámælisverða. Verði því ekki hjá því komist að veita Ómari áminningu samkvæmt lögum um lögmenn. Allir gjaldi fyrir óánægju með málsvarnarlaun Loks segir varðandi þriðja lið kvörtunarinnar, sem varðar tölvupóst Ómars til hinna lögmannanna, að nefndin telji efni póstsins fela í sér að Ómar hafi gert tilraun til þess að hindra eðlilega starfsemi dómstólsins og koma í veg fyrir að dómari sá sem um var rætt, gæti sinnt starfsskyldum sínum í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, með því að beita útilokun á þann hátt sem Ómar orðar í tölvupóstinum. Að mati nefndarinnar beri að skoða efni tölvupóstsins í samhengi við tilefni þess að hann var sendur, en fyrir liggi að tilefnið hafi verið óánægja Ómars með ákvörðun umrædds dómara um málsvarnarlaun sér til handa. Að mati nefndarinnar hafi Ómar gert tilraun til þess að efna til samblásturs við aðra lögmenn, utan laga og réttar, um að grípa til þeirra aðgerða sem hann orðar í tölvupóstinum og láta þannig þann dómara, sem tók ákvörðunina í krafti embættis síns, og þar með dómstólinn og dómskerfið allt, gjalda fyrir óánægju Ómars með niðurstöðuna hvað málsvarnarlaun sín varðaði, með þeim aðgerðum sem þar var lýst. Hafi vegið að grunnstoðum dómkerfisins Nefndin telji háttsemi Ómars, að senda umræddan tölvupóst, með því efni sem þar kemur fram, fela í sér tilraun til þess að hafa áhrif á störf dómara við dómstólinn, gera alvarlega atlögu að þeim dómara sem um var rætt auk þess að trufla og veikja starfsemi dómstólsins og þar með dómskerfisins. Ómar hafi með háttsemi sinni vegið að grunnstoðum dómskerfisins. Að áliti nefndarinnar hafi Ómar gert á hlut Héraðsdóms Reykjavíkur með háttsemi sem felur í sér brot á skyldum sem á honum hvíla sem opinberum sýslunarmanni, samkvæmt lögum um lögmenn, auk brota sömu lögum og siðareglum lögmanna. Með fyrrgreindum brotum hafi Ómar sýnt af sér háttsemi sem telja verði ámælisverða. Verði því ekki hjá því komist að veita honum aðra áminningu Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. 15. mars 2024 14:49 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Í úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna segir að kvörtun hafi borist nefndinni þann 21. desember síðasta árs en nöfn og helstu staðreyndir málsins hafa verið afmáð úr úrskurðinum. Ljóst er að sóknaraðili er Héraðsdómur Reykjavíkur og varnaraðili Ómar Valdimarsson. Atvik málsins snúast um málsmeðferð Bankastræti club-málsins svokallaða, þar sem Ómar var verjandi Alexanders Mána Björnssonar, ungs manns sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps. Málið var gríðarlega umfangsmikið, réttarhöld voru háð í veislusal yfir heila viku og verjendur voru 25 talsins, jafnmargir og sakborningar. Þá voru tveir lögmenn réttargæslumenn brotaþola. Fékk tæpar átta milljónir fyrir en telur það aðeins 43,7 prósent Í dómsorði dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp af Sigríði Hjaltested héraðsdómara, segir að Alexander Máni skuli greiða Ómari tvo þriðju hluta málsvarnarlauna hans, 7,8 milljónir króna. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar vildi Ómar ekki una þessari niðurstöðu Sigríðar og sendi henni bréf. Í því segir að hann hafi fengið greidd 43,7 prósent þeirra málvarnarlauna sem hann krafðist samkvæmt framlagðri tímaskýrslu. „Ágæti dómari,“ Í bréfi Ómars segir að það hafi verið margt í ákvörðun dómsins um málsvarnarlaun sem hann skilji ekki. Hann geri sér þó grein fyrir því að ekki væri hægt að breyta því eftir á og að hann hefði átt að láta bóka um það, að gerð væri sérstök krafa um að dæmd málsvarnarlaun tækju mið af framlögðu tímayfirliti eða væri ella rökstudd ítarlega. Hann hefði talið eðlilegt að dómurinn sýndi verjendum og tíma þeirra þá kurteisi, að athuga hvort ekki stæði til að skila inn nákvæmri tímaskýrslu, teldu þeir tilefni til. „Af þeim tíma sem varið var í málið, fæ ég 43,7% þeirra greidda. Restin er þá væntanlega hugsuð sem einhvers konar þegnskylduvinna fyrir ríkið? Nú er það svo, að ég rek litla lögmannsstofu sem er vinnustaður sex einstaklinga. Þau má sjá á heimasíðunni […]. Af þessu tilefni þarf ég að ákveða hvert þeirra ég á að reka fyrir jólin. Áttu kost á því að benda mér á þann starfsmann, sem best er til þess fallinn?“ spyr Ómar. Fáheyrð framkoma Í úrskurðinum segir að af hálfu dómsins hafi því verið haldið fram að skeytasending af þessu tagi til dómara eftir uppsögu dóms, sé fáheyrð og engin önnur dæmi um slíka framkomu af hálfu lögmanns frá seinni tímum í það minnsta. Hljóti að koma til skoðunar hvort þessi sending sé í andstöðu við góða lögmannshætti og almenna kurteisi, sem og hvort hún feli í sér brot á siðareglum lögmanna. Auk þess ætti Ómari að vera ljóst að öll samskipti við dómara, svo ekki sé talað um kýtur af ofangreindu tagi, eftir að dómur er kveðinn upp, séu með öllu þýðingarlaus enda sé úrlausn dóms bindandi fyrir dómara og hafi af hans hálfu verið rökstudd til hlítar í dómsforsendum. Krafðist ákvörðunar um málvarnarlaun fyrir fram Í úrskurðinum segir að í öðru lagi hafi kvörtun héraðsdómsins lotið að því að háttsemi Ómars í tengslum við úrlausn um kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir skjólstæðingi hans í kjölfar dómsins. Laugardaginn 25. nóvember 2023 hafi Ómar verið boðaður til þinghalds í máli Alexanders Mána, sem hafi átt að fara fram á mánudegi vegna kröfu um að skjólstæðingur hans sætti áfram gæsluvarðhaldi á meðan á áfrýjunarfresti stæði og eftir atvikum á meðan málið væri til meðferðar hjá æðri dómi, en þó ekki lengur en til nánar greinds dags. Síðar sama dag hafi Ómar sent dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, sem jafnframt hafi verið vakthafandi dómari umræddan dag, eftirfarandi skeyti: Ágæti dómari, Í ljósi þess að dómarinn í […] taldi sér vera stætt á því að greiða aðeins 43% þeirra tíma sem lagt var í málið, þarf að liggja fyrir fyrir fyrirtökuna, að dómurinn telur störf verjanda í þessum hluta málsins ekki vera ólaunaða þegnskylduvinnu, eins og í […] (sem líklega er brot þess ágæta dómara á c-lið, 3. mgr. 6. gr. MSE, en það plagg er sjálfsagt bara eitthvað upp á punt.) En þar sem málinu er lokið í héraði og óvíst með framhaldið, þarf úrskurða þarf um málskostnað. Er hægt að upplýsa um það fyrir þinghaldið, hvort það standi til að úrskurða um málskostnað, verði gerð krafa um það? Sé um launuð störf verjanda að ræða skal þess getið að ég er í skýrslutöku a þessum sama tíma. Ef það mælist ekki illa fyrir þa myndi […] lögm. mæta fyrir mig. Dómfelldi myndi ekki mæta og í málinu liggur fyrir umboð þess efnis, sem heimilar okkur að mæta og mótmæla ekki kröfunni. Ingibjörg Þorsteinsdóttir er dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Aðdróttanir á hendur Sigríði Í úrskurðinum segir að Ingibjörg hafi litið svo á, með vísan til skeytisins, að Ómar hefði umboð skjólstæðings síns til að sinna áfram verjendastörfum fyrir hann og jafnframt að hann myndi senda annan lögmann í sinn stað til þinghaldsins þar sem kröfu ákæruvaldsins yrði ekki mótmælt. „Af ástæðum sem öllum ættu að vera augljósar hafi skeytinu hins vegar ekki verið svarað utan réttar. Efni þess hafi enda falið í sér aðdróttanir á hendur tilteknum dómara, en dylgjað hafi verið að því að hann hafi af skeytingarleysi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þá hafi vakthafandi dómari verið krafinn skriflegra svara fyrir fram um mögulega niðurstöðu úrskurðar, hvað varðar þóknun til handa lögmanninum. Að auki hafi verið um einhvers konar málflutning að ræða varðandi þann hluta í dómsniðurstöðu sakamálsins sem laut að þóknun til varnaraðila, sem vitaskuld væri ekki til umfjöllunar í gæsluvarðhaldsmáli skjólstæðings hans.“ Mætti fimmtíu mínútum of seint Hvorki Ómar sjálfur né annar í hans stað hafi mætt á boðuðum tíma í framangreint þinghald og engin tilkynning um forföll borist dóminum. Þinghaldið hafi því hafist á viðbrögðum við fjarveru hans. Gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá Alexander Mána sjálfan fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað, kanna hvort hann óskaði eftir verjanda, kalla til lögmann sem gæti sinnt því hlutverki og fresta þinghaldi á meðan hann ræddi við nýjan verjanda. Rúmlega fimmtíu mínútum eftir upphaf þinghaldsins hafi Ómar komið í dyragætt dómsalarins og krafið dómara enn um svör við því hvernig færi um þóknun hans í væntanlegum úrskurði dómsins. Hafi Ómar verð beðinn um að ákveða hvort hann mætti til þinghaldsins eða ekki og beðinn um að fá sér sæti og hafa sig ekki frekar í frammi fyrr en tilefni gæfist til, kysi hann að mæta. Ómar hafi látið af frekari truflunum á þinghaldi og verið skipaður verjandi að ósk skjólstæðings hans, sem þá hafi þegar verið mættur fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað en vikið úr þinghaldinu þegar Ómar mætti til þess. Af hálfu dómsins hafi verið á því byggt að framangreind háttsemi Ómars feli í sér óvirðingu og tillitsleysi gagnvart dómstólnum og dómara málsins, truflun og tafir á starfsemi dómstólsins, auk þess sem erfitt sé að sjá að framkoma hans hafi samrýmst því hlutverki hans að setja eigin hagsmuni til hliðar og gæta hagsmuna skjólstæðings síns í hvívetna. Hljóti að koma til skoðunar hvort háttsemi Ómar fari í bága við starfsskyldur hans og sé andstæð 2., 19. og 22. gr. siðareglna lögmanna. Vildi fá hina lögmennina 26 með sér í lið Þá segir að kvörtunin hafi loks snúið að tölvupósti sem Ómar sendi hinum 26 lögmönnunum í Bankastræti club-málinu með yfirskriftinni Hýrudráttur í [afmáð]. Ágætu kollegar, Ég er líklega ekki einn um að finnast við hafa verið hýrudregnir af […] í gær. Langar því að kanna hvort að menn – og kona! – séu til í að skrifa sameiginlegt bréf til dómstjóra í […], með afriti á dómstólasýsluna, dómarafélagið og LMFÍ, þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt og því lýst yfir að undirritaðir lögmenn muni framvegis ekki flytja sakamál hjá […]? Er þetta eitthvað sem þið væruð til í að skoða? Í kjölfarið væri gott að ráða ráðum sínum með framhaldið.“ Dræmar undirtektir Í úrskurðinum segir að eftir því sem næst verði komist hafi aðrir lögmenn ekki tekið undir ofangreinda tillögu Ómars um aðgerðir gegn dómara málsins. Ekki yrði dregin önnur ályktun af tölvupóstinum og öðrum skeytum Ómars sem kvörtun þessi lýtur að, en að illsakir hans í garð dómarans helgist af því að honum hafi mislíkað sú niðurstaða áðurnefnds dóms sem laut að þóknun til hans sjálfs. Frá aðalmeðferð í málinu. Vísir/Vilhelm Af hálfu dómsins hafi verið á því byggt að sá samblástur sem Ómar hafi leitast við að efna til og fá kollega sína til að taka þátt í, feli í sér alvarlega atlögu gegn tilteknum dómara og vegi í raun að grunnstoðum dómskerfisins. Háttsemi Ómars verði vart skilið öðruvísi en svo að hann hafi ásetning til að hindra eðlilega starfsemi dómstólsins, rægja viðkomandi dómara og gera tilraun til að koma honum frá störfum eða freista þess, með eins konar útilokun, að þvinga það fram til framtíðar að dómarar hagi dómsniðurstöðum þannig að Ómari líki en hafi ella verra af. Gagnvart viðkomandi dómara virðist Ómar reyna að koma því til leiðar að dómaranum verði ókleift að sinna starfsskyldum sínum í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, auk þess að hafa áhrif á þá grunnreglu að aðila sé ekki tækt að hindra störf dómara með því að troða illsakir við hann, þannig að dómari teljist vanhæfur í málum þar sem hann sjálfur sinnir störfum verjanda eða eftir atvikum er sakborningur eða aðili máls. Veiki starfsemi dómstólsins Ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mjög háttsemi af þessu tagi sé til þess fallin að trufla og veikja starfsemi dómskerfisins. Hljóti að koma til skoðunar hvort hún stríði gegn áðurnefndum ákvæðum siðareglna lögmanna, starfsskyldum lögmanna samkvæmt ákvæði laga um lögmenn og tilvitnaðri grunnreglu stjórnarskrárinnar. Svo sem kunnugt sé séu lögmenn opinberir sýslunarmenn, samanber lögmannalög, og beri sem slíkir sérstakar skyldur til að standa vörð um réttarkerfið í heild sinni. Gera verði sérstakar og ríkar kröfur til lögmanna um að þeir sinni störfum sínum af heiðarleika og heilindum og gæti að því að framganga þeirra í sérhverju máli hefur ekki einungis þá þýðingu að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda þeirra, eða eftir atvikum þeirra sjálfra, að því marki sem það á við, heldur lögmannastéttarinnar allrar og í raun réttarkerfisins í heild. Taldi dóminn sjálfan ekki geta átt aðild að málinu Í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar segir að Ómar hafi farið fram á málinu yrði vísað frá nefndinni. Hann hafi byggt þá kröfu sína á því að Héraðsdómur Reykjavíkur gæti ekki talist eiga lögvarða hagsmuni af niðurstöðu málsins. Þá falli það utan starfssviðs dómstjóra að beina erindi sem þessu til nefndarinnar fyrir hönd dómstólsins og dómstjóri geti ekki beint kvörtun til nefndarinnar vegna háttsemi lögmanns gagnvart öðrum dómara við sama dómstól. Enn fremur sé ekki fyrir hendi skýr lagaheimild til handa dómstólnum eða dómstjóra að beina kvörtun til nefndarinnar vegna háttsemi lögmanns gagnvart einstökum dómurum við dómstólinn. Ómar hafi haldið því enn fremur fram að orðalag ákvæðis laga um lögmenn komi í veg fyrir að lögaðili geti átt aðild að máli fyrir nefndinni. Loks hafi hann byggt á því að sú háttsemi sem kvartað sé yfir í þriðja lið kvörtunarinnar hafi ekki beinst að dómstólnum eða dómurum við hann. Þá byggi Ómar á því að málið hafi ekki stofnast með réttum hætti þar sem málagjald hafi ekki verið greitt samtímis því að kvörtuninni var beint til nefndarinnar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að fallast ekki á ofangreind sjónarmið Ómars um frávísun kvörtunar dómsins. Ekki við hæfi að senda dómara þýðingarlausan póst Í niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar fyrsta lið kvörtunar dómsins segir að að mati nefndarinnar sé ekki við hæfi að lögmaður sendi dómara þýðingarlausan póst af þessu tagi, eftir dómsuppsögu í máli, þar sem full tillitssemi og virðing er ekki viðhöfð. Að áliti nefndarinnar feli fyrrgreind háttsemi varnaraðila í sér að hann hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem felur í sér brot á siðareglum lögmanna og háttsemin sé aðfinnsluverð. Í svörum sínum við kvörtun dómsins sagði Ómar að honum hafi verið ákvörðuð málsvarnarlaun sem hafi verið 43,7 prósent af kröfu hans þess efnis. Sama hafi verið uppi á teningnum hjá öðrum lögmönnum sem störfuðu að málinu. Óánægja lögmanna hafi orðið til þess að Lögmannafélagið hafi ákveðið að afla frekari gagna í málinu svo greina mætti ákvarðaðar þóknanir og mögulega í framhaldinu krefjast upplýsinga frá lögreglu, ríkissaksóknara og dómstólnum um hversu marga tíma embættin hefðu skráð á þetta einstaka mál. Talsvert hefur borið á óánægju meðal lögmanna hvað varðar ákvörðun um málvarnarlaun undanfarið. Þrátt fyrir þetta sagði í svörum Ómars að hann fallist á að umræddur tölvupóstur hafi verið óheppilegur og honum lítill sómi af sendingu hans til Sigríðar. Hann hafi óskað ítrekað eftir fundi með Ingibjörgu í kjölfar þess að kvörtun var beint til nefndarinnar í þeim tilgangi að ræða málið og biðjast afsökunar en þeim beiðnum hafi verið hafnað. Ámælisvert að brigsla dómara um mannréttindabrot Í niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar annan lið kvörtunar dómstólsins segir að að mati nefndarinnar sé tölvupóstur Ómars til Ingibjargar dómstjóra, þar sem farið er fram á að niðurstaða í óuppkveðnum úrskurði verði kunngerð honum fyrir fram, auk þess sem annar dómari er brigslaður um brot á mannréttindasáttmála Evrópu, ekki í samræmi við þá skyldu sem á honum hvílir um að sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þá segir að sú háttsemi Ómars að mæta ekki á boðuðum tíma, til löglega boðaðs þinghalds, og boða ekki forföll, hafi að mati nefndarinnar verið til þess fallin að trufla og tefja störf dómsins og setja málið, sem varðaði mikla hagsmuni, í uppnám. Fyrir liggi að Ómar hafi mætt til þinghaldsins fimmtíu mínútum eftir boðaðan tíma. „Fólst í því óvirðing og hirðuleysi gagnvart þeim hagsmunum sem í húfi voru í málinu, tíma og störfum dómstólsins og saksóknara og um leið gegn réttarkerfinu, sem bar skylda til þess að gæta réttar þess sem krafa um gæsluvarðhald beindist gegn. Liggur fyrir í málinu að umtalsverður tími hafi farið í ráðstafanir til þess að tryggja þann rétt, með því að fá aðila sjálfan fyrir dóm í gegnum fjarfundarbúnað og kalla til annan lögmann sem gæti tekið að sér hlutverk verjanda.“ Miklir hagsmunir Alexanders Mána auki á alvarleikann Háttsemi Ómar hafi að mati nefndarinnar falið í sér brot á skyldu hans til þess að rækja af alúð þau störf sem honum var trúað fyrir, og neyta allra lögmætra úrræða til þess að gæta lögvarinna hagsmuna skjólstæðings síns. Auk þess telji nefndin að í háttseminni hafi falist brot varnaraðila á skyldu hans til þess að gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra. Enn fremur hafi í háttseminni falist brot á skyldu Ómars til þess að sýna dómstólnum tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og framkomu og til þess að kappkosta að vanda málatilbúnað sinn fyrir dómstólnum og stuðla á annan hátt að greiðri og góðri málsmeðferð af sinni hálfu. Þeir miklu hagsmunir sem í húfi voru í málinu hafi að mati nefndarinnar aukið á alvarleika brota Ómars gagnvart dóminum. Í úrskurði nefndarinnar er Héraðsdómur Reykjavíkur sagður sérstök persóna að lögum, svokölluð lögpersóna.Vísir/Vilhelm Að áliti nefndarinnar hafi Ómar gert á hlut Héraðsdóms Reykjavíkur með háttsemi sem feli í sér brot gegn lögum um lögmenn og siðareglna lögmanna. Með fyrrgreindum brotum hafi Ómar sýnt af sér háttsemi sem telja verði ámælisverða. Verði því ekki hjá því komist að veita Ómari áminningu samkvæmt lögum um lögmenn. Allir gjaldi fyrir óánægju með málsvarnarlaun Loks segir varðandi þriðja lið kvörtunarinnar, sem varðar tölvupóst Ómars til hinna lögmannanna, að nefndin telji efni póstsins fela í sér að Ómar hafi gert tilraun til þess að hindra eðlilega starfsemi dómstólsins og koma í veg fyrir að dómari sá sem um var rætt, gæti sinnt starfsskyldum sínum í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, með því að beita útilokun á þann hátt sem Ómar orðar í tölvupóstinum. Að mati nefndarinnar beri að skoða efni tölvupóstsins í samhengi við tilefni þess að hann var sendur, en fyrir liggi að tilefnið hafi verið óánægja Ómars með ákvörðun umrædds dómara um málsvarnarlaun sér til handa. Að mati nefndarinnar hafi Ómar gert tilraun til þess að efna til samblásturs við aðra lögmenn, utan laga og réttar, um að grípa til þeirra aðgerða sem hann orðar í tölvupóstinum og láta þannig þann dómara, sem tók ákvörðunina í krafti embættis síns, og þar með dómstólinn og dómskerfið allt, gjalda fyrir óánægju Ómars með niðurstöðuna hvað málsvarnarlaun sín varðaði, með þeim aðgerðum sem þar var lýst. Hafi vegið að grunnstoðum dómkerfisins Nefndin telji háttsemi Ómars, að senda umræddan tölvupóst, með því efni sem þar kemur fram, fela í sér tilraun til þess að hafa áhrif á störf dómara við dómstólinn, gera alvarlega atlögu að þeim dómara sem um var rætt auk þess að trufla og veikja starfsemi dómstólsins og þar með dómskerfisins. Ómar hafi með háttsemi sinni vegið að grunnstoðum dómskerfisins. Að áliti nefndarinnar hafi Ómar gert á hlut Héraðsdóms Reykjavíkur með háttsemi sem felur í sér brot á skyldum sem á honum hvíla sem opinberum sýslunarmanni, samkvæmt lögum um lögmenn, auk brota sömu lögum og siðareglum lögmanna. Með fyrrgreindum brotum hafi Ómar sýnt af sér háttsemi sem telja verði ámælisverða. Verði því ekki hjá því komist að veita honum aðra áminningu
Ágæti dómari, Í ljósi þess að dómarinn í […] taldi sér vera stætt á því að greiða aðeins 43% þeirra tíma sem lagt var í málið, þarf að liggja fyrir fyrir fyrirtökuna, að dómurinn telur störf verjanda í þessum hluta málsins ekki vera ólaunaða þegnskylduvinnu, eins og í […] (sem líklega er brot þess ágæta dómara á c-lið, 3. mgr. 6. gr. MSE, en það plagg er sjálfsagt bara eitthvað upp á punt.) En þar sem málinu er lokið í héraði og óvíst með framhaldið, þarf úrskurða þarf um málskostnað. Er hægt að upplýsa um það fyrir þinghaldið, hvort það standi til að úrskurða um málskostnað, verði gerð krafa um það? Sé um launuð störf verjanda að ræða skal þess getið að ég er í skýrslutöku a þessum sama tíma. Ef það mælist ekki illa fyrir þa myndi […] lögm. mæta fyrir mig. Dómfelldi myndi ekki mæta og í málinu liggur fyrir umboð þess efnis, sem heimilar okkur að mæta og mótmæla ekki kröfunni.
Ágætu kollegar, Ég er líklega ekki einn um að finnast við hafa verið hýrudregnir af […] í gær. Langar því að kanna hvort að menn – og kona! – séu til í að skrifa sameiginlegt bréf til dómstjóra í […], með afriti á dómstólasýsluna, dómarafélagið og LMFÍ, þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt og því lýst yfir að undirritaðir lögmenn muni framvegis ekki flytja sakamál hjá […]? Er þetta eitthvað sem þið væruð til í að skoða? Í kjölfarið væri gott að ráða ráðum sínum með framhaldið.“
Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24 Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. 15. mars 2024 14:49 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. 21. janúar 2023 15:01
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. 27. júní 2024 20:24
Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. 15. mars 2024 14:49