Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu

Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt í hnífstungumáli

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rappari dæmdur fyrir ránstilraun í Skeifunni

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson, sem til að mynda sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010, var í vikunni dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna brota hans sem hann játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Innlent
Fréttamynd

Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds

Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air

Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia.

Innlent
Fréttamynd

Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð

Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun.

Innlent
Fréttamynd

Sex hundruð milljónir til skiptanna

Viðræður um bótafjárhæðir fara nú fram milli setts ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum síðasta haust. Því fé sem stjórnvöld hyggjast verja til sáttanna verður deilt milli fólksins meðal annars eftir lengd frelsissviptingar.

Innlent
Fréttamynd

Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum

Karlmaður á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að hafa veist að ljós- mæðrum á vakt og krafist morfíns. Jafn alvarlegt að ráðast á ljósmæður á vakt og lögreglumenn við skyldustörf.

Innlent
Fréttamynd

Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða

Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks.

Viðskipti innlent