Innlent

Vill þrjár milljónir í skaðabætur frá manni sem hann reyndi ítrekað að stinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Veittust að hvor öðrum með hafnaboltakylfu og hníf á Barónsstíg.
Veittust að hvor öðrum með hafnaboltakylfu og hníf á Barónsstíg. FBL/Eyþór
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárásir gegn hvor öðrum sem átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík í júlí síðastliðnum. Öðrum manninum er gefið að sök að hafa gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás með því að slá meðákærða einu höggi í höfuðið með hafnaboltakylfu.

Hlaut maðurinn sem varð fyrir högginum fjögurra sentímetra langan skurð á mitt enni sem þurfti að sauma saman með fimm sporum og heilahristing.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni með hafnaboltakylfunni er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ítrekað reynt að stinga manninn með hafnaboltakylfuna en manninum með hafnaboltakylfuna tókst að hlaupa undan.

Sá sem varð fyrir höggum með hafnaboltakylfu fer fram á að sá sem sló hann með henni verði dæmdur til að greiða honum þrjár milljónir króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×