Segir RÚV alltaf hafa verið þátttakanda í Samherjamálinu Forsætisráðherra vísaði mögulegum leka frá Seðlabankanum til RÚV um rannsókn á Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 27. október 2019 20:45
Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Viðskipti innlent 27. október 2019 18:30
Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Innlent 26. október 2019 18:30
Þrír ákærðir fyrir brot í starfi árlega frá 2016 Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Fyrsti sýknudómurinn féll í síðustu viku. Átta hafa verið sakfelldir. Langflestum málum var vísað frá. Þyngsti dómurinn er 15 mánaða fangelsi. Innlent 26. október 2019 09:00
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. Innlent 26. október 2019 08:30
Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Innlent 25. október 2019 21:13
Ekki alveg sami fullnaðarsigurinn gegn Skúla Landsréttur staðfesti í dag að hluta dóm héraðsdóms í máli Stemmu hf., fyrirtækis Skúla Gunnars Sigfússonar, gegn Sigmari Vilhjálmssyni og félaginu Sjarmi og garmi. Viðskipti innlent 25. október 2019 19:41
Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25. október 2019 09:38
Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð. Innlent 25. október 2019 07:30
Krafa ríkisins óbreytt um sinn Fyrirtaka var í máli Guðjóns Skarphéðinssonar gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 25. október 2019 06:00
Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. Innlent 24. október 2019 18:32
Sakfelld fyrir að kýla lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Innlent 24. október 2019 13:24
Ákærð fyrir störf á kaffihúsi á Hvammstanga 26 ára kona frá Úkraínu hefur verið ákærð fyrir að hafa starfað á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga án þess að hafa til þess tilskilið atvinnuleyfi. Innlent 24. október 2019 13:00
Lögðu á Lækjartorgi til að geta rokið í útköll Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerir ekki athugasemd við að fimm lögreglubílum hafi verið lagt fyrir utan húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg í gær. Innlent 24. október 2019 08:45
NPA-aðstoðin orðin hindrun Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Innlent 24. október 2019 06:00
„Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. Innlent 23. október 2019 21:00
Réðst að sambýlismanni sínum vopnuð tveimur hnífum Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög. Innlent 23. október 2019 19:17
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. Innlent 23. október 2019 19:00
Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Innlent 23. október 2019 15:49
Grunaður um gróf brot gegn kærustu á malarplani í grennd við Egilsstaði Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir nauðgun, frelsissviptingu og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa föstudagskvöld í júní 2018 og inn í nóttina brotið á fyrrverandi kærustu sinni. Innlent 23. október 2019 15:30
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. Innlent 23. október 2019 11:28
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. Innlent 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. Innlent 23. október 2019 09:15
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Innlent 23. október 2019 09:12
Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Innlent 23. október 2019 09:00
Vill afnema refsingu fyrir óvirðingu fánans Dómsmálaráðherra lagði fram lagafrumvarp um bætur vegna ærumeiðinga á Alþingi í gær. Innlent 23. október 2019 06:00
Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna. Innlent 22. október 2019 18:30
Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Verður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að taka kærustuna hálstaki svo hún missti meðvitund. Innlent 22. október 2019 16:38
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. Innlent 21. október 2019 16:28
Hluthafi höfðar mál gegn móðurfélagi FlyOver Iceland Hollenska félagið This is City Attractions hefur stefnt Esju Attractions móðurfélagi FlyOver Iceland sem býður upp á sýndarflugferð yfir stórbrotna náttúru Íslands. Viðskipti innlent 20. október 2019 22:47