Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84

    Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur byrja tímabilið af krafti - myndir

    Kvennalið KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna eftir að liðið vann 79-72 sigur á Snæfelli í DHl-höllinni í gær. KR-liðið lagði grunninnn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhlutanum sem KR-konur unnu með 13 stiga mun.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann í Njarðvík

    KR er enn með fullt hús stiga í Iceland Express-deild kvenna en annarri umferð lauk í kvöld. Valur og Keflavík unnu einnig sína leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík

    Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val

    Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík spáð titlinum í kvennaflokki

    Keflavík verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna en spáin var kynnt á kynningarfundi Iceland Express-deildarinnar í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni

    Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell sendir Shannon McKever heim

    Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrirliði Njarðvíkur búin að semja við KR

    Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði spútnikliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili, hefur söðlað um og samið við KR. Njarðvík kom öllum á óvart og fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku

    Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigrún komin heim og búin að semja við KR

    Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010.

    Körfubolti